Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?
Norræna húsið
Við bjóðum til samtals og kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu.
Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Norræna húsinu, síðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00.
Utanríkisráðherra opnar ráðstefnuna og forseti Íslands flytur hátíðarerindi. Boðið er upp á fimm málstofur yfir daginn þar sem rætt verður um stöðu Íslands í varnar – og öryggismálum, vaxandi skautun í pólitískri umræðu, áskoranir og tækifæri EES samningsins á umbreytingartímum, og ávinning og áhættu gervigreindar á lýðræði. Þá munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi ræða utanríkisstefnu Íslands.
*Athugið að allar málstofur sem fara fram á íslensku verða túlkaðar á ensku
Komdu og vertu með - við lofum fjörugum og fræðandi umræðum!
Öll velkomin - skráning fer fram hér!
Dagskrá
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? - Miðvikudaginn 24. apríl 2024 í Norræna húsinu
10:00 – 10:10 Setning ráðstefnu
Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
10:10 – 10:20 Opnunarávarp
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
10:20 - 10:40 Hátíðarerindi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
10:40 – 12:00 Nýjar ógnir og versnandi horfur: Staða Íslands í varnar – og öryggismálum (Íslenska)
Erindi Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands
Pallborðsumræður Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, Jónas Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands
Málstofustjóri Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar
12:00 -12:30 léttur hádegisverður
12:30 – 13:30 Að brúa bilið: Hvernig drögum við úr vaxandi skautun í samfélaginu? (Íslenska)
Erindi Dylan Andres Herrera Chacon, doktorsnemi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Pallborðsumræður Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona fyrir mannréttindum, Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Dylan Andres Herrera Chacon, doktorsnemi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, Guðrún Hálfdánardóttir, blaða- og dagskrárgerðarmaður á RÚV
Málstofustjóri Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
13:30 – 14:30 Evrópusamstarf á krossgötum: Áskoranir og tækifæri EES samningsins á umbreytingartímum (Enska)
Erindi Pernille Rieker, sérfræðingur hjá norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI)
Pallborðsumræður Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís - Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Bergþóra Halldórsdóttir, stýrir skrifstofu forstjóra hjá Borealis Data Center, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Samuel Ulfgard, staðgengill sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Málstofustjóri Auðunn Atlason, sendiherra í utanríkisráðuneytinu
14:30 – 14:50 Kaffihlé
14:50 – 15:50 Ávinningur eða áhætta? Áhrif gervigreindar á lýðræði (Enska)
Erindi Niels Nagelhus Schia, rannsóknaprófessor við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI)
Pallborðsumræður Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Datalab, Halldóra Mogensen, formaður framtíðarnefndar Alþingis, Niels Nagelhus Schia, rannsóknaprófessor við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnastjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Theódór Ragnar Gíslason, meðstofnandi og framkvæmdastjóri tækni og nýsköpunar hjá Syndis og stofnandi Defend Iceland
Málstofustjóri Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
15:50 - 16:00 Kaffihlé
16:00 – 17:00 Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands (Íslenska)
Pallborðsumræður Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar
Málstofustjóri Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og rithöfundur
17:00 – 17:10 Lokaorð Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
17:10 - 18:30 Móttaka og uppistand með Snjólaugu Lúðvíksdóttur (Enska)
Komdu og vertu með! Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. apríl frá kl. 10:00 - 17:00.