Þú, þarmaflóran þín og gerjuð matvæli
Edda
EDDA - Hús íslenskra fræða - fyrirlestrasalur
Samspil manna og þeirra örvera sem við höfum í þarmakerfi okkar („þarmaflóran“) skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Mataræðið á stærstan þátt í samsetningu þarmaflórunnar, en margir aðrir umhverfisþættir spila inn í. Nýjustu rannsóknir sýna að gerjuð matvæli geta haft áhrif á okkur og á þarmakerfi okkar umfram það sem hráefnið og örveruinnihaldið segir til um. Í þessum fyrirlestri verður sjónum beint að sambandinu á milli okkar, örveranna í þörmum okkar og gerjaðra matvæla og grein gerð fyrir niðurstöðum nýjustu rannsókna á þessu sambandi.
Dr. Dennis Sandris Nielsen er prófessor við matvælafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, en sérsvið hans eru örverufræði matvæla, þarmaheilsa og gerjun. Hann er með fremstu sérfræðingum á Norðurlöndum á þessu sviði. Fyrirlesturinn er á vegum Symbiosis öndvegisverkefnis um samlífi manna og örvera í daglega lífinu, við Háskóla Íslands og Matís.
Dr. Dennis Sandris Nielsen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla