Ábyrg og örugg meðferð gagna og annarra upplýsinga eru lykilatriði í þjónustu HÍ. Upplýsingaöryggi er því undirstaða trausts í stafrænum samskiptum Háskólans. Nemendur, starfsmenn og aðrir notendur Háskóla Íslands eiga ávallt að geta treyst að í meðhöndlun og vörslu gagna sé upplýsingaöryggi haft að leiðarljósi í umhverfi skólans.
Upplýsingaöryggistefnan tekur til allra gagna eða upplýsinga á hvaða formi sem er óháð því hvar þau eru vistuð. Stefna nær einnig til alls húsnæðis, vél- og hugbúnaðar, þjónustu, ferla, starfsfólks og alla þjónustuaðila sem veita HÍ þjónustu. Einnig nær þessi stefna yfir alla uppsetningu og viðhaldi útstöðva og umsýslu fyrir notendur HÍ.
Heimur upplýsingaöryggis er síbreytilegur, viðmið breytast og því nauðsynlegt að fylgjast náið með og aðlaga ráðstafanir að nýjum áskorunum. Með því að fylgja helstu stöðlum um upplýsingaöryggi aukast til muna líkur á að viðbrögð HÍ við ógnum séu með réttum hætti og að ásættanlegu þjónustustigi fyrir starfsmenn og viðskiptavini Háskóla Íslands náist í almennum rekstri upplýsingakerfa HÍ.
Það er því mikilvægt að starfsmenn og þjónustuaðilar skólans kynni sér ítarlega helstu markmið upplýsingaöryggisstefnu HÍ til að stuðla að trausti, áreiðanleika og öryggi í notkun þeirrar þjónustu sem skólinn bíður upp á. Til að stuðla enn fremur að upplýsingaöryggi, hefur HÍ sett sér vinnuferla sem ber að fara eftir í námi og við vinnu. Stefna HÍ tekur mið af kröfum ISO27001 staðlinum og grundvallar.
Hægt er að hafa samband við Upplýsingatæknisvið með athugasemdir um upplýsingaöryggi og fyrirspurnir. Upplýsingaöryggisstjóri HÍ er Oddur Hafsteinsson oddurh@hi.is