Skip to main content

Doktorsvörn í sálfræði - Bahareh Jozranjbar

Doktorsvörn í sálfræði - Bahareh Jozranjbar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. desember 2023 11:00 til 14:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 8. desember 2023 ver Bahareh Jozranjbar doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Einstaklingsmunur á sjónrænum hlutakennslum: Rannsókn á fólki með og án taugaþroskaraskana. Individual Differences in Visual Object Recognition: An Investigation Across Neurotypical and Neurodevelopmental Populations.

Andmælendur eru dr. Nuala Brady, dósent við University College Dublin, og dr. Ricky Tso, aðstoðarprófessor við The Education University of Hong Kong.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi voru Heiða María Sigurðardóttir, prófessor, og Árni Kristjánsson, prófessor. Auk þeirra sat Randi Starrfelt, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, í doktorsnefnd.

Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor og deildarforseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 11.00. Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornbaharehjozranjbar

Ágrip

Þessi ritgerð snýst um sjónræn hlutakennsl, þá sérstaklega hvort og þá hvernig tilteknir slíkir hæfileikar tengjast innbyrðis, annars vegar hjá fólki með taugaþroskaraskanir og hins vegar í almennu þýði. Rannsökuð voru áhrif hlutagerðar, reynslu og sjónræns vinnsluminnis.

Samkvæmt rannsókn á lesblindu á sumt lesblint fólk erfitt með að bera kennsl á hús en á ekki í sams konar erfiðleikum með að þekkja andlit. Þetta gengur gegn þeirri hugmynd að lesblinda sé aðeins bundin við erfiðleika í lestri. Frekari rannsókn á almennu þýði ýtir enn frekari stoðum undir þá hugmynd að andlitskennsl séu í grundvallaratriðum ólík því að bera kennsl á orðleysur eða hús. Áhugavert var að lesblindir virtust nota sams konar aðferð í hlutaskynjun hvort sem um var að ræða einstaka sjónræna þætti hluta eða tengsl þátta, á meðan ólesblint fólk virtist beita ólíkum aðferðum eftir því hvort þættir eða tengsl þátta skiptu máli í hlutakennslum. Þessi munur á þáttum og tengslum var ekki jafngreinilegur í seinni rannsókn á almennu þýði sem getur bent til að mismunandi verkefni geti kallað á ólíkar sjónskynjunaraðferðir.

Þriðja rannsóknin fjallaði um áhrif vinnsluminnis á sjónræn kennsl. Nákvæmni í vinnsluminni fyrir einfalda sjónræna þætti tengdist sérstaklega getu fólks til þess að muna uppbyggingu húsa. Þar sem slík tengsl voru veikari við hæfileika fólks til þess að muna sérfræðihluti bendir það til þess að fyrri þekking á hlutum geti minnkað álag á sjónrænt vinnsluminni. Ekki voru jafnsterk tengsl á milli vinnsluminnis og þess að muna einstaka sjónræna þætti húsa. Þetta gæti þýtt að það að muna uppbyggingu hluta auki minnisálag þar sem það krefst þess að fólk leggi á minnið bæði einstaka sjónræna þætti og innbyrðis afstöðu þeirra. Í ljósi þessara niðurstaðna getur verið að vandkvæði lesblindra við að þekkja hús í sjón tengist sjónrænni vinnsluminnisgetu þeirra.

Þessar rannsóknir auka skilning okkar á flóknu eðli sjónrænna hlutakennsla, bæði hjá fólki með og án taugaþroskaraskana, og sýna fram á áhrif reynslunnar og þátt sjónræns vinnsluminnis í því að þekkja hluti í sjón.

Abstract

The thesis probes the intricate nature of visual object recognition, especially how visual recognition skills are associated or dissociated in developmental disorders and the neurotypical population. Our primary areas of focus include the role of object types, the importance of visual expertise, and the impact of visual working memory.

In our investigation into developmental dyslexia, we discovered that some dyslexic readers struggled with recognizing houses, but did not face the same challenges with face recognition. This finding raises doubt about the commonly held belief that dyslexia only pertains to reading difficulties. Furthermore, our subsequent research with the neurotypical population solidified the idea that recognizing faces is fundamentally different from recognizing pseudowords or houses. Intriguingly, we found that dyslexic readers tend to adopt a unified strategy for processing visual objects, regardless of whether the task centers on an object's individual features or its overall configuration. In contrast, typical readers appeared to adjust their approach based on both featural and configural information. Yet, this differentiation was less pronounced in our second study with the neurotypical population, suggesting the potential influence of task demands on visual processing methods.

Our third study sought to understand the influence of visual working memory on these recognition patterns. We pinpointed a notable connection between visual working memory precision for simple visual elements and the ability to recall the overall structure of houses. As this connection was not found to the same degree for objects of expertise, such findings imply that familiarity with an object can potentially lessen the strain on visual working memory. This connection, however, was not present when memorizing the specific features of houses, indicating that recalling the overall structure might place more demands on memory due to the combined need to remember individual features and their relative positions. Upon revisiting our initial findings, we hypothesize that the challenges dyslexic readers face in recognizing houses might be related to their visual working memory capacities.

To conclude, this research sheds valuable light on the multifaceted nature of visual object recognition, highlighting its complexities, the role of expertise, and the contributions of visual working memory. Our conclusions enhance our understanding of visual recognition processes in both typical individuals and those with developmental challenges.

Um doktorsefnið

Bahareh Jozranjbar er fædd árið 1990 í Hamedan í Íran. Hún lauk grunnnámi í sálfræði og  síðan meistaragráðu í klínískri sálfræði árið 2016 frá Háskólanum í Alzahra. Bahareh hóf doktorsnám við Háskóla Íslands í desember 2017.

 

Bahareh Jozranjbar ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 08. desember.

Doktorsvörn í sálfræði - Bahareh Jozranjbar