Skip to main content

UT þjónustur fyrir rannsóknarstarf

A diagram of different colored hexagons    Description automatically generated

Síðustu ár hefur Upplýsingatæknisvið staðið fyrir uppbyggingu á öflugum rafrænum innviðakjarna (IREI). Markmiðið var að byggja upp öflugan innviðakjarna sem væri sérsniðinn fyrir íslenskt vísindastarf.

Innviðakjarninn byggir á fjórum þjónustustoðum:

  • Reikniafli (HPC)
  • Varðveislu gagna
  • Miðlun gagna
  • UT ráðgjöf fyrir vísindafólk

Reikniafl (HPC)

Í IREI eru keyrandi tveir reikniaflsklasar (High-Performance Computing).

Klasarnir tveir heita HPC Elja og HPC Stefnir.

HPC Elja er eldri klasi af þeim tveimur. HPC Elja samstendur af 6784 reiknikjörnum og 21 GPU (Graphics processing unit) kortum. Samanlögð reiknigeta er 700 TFLOPS (FLOPS). 

HPC Stefnir er nýr klasi og fyrsti fasi af honum samstendur af 1024 reiknikjörnum. HPC Stefnir mun halda áfram að vaxa næstkomandi ár. Árið 2024 er gert ráð fyrir 2048 reiknikjörnum til viðbótar ásamt 8 GPU kortum.

Gagnageymsla

Í IREI er boði geymsla fyrir rannsóknargögn. Gagnageymslan er tengd bæði HPC Elju og HPC Stefni og eru gögn notenda þeirra því geymd innan IREI samstæðunnar. Gagnapláss í gagnageymslunni er 1,6PB.

Gagnageymslan er í dag hugsuð sem skráargeymsla en stefnt er að bjóða aðgang að gagnagrunnslausn fyrir gagnasett í nánustu framtíð.

Gagnageymslan er aðgengileg innan HÍ netsins.

Hægt er að sækja um aðgang að gagnageymslu fyrir rannsóknargögn með því að senda póst á help@hi.is með titlinum „IREI – Gagnageymsla“

Miðlun gagna

Lausn fyrir miðlun gagna er enn á tilraunastigi og því ekki enn í boði fyrir notendur.

Vonir standa til að lausnin verði gerð aðgengileg notendum IREI árið 2024.

UT ráðgjöf fyrir vísindafólk

UTs bíður upp á ráðgjöf fyrir vísindafólk. Ráðgjöfin snýst um að aðstoða vísindafólk að finna réttu lausnirnar fyrir þeirra þarfir.

Fyrst er skoðað hvort að þjónustur sem nú þegar eru í rekstri í IREI eða hjá UTs.

Ef þjónustan er ekki til, er skoðað hvort að IREI eigi að taka upp þjónustuna eða hvort að UTs eigi að hjálpa til við innkaup á þjónustunni.

Til að fá ráðgjöf er hægt að senda póst á help@hi.is með titilinum „IREI – Ráðgjöf“ ásamt lýsingu á ykkar þörfum og eða vandamálum.

Aðrar þjónstur í boði

UTs hefur í samstarfi við Vísinda- og nýsköpunarsvið verið í samstarfi við Félagsvísindastofun um rekstur á Gagnís. Gagnís er geymsla opin gögn (Open Access). Gagnís hefur til þessa verið mest nýtt fyrir opin gögn hjá félagsvísindum en markmiðið er að Gagnís geti tekið við gögn frá öðrum sviðum HÍ.

Overleaf er forrit sem mikið notað hjá vísindafólki á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. UTs býður aðgang að Overleaf í gegnum overleaf.com.