Á Tæknifræðisetri er góð verklega aðstaða.
- Mekatróník stofa er vel útbúin stofa fyrir rannsóknir og þróun búnaðar. Þar fer fram öll verkleg kennsla til að mynda í rafmagns og rafeindarásum ígreyptum tölvum, iðntölvustýringum og fleiri greinum
- Rannsóknastofa í efna- og líftækni er mjög vel útbúin rannsóknarstofa þar sem nemendur geta unnið að lokaverkefnum. Stofan er einnig nýtt í þjónustu rannsóknir fyrir atvinnulífið.
- Hafdís Robotics er sérhæfð tilrauna og þróunarstofa hraða frumgerðasmíð fyrir þjarka og sjálfvirknibúnað.
- Þróunarstofa fyrir málm og plast smíði. Á Þróunarstofunni smíða nemendur i tæknifræði frumgerðir fyrir hin ýmsu verkefni.
- Dæmi um búnað sem finna má á Þróunarstofu
- rennibekkir
- borvélar
- sagir og suðurými
- fræsivélar
- laserskurðarvélar og þrívíddaprentarar
- Dæmi um búnað sem finna má á Þróunarstofu