Saga Tæknifræðináms Háskóla Íslands
Tæknifræðinám á vegum Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Markmið setursins er að leiða þróun fagháskólastigs á Íslandi í tæknigreinum. Fyrstu árin hafði námið aðsetur á vettvang Keilis að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Haustið 2018 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi tæknifræðinámsins þar sem að nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Þar undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar samstarfssamning um aðstöðu námsins. Um leið var allur rekstur námsins fluttur alfarið til Háskóla Íslands.
Forstöðumaður Tæknifræðiseturs HÍ er Karl Sölvi Guðmundsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands.