Doktorsvörn í læknavísindum - Elín Helga Þórarinsdóttir
Aðalbygging
Hátíðasalur
Föstudaginn 16. júní 2023 ver Elín Helga Þórarinsdóttir læknir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Einkenni og svipgerð íþyngjandi dagsyfju: Rannsókn á almennu þýði og kæfisvefnssjúklingum. Characteristics and phenotypes of Excessive Daytime Sleepiness: Studies on the general population and sleep apnea patients. Andmælendur eru dr. Eva M. Svanborg, yfirlæknir og prófessor emeritus við Háskólann í Linköping í Svíþjóð, og dr. Grace Pien, læknir og lektor við Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Baltimore, Bandaríkjunum.
Umsjónarkennari var dr. Thor Aspelund, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var dr. Christer Janson, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Samuel T. Kuna, prófessor emeritus við University of Pennsylvania, dr. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við HÍ, og dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, lektor við HÍ.
Dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Vörninni verður streymt:
https://livestream.com/hi/doktorsvornelinhelgathorarinsdottir
Ágrip
Bakgrunnur: Íþyngjandi dagsyfja er ólík því að vera syfjaður einstaka sinnum. Hún er til staðar flesta daga, skerðir lífsgæði og eykur slysahættu. Íþyngjandi dagsyfja er algeng í kæfisvefni og svarar kæfisvefnsmeðferð. Erfitt hefur reynst að finna heildstæða aðferð til að meta dagsyfju. Algengast er að nota Epworth Syfjuskala (ESS), stuttan spurningalista sem metur líkur á að sofna/dotta við mismunandi aðstæður. Áreiðanleiki ESS hefur verið dreginn í efa og veik fylgni hefur fundist milli ESS og annarra dagsyfjumælinga. Markmið þessa doktorsverkefnis var að kanna svipgerðir íþyngjandi dagsyfju í almennu þýði og hjá kæfisvefnssjúklingum.
Aðferðir: Íþyngjandi dagsyfja var skilgreind sem ESS >10 stig (líklegir til að sofna/dotta) og kvartanir um dagsyfju ≥3 sinnum í viku. Doktorsritgerðin er byggð á fjórum vísindagreinum. Í grein I var dagsyfja metin í almennu þýði (n=1338). Í grein II var dagsyfja rannsökuð á meðal íslenskra kæfisvefnssjúklinga (n=810) fyrir og eftir meðferð. Í grein III voru niðurstöður úr grein II sannreyndar á alþjóðlegum hópi kæfisvefnssjúklinga (n=2352) og í grein IV voru mælibreytur í svefnriti skoðaðar m.t.t. dagsyfju hjá sama hópi kæfisvefnssjúklinga (n=2097).
Niðurstöður: Í almennu þýði upplifðu mun fleiri dagsyfju (17%) en voru líklegir til að sofna/dotta (7%) eða að hafa bæði einkennin (6%). Skert lífsgæði, heilsuleysi, svefnleysi og fótaóeirð voru algengari meðal þeirra sem kvörtuðu um dagsyfju samanborið við þá sem ekki höfðu dagsyfju eða voru bara líklegir til að dotta/sofna. Helmingur íslensku kæfisvefnssjúklinganna lýsti báðum syfjueinkennunum. Að auki sagðist fjórðungur þeirra upplifa dagsyfju án þess að vera líklegir til að sofna/dotta. Hjá þessum hópi svaraði dagsyfja síður meðferð. Rannsókn á alþjóðlegum hópi kæfisvefnssjúklinga studdi íslensku niðurstöðurnar. Við mat a svefnritum fundust væg tengsl milli svipgerða dagsyfju og mælinga á súrefnisskorti, tíðni öndunarstoppa, svefndýpt ásamt tíðni og styrkleika uppvaknanna.
Ályktanir: Íþyngjandi dagsyfja er margþætt einkenni sem tengist heilsu og lífsgæðum. Greiningin krefst mun víðtækari nálgunar en hingað til hefur verið notuð.
Abstract
Background: Excessive daytime sleepiness (EDS) is different from occasional sleepiness. It is persistent, reduces quality of life and increases risk of accidents. EDS is common in obstructive sleep apnea (OSA) and can be improved by OSA treatment. It has proven difficult to find a comprehensive method for assessing EDS. The most used method is the Epworth Sleepiness Scale (ESS), a short questionnaire that measures risk of dozing. The reliability of the ESS has been questioned, showing weak correlation with other sleepiness measures. This doctoral thesis aimed to explore EDS phenotypes in both the general population and OSA patients.
Methods: EDS was defined as ESS>10 points (at risk of dozing) and feeling sleepy ≥3 times per week. The doctoral thesis is based on four scientific papers. Paper I assessed EDS in the general population (n=1338). Paper II evaluated EDS in Icelandic OSA patients (n=810) before and after treatment. Paper III validated the findings from paper II in an international group of OSA patients (n=2352) and paper IV examined the polysomnographic characteristics of EDS in the same group of OSA patients (n=2097).
Results: In the general population, feeling sleepy (17%) was more common than being at risk of dozing (7%) or having both symptoms (6%). Those feeling sleepy had lower quality of life, poorer health and higher prevalence of insomnia symptoms and restless legs syndrome compared to those non-sleepy or only at risk of dozing. Half of the Icelandic OSA patients reported both EDS symptoms. In addition, a quarter reported feeling sleepy without being at risk of dozing. Treatment was less effective for this group. An international study of OSA patients confirmed the Icelandic findings. Sleepiness symptoms showed only a weak correlation with hypoxia, frequency of apneas, sleep depth and arousals measured by polysomnography.
Conclusions: EDS is a multifactorial symptom associated with health and quality of life. A more comprehensive approach is needed to diagnose EDS.
Um doktorsefnið
Elín Helga Þórarinsdóttir fæddist árið 1986 í Uppsölum í Svíþjóð. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2006. Elín lauk BS-gráðu í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2010 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 2013. Eftir kandídatsár lauk Elín þriggja ára sérnámsprógrammi í almennum lyflækningum við Landspítala háskólasjúkrahús, í samstarfi við Royal College of Physicians í Bretlandi. Elín er nú að ljúka sérnámi í heimilislækningum sem hún hóf árið 2019. Foreldrar Elínar eru prófessor Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir og prófessor Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Elín er gift Gísla Árna Gíslasyni rannsóknarlögreglumanni og eiga þau þrjú börn, Þórarin, Eirík Steinarr og Dýrleifu Ósk.
Elín Helga Þórarinsdóttir ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 16. júní