Doktorsvörn í menntavísindum: Benjamin Aidoo
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Skriða Stakkahlíð
Benjamin Aidoo ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild menntunar og margbreytileika.
Vörnin fer fram miðvikudaginn 7. júní kl. 13:00 í Skriðu, Stakkahlíð og verður einnig streymt hér
Heiti ritgerðar: Notkun upplýsingatækni í vendinámi í lífrænni efnafræði: Upplifun kennara og kennaranema í þremur háskólum í Ghana.
Andmælendur: Dr. Brian Lewthwaite, James Cook University, Townsville, Australia Dr. Stephen Day, University of West of Scotland.
Leiðbeinendur:
Dr. Marey Allyson Macdonald professor emerita, Háskóli Íslands og dr. Veli-Matti Vesterinen, University of Turku, Finland.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Svava Pétursdóttir, dr. Berglind Gísladóttir. Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir forseti Deildar menntunar og margbreytileika stjórnar athöfninni.
Um verkefnið:
Rannsóknir á virku námi og vendinámi jukust bæði að fjölda og gæðum í COVID-19 faraldrinum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að framkvæma íhlutun í efnafræðikennslu með upplýsingatækni og meta viðhorf og reynslu kennaranema sem og kennara þeirra. Meginmarkmiðið var að komast að því að hve miklu leyti háskólakennarar og kennaranemar gætu beitt upplýsingatækni við að tileinka sér vendinám- og kennslu við kennslu á lífrænni efnafræði.
Um doktorsefnið:
Benjamin Aidoo fæddist í Ghana árið 1979. Hann lauk meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá við Háskóla Íslands árið 2018. Að auki hefur hann meistaragráðu frá Concordia Háskóla með áherslu á nám á netinu og kennarapróf Háskólanum á Cape Coast í Ghana. Hann kenndi efnafræði, líffræði, almenn vísindi og umhverfisfræði í Ghana, Suður Afríku og á Íslandi þar sem hann hefur kennt á öllum skólastigum. Eiginkona Benjamins er Florence, og eiga þau fjögur börn, Samuel, Prisca, Klara Asor, og Allyson.
.