Skip to main content

Opin vörn meistararitgerðar í lögfræði

Opin vörn meistararitgerðar í lögfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. maí 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

HT - 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opin vörn meistararitgerðar Guðrúnar Sólveigar Sigríðardóttur í lögfræði.

Titill ritgerðar: Sambúð 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu: Standa rök til breytinga á nálgun íslenskra dómstóla?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um vernd eignarréttar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrst verður fjallað um samanburð á efnislegri vernd ákvæðanna en að því loknu verður litið til nýlegrar þróunar á vettvangi Mannréttindadómstólsins sem felst í aukinni áherslu á gæði málsmeðferðar. Með hliðsjón af þeirri þróun verður því velt upp hvort rök standi til breytinga á nálgun íslenskra dómstóla við úrlausn um stjórnskipulegt gildi eignarskerðinga.

Að loknu erindi Guðrúnar Sólveigar verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Leiðbeinandi: Víðir Smári Petersen, dósent.

Prófdómari: Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómari.

 

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, meistaranemi í lögfræði. 

Opin vörn meistararitgerðar í lögfræði