Skip to main content
18. apríl 2023

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stríð í Evrópu, málefni flóttafólks og mannréttindi, lýðræði og hlutverk Evrópuráðsins er meðal þess sem verður til umræðu á hinni árlegu ráðstefnu Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? Að ráðstefnunni standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið og Norræna húsið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Ráðstefnan fer fram í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar miðvikudaginn 19. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00 og er öllum opin.

Skráning fer fram hér! en ráðstefnan fer jafnframt fram í streymi.

Í ár eins og síðastliðin ár er boðið til samtals þar sem alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu í dag eru krufin til mergar. Þátttakendur koma úr hópi innlendra og erlendra sérfræðinga á sviði alþjóðasamskipta, varnar- og utanríksimála, friðarmála og málefna flóttafólks auk fréttamanna og þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. 

Ráðstefnan fer fram á íslensku en túlkun á ensku verður í boði á staðnum.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast vefsíðu Alþjóðamálastofnunar

""