Stök námskeið - Erasmus+ Nemendur sækja sjálfir um námskeið við samstarfsskóla. Ef gestaskóli gerir kröfu um tilnefningu svo hægt sé að fella niður skólagjöld (við gestaskólann) þá má hafa samband við Alþjóðasvið og kanna hvort hægt sé að veita tilnefningu. Umsóknarfrestir um Erasmus+ styrki fyrir stökum námskeiðum eru tvisvar á ári: 15. apríl - fyrir stök námskeið í júní-desember 15. nóvember - fyrir stök námskeið í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á shortmobility@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. SÆKJA UM Fylgigögn Eftirfarandi fylgigögn þarf að hengja við umsóknina. Námsferilsyfirlit - Staðfest námsferilsyfirlit með röðun (á ensku) - fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi. Samþykktarbréf - Eftir að nemandi hefur sótt um námskeið við samstarfsskóla ætti nemandanum að berast svarbréf frá gestaskólanum. Umsókn um styrk telst ekki gild nema samþykktarbréf frá gestaskóla fylgi umsókninni. Í þeim undantekningartilvikum sem að gestaskólinn fer fram á tilnefningu frá HÍ þá má leggja inn umsókn án samþykktarbréfs. Umsókn um styrk verður þó ekki samþykkt fyrr en samþykktarbréf frá gestaskólanum berst Alþjóðasviði. Stök námskeið - Aurora Nemendur sækja um Aurora námskeið beint til gestaskólans sem um ræðir*. Nemendur sem hafa verið samþykktir til þátttöku í námskeiði eða viðburði á vegum Aurora-samstarfsins sem felur í sér styttri dvöl erlendis, að hámarki 30 dagar, eiga þess kost að sækja um styrk. Styrkveiting er háð því að styrkir séu í boði hverju sinni og að styrkumsókn nemanda verði samþykkt af Alþjóðasviði. *Í einstaka tilfellum gerir gestaskólinn kröfu um að Háskóli Íslands tilnefni nemendur og í þeim tilfellum leggja nemendur inn umsókn hjá Alþjóðasviði áður en þau sækja um við gestaskólann. Umsóknarfrestir um styrki fyrir Aurora námskeiðum eru tvisvar á ári: 15. apríl fyrir námskeið í júní-desember 15. nóvember fyrir námskeið í janúar-maí SÆKJA UM Fylgigögn Eftirfarandi fylgigögn þarf að hengja við umsóknina. Námsferilsyfirlit - Staðfest yfirlit yfir einkunnir með röðun (á ensku) - fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi. Nemendur sem ekki eru með neinar einkunnir á námsferlinum verða að skila yfirliti yfir þau námskeið sem þau eru skráð í. Samþykktarbréf - Eftir að nemandi hefur sótt um námskeið við Aurora-samstarfsskólann ætti nemandanum að berast svarbréf frá gestaskólanum. Umsókn um styrk telst ekki gild nema samþykktarbréf frá gestaskóla fylgi umsókninni. Í þeim undantekningartilvikum sem gestaskólinn fer fram á tilnefningu frá HÍ þá má leggja inn umsókn án samþykktarbréfs. Umsókn um styrk verður þó ekki samþykkt fyrr en samþykktarbréf frá gestaskólanum berst. Úrvinnsla umsókna Markmið Alþjóðasviðs er að gera sem flestum nemendum kleift að fara í námsdvöl erlendis en jafnframt að samstarfssamningar nýtist sem best. Alþjóðasvið áskilur sér rétt til að skipta styrkjum og plássum við gestaskóla milli nemenda og jafnframt að hafna umsóknum teljist nemandi ekki uppfylla kröfur Alþjóðasviðs eða viðkomandi skóla. Þurfi að velja á milli umsókna nemenda gilda eftirfarandi reglur: 1. Gildar umsóknir sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest hafa forgang. Umsókn telst ekki gild fyrr en öll fylgigögn hafa borist. 2. Umsækjendur sem hafa áður fengið styrk til þátttöku í stöku námskeiði á sama námsferli njóta ekki forgangs. Þessi regla á ekki við ef umsækjandi hefur hafið annan námsferil, t.d. í meistara- eða doktorsnámi. 3. Meistaranemar njóta forgangs umfram grunnnema nema ákvæði viðkomandi námskeiðs eða samstarfssamnings kveði á um annað. 4. Ef umsækjendur eru á sama námsstigi gildir eftirfarandi: - Ef munar minna en 30 ECTS á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun úrslitum. Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli nemenda í viðurvist votta. - Ef munar 30 ECTS eða meira á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun einungis úrslitum ef munur á meðaleinkunn milli nemenda er einn heill eða meira (t.d. annar með 6.5 og hinn með 8.0) og nýtur þá nemandinn með hærri meðaleinkunn forgangs. Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli nemenda í viðurvist votta. facebooklinkedintwitter