Skip to main content

Þroskaþjálfafræði

Þroskaþjálfafræði

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði

MA gráða – 120 einingar

Meistaranám í þroskaþjálfafræði veitir þeim sem lokið hafa BA-námi í þroskaþjálfafræði tækifæri til að dýpka þekkingu og auka færni á fjölbreytilegu fag- og fræðasviði og kynnast nýjum áherslum og leiðum í rannsóknum og þjónustu. Nemendur þjálfast í að greina viðfangsefni og takast á við álitamál og áskoranir á fræðilegum grunni og út frá félagslegum skilningi á fötlun og margbreytileika. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Inngildandi rannsóknaraðferðir (ÞRS104F)

Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og  rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

X

Mannréttindi í heimi margbreytileikans (ÞRS101F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um mannréttindi í víðu samhengi, með áherslu á margbreytileika mannlífsins og þróun inngildandi samfélaga. Fjallað verður um réttindagæsluhlutverk þroskaþjálfa og nemendur takast á við að greina kerfislæga mismunun jaðarhópa út frá ólíkum mismunabreytum. Fjallað verður um geðheilbrigði og áföll með áherslu á tengsl valds og mismununar. Líkanið „vald, ógn og merking“ verður kynnt sem greiningartæki sem unnið getur markvisst gegn innbyggðri kerfislægri mismunun jaðar- og viðkvæmra hópa. Þá verður staða mannréttinda í víðu samhengi rædd og hvernig hægt er að bregðast við gagnrýni á hugmyndina um jöfn grundvallarréttindi til handa öllu fólk í heimi þar sem umræða verður stöðugt skautaðri. Mannréttindahugtakið verður skoðað í sögulegu samhengi og farið yfir lykil mannréttindasamninga og innbyrðis tengingu þeirra. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða kynnt með áherslu á hvernig þau tengjast og eru samofin mannréttindum og mannréttindasamningum. Nemendur þjálfast jafnframt í verkefnavinnu við að beita mannréttindasjónarhorni við að greina stöðu ólíkra hópa, svo sem fatlaðs fólks, flóttafólks, kvenna og barna.

X

Þroskaþjálfar í menntakerfinu (ÞRS103F, ÞRS102F)

Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk þroskaþjálfa á ólíkum stigum og sviðum menntakerfis. Hugmyndafræðin um inngildandi menntun verður sett í samhengi við hugmyndir, lykilhugtök og faglegar áherslur  þroskaþjálfafræða. Sjónum er beint að  leiðtoga- og ráðgjafahlutverk þroskaþjálfa í íslensku menntakerfi, með áherslu á stuðning við virka og fulla þátttöku, teymisvinnu og þverfaglegt samstarf.

Fjallað verður um þróun og framkvæmd stoðþjónustu innan menntakerfis á Íslandi og stuðningshugtakið skoðað frá víðu sjónarhorni með því að líta til allra leiða og aðgerða sem auka hæfni menntastofna og samfélags til að mæta fjölbreytileikanum. Horft verður til þess hvernig hægt sé að virkja umhverfið til stuðnings og gera stuðninginn sjálfbæran.

X

Rannsóknir og siðfræði (MVS211F)

Viðfangsefni
Fjallað verður um siðfræði rannsókna með sérstakri áherslu á siðferðileg álitamál tengd rannsóknum í raunvísindum og félagsvísindum. Rætt verður um góða starfshætti og siðferðileg álitamál í rannsóknum. Áhersla verður á bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir.  Helstu starfandi siðanefndir í íslensku rannsóknarumhverfi verða kynntar.

X

Árangursríkur stuðningur og hagnýting matstækja (ÞRS206F, ÞRS207F)

Í þessu námskeiði er fjallað um árangursríkan stuðning við félags- og tilfinningafærni (e. social-emotional learning) nemenda á ýmsum aldri, bæði í hópum og á einstaklingsgrundvelli, með áherslu á hlutverk þroskaþjálfa, inngildandi samfélag og mannréttindi. Fjallað verður á gagnrýninn hátt um styrk- og veikleika ýmissa aðferða í stuðningi við félags- og tilfinningafærni, með hliðsjón af stöðu rannsókna á þessu sviði. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði matstækja, styrkleika og takmarkanir matstækja sem nýtt eru hérlendis, túlkun matsniðurstaðna og hagnýtingu þeirra í störfum þroskaþjálfa á vettvangi.

Nemendur sækja námskeiðið samhliða námskeiðinu ÞRS205F Vettvangsnám: tengsl fags og fræða. Áhersla á er að verkefni námskeiðsins séu vettvangstengd og hagnýt. Starfandi þroskaþjálfar sem eru skráðir í 30e viðbótardiplómu eða meistaranám í þroskaþjálfafræðum geta unnið verkefnin á eigin vinnustað.

X

Valdeflandi leiðir í þjónustu (ÞRS206F, ÞRS207F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru valdeflandi leiðir og aðferðir í þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir. Fjallað er um hugmyndafræði og hagnýtingu leiðanna með áherslu á persónumiðaða starfshætti, sjálfræði, notendasamráð og fulla þátttöku í samfélagi og eigin lífi.

Námskeiðið undirbýr nemendur undir það hlutverk að vera ráðgjafi og samstarfsaðili notenda í velferðarkerfinu. Í því samhengi er sjónum beint að gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana samkvæmt lögum nr. 38/2018 og hvernig hægt er að nýta valdeflandi samskiptaleiðir til að tryggja samráð við notanda um stuðningsþörf hans sem og markmið og útfærslu þjónustunnar.

Nemendur sækja námskeiðið samhliða námskeiðinu ÞRS205F Vettvangsnám: tengsl fags og fræða. Verkefni námskeiðsins eru vettvangstengd og unnin að hluta á vettvangstað í samráði við leiðbeinendur. 

X

Sjálfræði, velferð og vanræksla (ÞRS601M)

Eitt algengasta og vandasamasta siðferðilega viðfangsefnið í faglegu starfi með jaðarsettu fólki sem hefur þörf fyrir stuðning og þjónustu er að finna rétt jafnvægi milli sjálfræðis þess og velferðar. Of einhliða áhersla á velferð getur leitt af sér óréttmæta forræðishyggju og hamlað sjálfstæði og þroska einstaklingsins. Of rík eða ótímabær áhersla á sjálfræði einstaklingsins getur á hinn bóginn leitt til vanrækslu og orðið til þess að ýmsum grunnþörfum einstaklingsins sé ekki sinnt sem skyldi. Í námskeiðinu verður togstreitan milli skyldu þroskaþjálfans til að virða sjálfræði annars vegar og skyldunnar til að gæta að velferð þjónustunotenda tekin til sérstakrar skoðunar.  Meðal annars verður fjallað um þau megin sjónarmið, siðferðileg og lagaleg, sem liggja þessum skyldum til grundvallar, skoðað hvernig beita má ýmsum faglegum aðferðum til að brúa bilið á milli þeirra, og kannað hvernig fagfólk á vettvangi leitast við að taka mið af þeim og sætta þær í daglegum störfum sínum. Kennsla og verkefni í námskeiðinu mun að verulegu leyti byggjast á greiningu og umfjöllun um sögur og dæmi af faglegum vettvangi þar sem spurningar vakna um vægi og togstreitu sjálfræðis og velferðar í starfi fagfólks.

X

Lokaverkefni (ÞRS441L)

Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs. 

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. 

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Lokaverkefni (ÞRS441L)

Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs. 

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. 

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F, KME201F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (MVS011F, KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngildandi rannsóknaraðferðir (ÞRS104F)

Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og  rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

X

Mannréttindi í heimi margbreytileikans (ÞRS101F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um mannréttindi í víðu samhengi, með áherslu á margbreytileika mannlífsins og þróun inngildandi samfélaga. Fjallað verður um réttindagæsluhlutverk þroskaþjálfa og nemendur takast á við að greina kerfislæga mismunun jaðarhópa út frá ólíkum mismunabreytum. Fjallað verður um geðheilbrigði og áföll með áherslu á tengsl valds og mismununar. Líkanið „vald, ógn og merking“ verður kynnt sem greiningartæki sem unnið getur markvisst gegn innbyggðri kerfislægri mismunun jaðar- og viðkvæmra hópa. Þá verður staða mannréttinda í víðu samhengi rædd og hvernig hægt er að bregðast við gagnrýni á hugmyndina um jöfn grundvallarréttindi til handa öllu fólk í heimi þar sem umræða verður stöðugt skautaðri. Mannréttindahugtakið verður skoðað í sögulegu samhengi og farið yfir lykil mannréttindasamninga og innbyrðis tengingu þeirra. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða kynnt með áherslu á hvernig þau tengjast og eru samofin mannréttindum og mannréttindasamningum. Nemendur þjálfast jafnframt í verkefnavinnu við að beita mannréttindasjónarhorni við að greina stöðu ólíkra hópa, svo sem fatlaðs fólks, flóttafólks, kvenna og barna.

X

Þroskaþjálfar í menntakerfinu (ÞRS103F, ÞRS102F)

Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk þroskaþjálfa á ólíkum stigum og sviðum menntakerfis. Hugmyndafræðin um inngildandi menntun verður sett í samhengi við hugmyndir, lykilhugtök og faglegar áherslur  þroskaþjálfafræða. Sjónum er beint að  leiðtoga- og ráðgjafahlutverk þroskaþjálfa í íslensku menntakerfi, með áherslu á stuðning við virka og fulla þátttöku, teymisvinnu og þverfaglegt samstarf.

Fjallað verður um þróun og framkvæmd stoðþjónustu innan menntakerfis á Íslandi og stuðningshugtakið skoðað frá víðu sjónarhorni með því að líta til allra leiða og aðgerða sem auka hæfni menntastofna og samfélags til að mæta fjölbreytileikanum. Horft verður til þess hvernig hægt sé að virkja umhverfið til stuðnings og gera stuðninginn sjálfbæran.

X

Árangursríkur stuðningur og hagnýting matstækja (ÞRS206F, ÞRS207F)

Í þessu námskeiði er fjallað um árangursríkan stuðning við félags- og tilfinningafærni (e. social-emotional learning) nemenda á ýmsum aldri, bæði í hópum og á einstaklingsgrundvelli, með áherslu á hlutverk þroskaþjálfa, inngildandi samfélag og mannréttindi. Fjallað verður á gagnrýninn hátt um styrk- og veikleika ýmissa aðferða í stuðningi við félags- og tilfinningafærni, með hliðsjón af stöðu rannsókna á þessu sviði. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði matstækja, styrkleika og takmarkanir matstækja sem nýtt eru hérlendis, túlkun matsniðurstaðna og hagnýtingu þeirra í störfum þroskaþjálfa á vettvangi.

Nemendur sækja námskeiðið samhliða námskeiðinu ÞRS205F Vettvangsnám: tengsl fags og fræða. Áhersla á er að verkefni námskeiðsins séu vettvangstengd og hagnýt. Starfandi þroskaþjálfar sem eru skráðir í 30e viðbótardiplómu eða meistaranám í þroskaþjálfafræðum geta unnið verkefnin á eigin vinnustað.

X

Valdeflandi leiðir í þjónustu (ÞRS206F, ÞRS207F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru valdeflandi leiðir og aðferðir í þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir. Fjallað er um hugmyndafræði og hagnýtingu leiðanna með áherslu á persónumiðaða starfshætti, sjálfræði, notendasamráð og fulla þátttöku í samfélagi og eigin lífi.

Námskeiðið undirbýr nemendur undir það hlutverk að vera ráðgjafi og samstarfsaðili notenda í velferðarkerfinu. Í því samhengi er sjónum beint að gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana samkvæmt lögum nr. 38/2018 og hvernig hægt er að nýta valdeflandi samskiptaleiðir til að tryggja samráð við notanda um stuðningsþörf hans sem og markmið og útfærslu þjónustunnar.

Nemendur sækja námskeiðið samhliða námskeiðinu ÞRS205F Vettvangsnám: tengsl fags og fræða. Verkefni námskeiðsins eru vettvangstengd og unnin að hluta á vettvangstað í samráði við leiðbeinendur. 

X

Lokaverkefni (ÞRS441L)

Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs. 

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. 

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.

X

Fagþróun, fræði og sjálfsrýni I (ÞRS301F)

Markmið námskeiðsins er skapa vettvang fyrir nemendur í starfstengdu meistaranámi til að rýna í eigið starf og tengja við fræðileg vinnubrögð og þróunarverkefni, og stuðla þannig að nýsköpun. Sérstök áhersla verður á fræðsluhlutverk þroskaþjálfa og í því samhengi verður réttindagæslu-, leiðsagnar- og ráðgjafarþætti þroskaþjálfastarfsins sérstakur gaumur gefinn. Nemendur fá tækifæri til að þróa fagvitund sína og eigið framlag til að efla starfsvettvang þroskaþjálfa. Nemendur vinna margvísleg þróunarverkefni með það að markmiði að dýpka skilning á fjölbreyttum starfsvettvangi þroskaþjálfa og því sem er efst á baugi hverju sinni.

X

Lokaverkefni (ÞRS441L)

Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs. 

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. 

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.

X

Fagþróun, fræði og sjálfsrýni II (ÞRS402F)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið af Fræði, sjálfsrýni og fagþróun I. Markmið námskeiðsins er halda áfram að skapa vettvang fyrir nemendur í starfstengdu meistaranámi til að fjalla um og þróa meistaraverkefni sín. Auk þess að nemendur þjálfi sig í að rýna í eigið starf og  tengja við fræðileg vinnubrögð og rannsóknir. Sérstök áhersla á að rýna í og meta siðferðileg álitamál sem komið hafa upp í þróunarverkefnum. Skoða hverjir kostir og gallar þróunarverkefnisins eru og hvernig hægt sé að þróa verkefnið áfram.

X

Fjölskyldumiðaður snemmtækur stuðningur (ÞRS515M)

Á námskeiðinu er fjallað um fræðilegan bakgrunn og kjarnahugtök fjölskyldumiðaðs snemmtæks stuðnings (family-centred services, family-centred early intervention). Áherslan er á fjölskyldur ungra fatlaðra barna en innihald námskeiðsins á þó við um fleiri sem þarfnast sértæks stuðnings. Heildræn sýn á börn og fjölskyldur er útgangspunktur hugmyndafræðinnar með þverfaglega samvinnu og miðlun þekkingar, sameiginlegan skilning á lykilhugtökum, þróun sameiginlegra markmiða og farsæld fjölskyldna að leiðarljósi.  Í því skyni er áhersla lögð á þverfaglega teymisvinnu og hvernig samtvinna megi sérfræðiþekkingu, (sér)kennslu og þjálfun við nám og daglegar athafnir í leikskólum og annarsstaðar í nærumhverfi barna með inngildingu og fullgildi (fatlaðra)barna að leiðarljósi.

X

Starfstengd leiðsögn og handleiðsla (ÞRS004M)

Námskeiðið skiptist í þrjá meginefnisþætti. Í fyrsta lagi umfjöllun um starfstengda leiðsögn í vettvangsnámi og við nýliða í starfi. Í öðru lagi umfjöllun um lykilþætti sem nýtast nemendum og fagfólki við að njóta leiðsagnar og handleiðslu við eigin fagþróun. Í þriðja lagi er fjallað um eðli og framkvæmd handleiðslu og þau líkön sem þar er gagnlegt að þekkja.   

Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á gildi þess að nýta og njóta lærdómssamfélags og stuðnings við eigin fagþróun undir leiðsögn á námsárum og sérhæfðri faghandleiðslu á öllum stigum starfsferils. Einnig öðlist nemendur dýpri skilning á tengslum streitu, starfsþreytu og starfsþrots og verndandi hlutverki starfstengdrar leiðsagnar og handleiðslu þar að lútandi. Á námskeiðinu fá nemendur í hendur verkfæri til aukinnar sjálfsþekkingar, verndar og viðbragðsfærni í starfi.  

X

Algild hönnun (ÞRS002M)

Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Hugmyndafræði algildrar hönnunar verður rædd út frá sjónarhornum jafnréttis, fötlunarfræða og hönnunar. Skoðuð verða tengsl við aðstæðubundið sjálfræði, inngildandi menntun og heilsu. Sjónum verður beint að ólíkum leiðum til að ná markmiðum algildrar hönnunar og það skoðað í samhengi við hugtökin viðeigandi aðlögun og viðeigandi stuðningur.

Nemendur kynnast útfærslum og lausnum í anda algildrar hönnunar á ólíkum sviðum og fá tækifæri til að hanna umhverfi og móta algildar leiðir til þátttöku á völdu sviði.

Námskeiðið er skipulagt út frá hugmyndum algildrar hönnunar í námi. Lagt er upp með að nemendur öðlist þannig hagnýta þekkingu og færni í því að skipuleggja námsumhverfi, kennslu, fræðslu og upplýsingamiðlun á algildan hátt ásamt reynslu af því að læra í slíku námsumhverfi. 

X

Innbyrðing kúgunar (ÞRS003M)

Kúgun minnihlutahópa er málefni sem félagsvísindi hafa skoðað töluvert síðustu áratugina en styttra er síðan farið var að rannsaka sálfræðileg áhrif kúgunar sem birtist oft í innbyrðingu kúgunarinnar. Í þessu námskeiði verða nemendum kynntar gagnrýnar kenningar sprottnar upp úr síð-nýlendu sálfræði. Farið verður bæði í það hvernig kúgun er innbyrt en einnig verður varpað ljósi á innbyrðingu kúgunar ákveðinna hópa, t.d. fatlaðra, innflytjenda og hinsegin fólks. Þekking samfélagsins á sálrænum áhrifum innbyrðingar þessara hópa er mikilvæg og þegar fagfólk starfar á vettvangi er þýðingarmikið bregðast rétt við birtingarmyndum innbyrðingar og reyna að draga úr neikvæðum áhrifum hennar eins og hægt er. 

X

Bjargráð og stuðningur (ÞRS006M)

Í þessu námskeiði er fjallað um undirstöðuatriði áfallamiðaðrar nálgunar, með sérstakri áherslu á fatlað fólk og aðra jaðarsetta notendahópa. Nemendur læra að þekkja algengi áfalla og áhrif áfalla og ólíkra tegunda valdaójafnvægis á líf, hegðun og bjargráð einstaklinga. Jafnframt hvernig hægt er að byggja upp valdeflandi og persónumiðaðan stuðning sem miðar að því að draga úr neikvæðum afleiðingum áfalla og koma í veg fyrir endur-upplifanir á áföllum. Sérstök áhersla er lögð á aðferðir sem styðja við tilfinningastjórn, samskipti og seiglu í lífi og starfi.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Inngangur að foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf (FFU101M, FFU301F, FFU201F)

Viðfangsefni
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist helstu kenningum og rannsóknum um uppeldi barna og undirbúi sig undir að geta frætt foreldra um þær aðferðir sem best hafa reynst. Fjallað verður um efnið á breiðum grunni, þannig að nemar fái sem víðasta sýn á uppeldishlutverkið og aðferðir til að sinna því sem best.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðbundið. Kennsla fer fram í samræðum og gagnvirkum fyrirlestrum. Námið er auk þess byggt upp á lestri, hópvinnu, kynningum og skriflegum verkefnum.

Fyrirkomulag kennslu miðar við að nemendur geti stundað námið óháð búsetu. Þá er fjarfundabúnaður notaður í rauntíma fyrir nemendur sem búsettir eru fjarri höfuðborgarsvæðinu.

X

Foreldrafræðsla: Stuðningur við foreldra í uppeldishlutverkinu (FFU101M, FFU301F, FFU201F)

Fjallað verður um tilgang þess að styðja við hæfni foreldra og um hugtök, rannsóknir og kenningar um nám og þroska fullorðinna/foreldra. Þýðing þessara kenninga fyrir foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf verður skoðuð í gagnrýnu ljósi og greindir þættir sem hafa áhrif á samskipti foreldra og barna. Stuðlað verður að fagmennsku hvers og eins með áherslu á að kanna þá þekkingu og hæfni sem mikilvægt er að þeir sem sinna foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf búi yfir.

X

Samskipti foreldra og barna (FFU101M, FFU301F, FFU201F)

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar um samskipti foreldra og barna. Skoðuð verður þýðing þessara kenninga fyrir samband og samskipti foreldra og barna og þroska þeirra. Umfjöllunin á að geta nýst í faglegri vinnu með foreldrum.

X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.