Skip to main content

Menntunarfræði leikskóla, MT

Menntunarfræði leikskóla, MT

Menntavísindasvið

Menntunarfræði leikskóla

MT – 120 einingar

Meistaranám fyrir þau sem vilja starfa í leikskóla og hafa lokið grunnnámi (BA/BS) á námssviðum leikskólans samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, eða á sviði uppeldis eða menntunar, með fyrstu einkunn.

MT nám felur í sér að nemandi tekur námskeið í stað rannsóknarritgerðar.

Skipulag náms

X

Leikur og hlutverk leikskólakennara (LSS101F)

Í námskeiðinu er fjallað um ólíkar kenningar um leik og áhrif þeirra á sýn á börn og leikskólastarf. Rýnt verður í ólíkar birtingarmyndir leiks og náms, annars vegar út frá sjónarhorni barna og hins vegar sjónarhorni fullorðinna. Áhersla er lögð á rannsóknir um samskipti barna og leik. Fjallað verður um hlutverk leikskólakennara og námskrár í tengslum við leik. Kynntar verðar athugunar- og skráningarleiðir sem nýttar eru í þeim tilgangi að meta og gera nám barna í leik sýnilegt. Auk þess verður skoðað hvernig námsumhverfi leikskólans hefur áhrif á þátttöku barna í leik.

Hluti námskeiðsins er tveggja vikna vettvangsnám (4Ve) sem fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs (ekki á eigin vinnustað). Í vettvangsnámi taka nemendur þátt í daglegum viðfangsefnum leikskóla, samhliða verkefnum námskeiða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir
Menntunarfræði leikskóla MT

Að hafa hlustað á hjartað mitt og skráð mig í MT nám í Menntunarfræði leikskóla breytti lífi mínu. Í náminu hef ég öðlast dýpri þekkingu á starfi mínu, þörfum barna, leik þeirra og þroska. Í tímum og í spjalli við samnemendur skapast mikilvæg umræða um börn, námsleið þeirra, hlutverk okkar kennara og framtíðarsýn. Ég er alls ekki sami kennari og ég var fyrir nám og finn að tengingin sem ég mynda við börnin er nú nánari og skilningurinn mun meiri. Ég dýrka þetta nám og mæti kát í hvern tíma og fyrir mér eru það forréttindi að fá að nema við deildina. Kennararnir sem hafa leiðbeint mér í gegnum króka og kima yngri barna kennslu eru þvílíkar kanónur og flottar fyrirmyndir. Ég get ekki mælt nóg með þessu námi. Það einfaldlega breytti lífi mínu og starfi til hins betra.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.