Skip to main content

Markaðsfræði

Markaðsfræði

Félagsvísindasvið

Markaðsfræði

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í markaðsfræði er lögð áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviðinu og færni í að beita henni í raunverulegum aðstæðum.

Gert er ráð fyrir að nemendur öðlist góðan skilning og tileinki sér færni, bæði við rannsóknir og hagnýtingu á fræðunum á sviði markaðsfræði.

Skipulag náms

X

Lykilþættir markaðsfræðinnar (VIÐ0ALF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem uppfylla ekki forkröfur í MS í markaðsfræði um að hafa lokið að minnsta kosti 12 ECTS einingum í markaðsfræði í grunnnámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á markaðsfræði. Í því felst meðal annars að skilja kjarnahugtök markaðsfræðinnar, öðlast þekkingu á markaðshugsun og fá innsýn í hvað felst í faglegu markaðsstarfi.

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Katla Hrund Karlsdóttir
Katla Hrund Karlsdóttir
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

Ég kláraði BS gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2016. Mig langaði að nota þann grunn sem ég hafði í bland við markaðsfræði og fannst því tilvalið að taka meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Háskóli Íslands varð aftur fyrir valinu, vegna þess að einstaklingar í mínu nærumhverfi voru flestir í þeim skóla og ég hafði góða reynslu af honum. Mér fannst mikill kostur við námið að fá reglulegar heimsóknir frá stjórnendum fyrirtækja og fá innsýn í hvernig hægt væri að nýta fræðin í ólíku vinnuumhverfi. Í náminu fékk ég góðan fræðilegan grunn sem nýtist vel í starfi mínu sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofu. Starfið er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna stefnumótun, markaðsráðgjöf og útfærslu á heildrænum, samhæfðum markaðsherferðum. Eftir námið er ég öruggari og betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt krefjandi verkefni, halda fyrirlestra og margt fleira.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.