Íslensk málfræði


Íslensk málfræði
MA – 120 einingar
Markmið meistaranáms í íslenskri málfræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám
Skipulag náms
- Haust
- Forritun í máltækniV
- Færeyska og íslenskaV
- Hvað er í gangi í íslenskri máltækni?V
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræðiV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Vélþýðingar IIV
- Íslensk miðaldahandritV
- Samtímaleg norræn samanburðarsetningafræðiV
- Málfar EddukvæðaV
- OrðsifjafræðiV
- Vélþýðingar IV
Forritun í máltækni (MLT701F)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar. Námskeiðið er samkennt með ÍSL333G Forritun fyrir hugvísindafólk á BA-stigi og allir nemendur sitja sömu fyrirlestrana en MA-nemar fá lengri verkefni en BA-nemar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Nemendur kynnast þar fyrir utan nokkrum málvinnslutólum sem hægt er að beita við textavinnslu.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? (MLT501F)
Markmiðið með námskeiðinu er að skapa vettvang þar sem meistaranemar geta fengið yfirlit á stöðunni í íslenskri máltækni eins og hún er hverju sinni og unnið verkefni í samhengi nýjustu áskorana í íslenskri máltækni. Námskeiðið er skipulagt sem málstofa með vikulegum fyrirlestrum á vegum Máltækniseturs sem opnir eru öllum. Fyrir hvern fyrirlestur hittast nemendur sem skráðir eru í námskeiðið og ræða lesefni vikunnar með umsjónarkennara. Fyrirlesarar munu koma úr rannsóknarstofnunum sem eiga aðild að Máltæknisetri (HÍ, HR og Árnastofnun) en fulltrúum úr atvinnulífinu verður einnig boðið að halda erindi.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSM008F)
Saga beygingarkerfisins verður rakin frá frumgermönsku til íslensks nútímamáls og nokkrum athyglisverðum vandamálum veitt sérstök athygli, m.a. fjallað um nýleg skrif málfræðinga um beygingarsöguleg efni. Textasýnishorn verða athuguð og kannað gildi þeirra sem heimilda um þróun beygingarkerfisins. Fjallað verður um þróun íslenskrar orðmyndunar og ólíkar tegundir samsettra orða.
Vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Gert er ráð fyrir að nemendur flytji framsöguerindi um textasýnishorn og/eða beygingarfræðileg efni.
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Vélþýðingar II (MLT608F)
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir meistaranema í máltækni og þýðingarfræði en er einnig opið meistaranemum úr öðrum greinum. Hægt er að taka námskeiðið til 5 eða 10 ECTS eininga, þar sem Vélþýðingar I (5 ECTS) eru kenndar fyrir verkefnaviku og Vélþýðingar II (5 ECTS) eftir kennsluhlé. Vélþýðingar II krefst þess að nemendur taki líka Vélþýðingar I þar sem námskeiðið er framhald á því og hafi tekið Forritun í máltækni eða sambærilegt námskeið.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Samtímaleg norræn samanburðarsetningafræði (ÍSM205F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er að veita yfirlit um setningagerð norrænna mála frá samtímalegu og málkunnáttulegu sjónarhorni. Áhersla verður lögð á samanburð norrænu eyjamálanna (íslensku og færeysku) annars vegar og skandinavísku meginlandsmálanna (dönsku, norsku og sænsku) hins vegar en einnig verður litið til minna þekktra málafbrigða á borð við elfdælsku (Älvalsmålet) í Svíþjóð en hún varðveitir ýmis fornleg norræn máleinkenni. Fjallað verður um nýlegar rannsóknir á tilbrigðum í norrænni setningagerð og nemendum veitt þjálfun í aðferðafræði mállýskurannsókna af því tagi, einkum hönnun og notkun spurningalista.
Málfar Eddukvæða (ÍSM025F)
Farið verður yfir nokkur eddukvæði og málfar þeirra athugað. Einkum verður þeim þáttum gefinn gaumur sem varpa ljósi á aldur einstakra kvæða (beygingarfræði, setningafræði, orðfræði, bragfræði). Í því samhengi verður vitnisburður eddukvæða borinn saman við vitnisburð annarra málheimilda. Rætt verður um ýmsar aðferðir sem beitt er við aldurgreiningu eddukvæða.
Orðsifjafræði (ÍSM007F)
Viðfangsefni orðsifjafræði verða kynnt og vinnureglur í orðsifjarannsóknum. Þá verða ýmsar gerðir orðsifjabóka bornar saman og fjallað um nokkur ritverk íslenskra málfræðinga um orðsifjafræðileg efni. Dæmi úr íslenskum orðabókum verða tekin og krufin, fjallað um sögu einstakra orða og upplýsingar sem orðsifjabækur veita um þau.
Kennsluhættir/vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða nokkur skrifleg heimaverkefni lögð fyrir og nemendur flytja eitt framsöguerindi hver.
Vélþýðingar I (MLT607F)
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir meistaranema í máltækni og þýðingarfræði en er einnig opið meistaranemum úr öðrum greinum. Hægt er að taka námskeiðið til 5 eða 10 ECTS eininga, þar sem Vélþýðingar I (5 ECTS) eru kenndar fyrir verkefnaviku og Vélþýðingar II (5 ECTS) eftir kennsluhlé. Vélþýðingar I krefst ekki forritunarþekkingar þar sem markmiðið er að leiða saman máltæknifólk og fólk sem fæst við hefðbundnar þýðingar.
- Haust
- Meistararitgerð í íslenskri málfræði
- Forritun í máltækniV
- Færeyska og íslenskaV
- Hvað er í gangi í íslenskri máltækni?V
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræðiV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Meistararitgerð í íslenskri málfræði
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Vélþýðingar IIV
- Íslensk miðaldahandritV
- Samtímaleg norræn samanburðarsetningafræðiV
- Málfar EddukvæðaV
- OrðsifjafræðiV
- Vélþýðingar IV
Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Forritun í máltækni (MLT701F)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar. Námskeiðið er samkennt með ÍSL333G Forritun fyrir hugvísindafólk á BA-stigi og allir nemendur sitja sömu fyrirlestrana en MA-nemar fá lengri verkefni en BA-nemar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Nemendur kynnast þar fyrir utan nokkrum málvinnslutólum sem hægt er að beita við textavinnslu.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? (MLT501F)
Markmiðið með námskeiðinu er að skapa vettvang þar sem meistaranemar geta fengið yfirlit á stöðunni í íslenskri máltækni eins og hún er hverju sinni og unnið verkefni í samhengi nýjustu áskorana í íslenskri máltækni. Námskeiðið er skipulagt sem málstofa með vikulegum fyrirlestrum á vegum Máltækniseturs sem opnir eru öllum. Fyrir hvern fyrirlestur hittast nemendur sem skráðir eru í námskeiðið og ræða lesefni vikunnar með umsjónarkennara. Fyrirlesarar munu koma úr rannsóknarstofnunum sem eiga aðild að Máltæknisetri (HÍ, HR og Árnastofnun) en fulltrúum úr atvinnulífinu verður einnig boðið að halda erindi.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSM008F)
Saga beygingarkerfisins verður rakin frá frumgermönsku til íslensks nútímamáls og nokkrum athyglisverðum vandamálum veitt sérstök athygli, m.a. fjallað um nýleg skrif málfræðinga um beygingarsöguleg efni. Textasýnishorn verða athuguð og kannað gildi þeirra sem heimilda um þróun beygingarkerfisins. Fjallað verður um þróun íslenskrar orðmyndunar og ólíkar tegundir samsettra orða.
Vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Gert er ráð fyrir að nemendur flytji framsöguerindi um textasýnishorn og/eða beygingarfræðileg efni.
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Vélþýðingar II (MLT608F)
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir meistaranema í máltækni og þýðingarfræði en er einnig opið meistaranemum úr öðrum greinum. Hægt er að taka námskeiðið til 5 eða 10 ECTS eininga, þar sem Vélþýðingar I (5 ECTS) eru kenndar fyrir verkefnaviku og Vélþýðingar II (5 ECTS) eftir kennsluhlé. Vélþýðingar II krefst þess að nemendur taki líka Vélþýðingar I þar sem námskeiðið er framhald á því og hafi tekið Forritun í máltækni eða sambærilegt námskeið.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Samtímaleg norræn samanburðarsetningafræði (ÍSM205F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er að veita yfirlit um setningagerð norrænna mála frá samtímalegu og málkunnáttulegu sjónarhorni. Áhersla verður lögð á samanburð norrænu eyjamálanna (íslensku og færeysku) annars vegar og skandinavísku meginlandsmálanna (dönsku, norsku og sænsku) hins vegar en einnig verður litið til minna þekktra málafbrigða á borð við elfdælsku (Älvalsmålet) í Svíþjóð en hún varðveitir ýmis fornleg norræn máleinkenni. Fjallað verður um nýlegar rannsóknir á tilbrigðum í norrænni setningagerð og nemendum veitt þjálfun í aðferðafræði mállýskurannsókna af því tagi, einkum hönnun og notkun spurningalista.
Málfar Eddukvæða (ÍSM025F)
Farið verður yfir nokkur eddukvæði og málfar þeirra athugað. Einkum verður þeim þáttum gefinn gaumur sem varpa ljósi á aldur einstakra kvæða (beygingarfræði, setningafræði, orðfræði, bragfræði). Í því samhengi verður vitnisburður eddukvæða borinn saman við vitnisburð annarra málheimilda. Rætt verður um ýmsar aðferðir sem beitt er við aldurgreiningu eddukvæða.
Orðsifjafræði (ÍSM007F)
Viðfangsefni orðsifjafræði verða kynnt og vinnureglur í orðsifjarannsóknum. Þá verða ýmsar gerðir orðsifjabóka bornar saman og fjallað um nokkur ritverk íslenskra málfræðinga um orðsifjafræðileg efni. Dæmi úr íslenskum orðabókum verða tekin og krufin, fjallað um sögu einstakra orða og upplýsingar sem orðsifjabækur veita um þau.
Kennsluhættir/vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða nokkur skrifleg heimaverkefni lögð fyrir og nemendur flytja eitt framsöguerindi hver.
Vélþýðingar I (MLT607F)
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir meistaranema í máltækni og þýðingarfræði en er einnig opið meistaranemum úr öðrum greinum. Hægt er að taka námskeiðið til 5 eða 10 ECTS eininga, þar sem Vélþýðingar I (5 ECTS) eru kenndar fyrir verkefnaviku og Vélþýðingar II (5 ECTS) eftir kennsluhlé. Vélþýðingar I krefst ekki forritunarþekkingar þar sem markmiðið er að leiða saman máltæknifólk og fólk sem fæst við hefðbundnar þýðingar.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.