Hagnýt skjalfræði - Örnám


Hagnýt skjalfræði
Örnám – 30 einingar
Örnám í hagnýtri skjalfræði er hagnýtt 30 eininga nám fyrir þau sem lokið hafa bakkalárprófi óháð námsleið. Námið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki. Fjarnám.
Skipulag náms
- Haust
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð
- Skjalalestur 1550-1850B
- Hagnýtt verkefni í skjalfræðiB
- Vor
- Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum
- Rafræn skjalavarslaB
- Hagnýtt verkefni í skjalfræðiB
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Hagnýtt verkefni í skjalfræði (SAG104F)
Námskeiðið er æfing í sjálfstæðum vinnubrögðum við þann þátt skjalavörslu og skjalastjórnar sem nemandi velur sér. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara. Verkefnið á að vera hagnýtt og getur til dæmis falið í sér skráningu og frágang á opinberu skjalasafni eða einkasjalasafni ásamt greinargerð, hvers konar vinna við skjalasafn stofnunar eða hjá einkaaðila með greinargerð um þá vinnu t.d. gerð málalykils, skjalavistunaráætlunar eða við tilkynningu á rafrænu gagnasafni.
Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)
Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Rafræn skjalavarsla (SAG207F)
Nemendur munu fá innsýn inn í rafræna skjalavörslu og kynnast hvaða reglur gilda um rafræna skjalavörslu. Farið verður yfir feril frá myndun rafræns skjals og þar til það endar í varanlegri varðveislu á opinberu skjalasafni. Þá öðlast nemendur skilning á uppbyggingu rafrænna kerfa, samband málaskrár og málasafns, mikilvægi skjalavistunaráætlunar og málalykils í því samhengi. Þá verður farið yfir hvaða kröfur eru gerðar til skráningar og vistunar í skjalavörslukerfum og skoðuð kerfi sem notuð eru. Farið verður yfir nauðsynleg lýsigögn og hvað hugað þarf að við tilkynningu rafrænna kerfa til opinbers skjalasafns. Fjallað verður um ýmis gagnasöfn og skoðað hvernig aðgengi verður að rafrænum skjölum í framtíðinni
Hagnýtt verkefni í skjalfræði (SAG104F)
Námskeiðið er æfing í sjálfstæðum vinnubrögðum við þann þátt skjalavörslu og skjalastjórnar sem nemandi velur sér. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara. Verkefnið á að vera hagnýtt og getur til dæmis falið í sér skráningu og frágang á opinberu skjalasafni eða einkasjalasafni ásamt greinargerð, hvers konar vinna við skjalasafn stofnunar eða hjá einkaaðila með greinargerð um þá vinnu t.d. gerð málalykils, skjalavistunaráætlunar eða við tilkynningu á rafrænu gagnasafni.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.