Miðaldafræði
Miðaldafræði
MA gráða – 120 einingar
Miðaldafræði er þverfræðileg grein þar sem teknir eru til rannsóknar valdir þættir úr sögu, menningu, trúarbrögðum, bókmenntum, listum og heimspeki Evrópu á tímabilinu 500 til 1500.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í hugvísindum
- Matargerð til fornaV
- Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildumV
- Bókmenntir og galdurV
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Fræði og ritunV
- Arabíska IV
- VíkingaöldinV
- Norðurheimur á miðöldumV
- Vor
- Verkefni í miðaldafræðum
- New Critical Approaches
- MiðaldalatínaB
- Íslensk miðaldahandritB
- Siðfræði vísinda og rannsóknaV
- Egils saga SkallagrímssonarV
- Íslensk miðaldahandritV
- VíkingaaldarfornleifafræðiV
- MiðaldafornleifafræðiV
- Norræn trúV
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Matargerð til forna (FOR303M)
Í þessu námskeiði er rýnt í matvæli og matarhefðir (e. foodways) fornra samfélaga víðs vegar um heiminn og hvernig mataræði þeirra getur mótað skilning okkar á þeim. Meðal viðfangsefna námskeiðsins er upphaf akuryrkju og húsdýrahalds, hjátrú og helgisiðir í kringum mat, séð frá sjónarhorni fornleifafræði, sagnfræði og etnógrafíu.
Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildum (ÍSB101F)
Hér verður fjallað um helstu heimildir um heiðinn sið og önnur trúarbrögð en kristni, þar á meðal Snorra-Eddu, eddukvæði, dróttkvæði, fornaldarsögur og Íslendingasögur. Sjónum verður beint að Ásum, álfum, jötnum, dýrum, plöntum og fengist verður við eðli goðsagna, helgisiði og hvers konar yfirnáttúru. Mikil áhersla verður á sjálfstæð vinnubrögð og verkefnavinnu
nemenda.
Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)
Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F, ABF725F)
Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?
Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.
Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).
Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.
Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F, ABF725F)
Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Verkefni í miðaldafræðum (MIÐ201F)
Einstaklingsverkefni á rannsóknarsviði nemandans unnið í samráði við umsjónarmann eða leiðbeinanda. Nemandinn aflar sér þekkingar á nýlegum rannsóknum á fræðasviði sínu og skilar rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 3000 orð).
New Critical Approaches (MIS201F)
Vikulangt ákafanámskeið í miðaldafræðum haldið ár hvert um miðjan maí (venjulega einhvern tíma á bilinu 10.-30. maí). Kennari er jafnan erlendur gestakennari og viðfangsefnið breytilegt frá ári til árs.
Miðaldalatína (KLM203G)
Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Fjallað verður um upphaf skriftar á Íslandi og þróun hennar fram á 19. öld og lögð áhersla á gildi handrita fyrir málsögurannsóknir. Einnig verður fjallað um bókagerð, áhöld til skriftar og varðveislu handrita. Hverjir áttu handritin? Hvað var skrifað og til hvers? Stúdentar lesa valin sýnishorn úr handritum frá 12. öld fram á 19. öld með það að markmiði að þeir verði læsir á helstu tegundir skriftar sem notaðar hafa verið á Íslandi og geri sér grein fyrir þróun skriftar og stafsetningar
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
Egils saga Skallagrímssonar (ÍSB823F)
Námskeiðið fjallar um eina þekktustu Íslendingasöguna og er sagan notuð til að gera grein fyrir helstu rannsóknarspurningunum á sviði miðaldabókmennta. Fjallað verður m.a. um höfund Eglu, um hlutverk tilfinninga í henni, um bæði náttúrulega og yfirnáttúrulega hluta og mikilvægi þeirra í sögunni, um margræðni Egils sem skáld og kappa, en líka um ferðir hans um Norðurlönd og samskipti hans við Noregskonunga. Sagan verður lesin í heild, en þar að auki fræðileg rit um hana frá 20. og 21. öld. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í umræðum og vinni lokaritgerð.
Nánar um námsmat:
Leið 1
- Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
- Nemendur munu setja saman 5000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (80%) Skiladagurinn er [...].
Leið 2
- Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
- Nemendur munu setja saman 3000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (50%) Skiladagurinn er [...].
- Nemendur munu skrifa vikulega skýrslu (u.þ.b. 400 orð) um kennsluefni vikunnar. Í skýrslu skulu nemendur sýna tök á efni tímans og fram á að koma eigin skoðun þeirra. (30%)
Íslensk miðaldahandrit (MIS204F)
Inngangur að handritafræði með áherslu á miðaldir. Fjallað verður um sögu íslenskrar handritamenningar, kynnt verða grunnatriði í bókagerð miðalda og nemendur þjálfaðir í að lýsa handritum með viðeigandi sérorðaforða. Kenndur verður handritalestur og uppskrift texta. Fjallað verður um þróun stafsetningar og stafagerðar, ólíkar skriftartegundir, bönd og styttingar og kenndar aðferðir við að aldursgreina handrit með tilliti til skriftar og stafsetningar.
Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)
Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.
Miðaldafornleifafræði (FOR812F)
During the last decades, medieval archaeology has experienced significant growth as a discipline concerned with material culture. Initially, the use of material culture was marginalized to the role of confirming or refuting historical knowledge about this period but today it is understood as having equal historical importance to the archived material. The course is thus intended to improve student’s understanding of Medieval Europe during the period 800–1600 AD through the study of material culture. It deals with general themes in medieval archaeology, such as identity, social status, rural and urban landscapes, religion, life and death, rather than the historical development of the Middle Ages in chronological order. The aim is to give students insight into the different fields of theory and method of medieval archaeology through both material and documentary evidences in accordance with the current state of research. A special emphasis will be put on medieval Iceland, as a part of European culture and society, but even on how medieval archaeologists gather their sources, analyse them and reach conclusions of historical importance.
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
- Haust
- Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar
- Matargerð til fornaV
- Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildumV
- Bókmenntir og galdurV
- Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Fræði og ritunV
- Arabíska IV
- VíkingaöldinV
- Norðurheimur á miðöldumV
- Vor
- Meistararitgerð í miðaldafræði
Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (MIÐ702F)
Í námskeiðinu kanna nemendur stöðu þekkingar á því sviði sem þeir hyggjast skrifa MA-ritgerð á (lesa og greina sem svarar 20-30 tímaritsgreinum á rannsóknasviði sínu), gera stutta grein fyrir viðfangsefninu og skila rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 5000 orð).
Matargerð til forna (FOR303M)
Í þessu námskeiði er rýnt í matvæli og matarhefðir (e. foodways) fornra samfélaga víðs vegar um heiminn og hvernig mataræði þeirra getur mótað skilning okkar á þeim. Meðal viðfangsefna námskeiðsins er upphaf akuryrkju og húsdýrahalds, hjátrú og helgisiðir í kringum mat, séð frá sjónarhorni fornleifafræði, sagnfræði og etnógrafíu.
Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildum (ÍSB101F)
Hér verður fjallað um helstu heimildir um heiðinn sið og önnur trúarbrögð en kristni, þar á meðal Snorra-Eddu, eddukvæði, dróttkvæði, fornaldarsögur og Íslendingasögur. Sjónum verður beint að Ásum, álfum, jötnum, dýrum, plöntum og fengist verður við eðli goðsagna, helgisiði og hvers konar yfirnáttúru. Mikil áhersla verður á sjálfstæð vinnubrögð og verkefnavinnu
nemenda.
Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)
Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.
Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F, ABF725F)
Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?
Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.
Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).
Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.
Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F, ABF725F)
Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Meistararitgerð í miðaldafræði (MIÐ441L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.