11. mars 2022
Sóttvarnir og skrafl á Hugvísindaþingi 2022
Hugvísindaþing verður haldið við Háskóla Íslands 11. og 12. mars. Dagskrá hefst í Árnagarði og Odda kl. 13 á föstudag með málstofum um skáldskap, femíníska heimspeki, franskt leikhús, fornsögur, táknmálskennslu, íðorð og útrás íslenskrar dægurmenningar. Alls verður efnt til 37 málstofa á þinginu og eru fyrirlesarar á annað hundrað.
Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Hér að neðan er listi yfir málstofur þingsins en einnig er hægt að kynna sér dagskrá þess á vefsíðunni hugvisindathing.hi.is. Verið velkomin á þingið!
Föstudagur kl. 13.
- „Dýpið er ókannað“ – Um skáldskap Þóru Jónsdóttur
- Feminísk heimspeki gegn drottnunarvaldi
- Franskt leikhús sem pólitísk aðgerð
- Fyrir og eftir Melkorku: Þrælahald heima og heiman
- Hending og óvissa í fornsögunum
- Kennsla, tileinkun og viðhorf – íslenskt táknmál og íslenska sem annað mál
- Samræming á sviði réttritunar og íðorða
- Útrás íslenskrar dægurmenningar
Föstudagur kl. 15.
- Að haga seglum eftir vindi …: Um uppruna, gerð og notkun orðasambanda í nokkrum tungumálum
- „Dýpið er ókannað“ – Um skáldskap Þóru Jónsdóttur
- Hlaðborð: Bókmenntir, lagakrókar og leikhús
- Hvað er málið? Um kynhlutlaust mál
- Kennsla akademískrar ensku á tímum Covid
- Rýnt í kófið. Siðferðileg sjónarhorn á sóttvarnir í heimsfaraldri
- Sjálfsævisaga „fávita“
- Tilfinningar í miðaldabókmenntum: Líkami, læknavísindi og mörk hins innra og ytra / Emotion in Medieval Literature: Body, Medicine and the Emotional Self“
Laugardagur kl. 10.
- Annarsmálsfræði: Orðaforði, námsefni og kennsla í heimsfaraldri
- Handritin og málsagan
- Leikjafræði og stafræn menning á nýju árþúsundi
- Listfræði og íslensk tunga
- Mannréttindi – fjölmenning – trú – loftslagsvá
- Setningafræði íslensks nútímamáls
- Sögur úr norðrinu: Ímynd, sjálfsmynd og ímyndarsköpun frá 18. til 20. aldar
- Til hnífs og skeiðar: Ólík sjónarhorn á íslenska matarmenningu
- Þýðingar og viðtökur
Laugardagur kl. 13.
- Deliberation, participation, inclusion: Key issues of democracy / Rökræður, þátttaka, meðtalning: Lykilatriði lýðræðis
- Hlaðborð: Dygðir og græn orka
- Sjálfsmyndir, litarháttur og félagsleg tengsl
- Skrafl em ek örr at efla
- Staðarhóll í Dölum
- Svartfugl Gunnars Gunnarssonar: Vannýtt kennsluefni í lögfræði?
- Umrót og átök í löndum Suður-Ameríku
- Þarf nýja bókmenntasögu?
Laugardagur kl. 15.
- Brot á bókmáli og bréf um skinnbækur
- Deliberation, participation, inclusion: Key issues of democracy / Rökræður, þátttaka, meðtalning: Lykilatriði lýðræðis
- Hagnýt menningarmiðlun. Fjölbreytni og framtíð
- Hið heilaga og hið vanheilaga í kveðskap síðari alda
- Rómverjar og „hinir“
- Tímanna tákn: Áskoranir og sóknarfæri kínversks ritmáls
- Þarf nýja bókmenntasögu?