Skip to main content
11. mars 2022

Sóttvarnir og skrafl á Hugvísindaþingi 2022

Sóttvarnir og skrafl á Hugvísindaþingi 2022 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvísindaþing verður haldið við Háskóla Íslands 11. og 12. mars. Dagskrá hefst í Árnagarði og Odda kl. 13 á föstudag með málstofum um skáldskap, femíníska heimspeki, franskt leikhús, fornsögur, táknmálskennslu, íðorð og útrás íslenskrar dægurmenningar. Alls verður efnt til 37 málstofa á þinginu og eru fyrirlesarar á annað hundrað.

Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Hér að neðan er listi yfir málstofur þingsins en einnig er hægt að kynna sér dagskrá þess á vefsíðunni hugvisindathing.hi.is. Verið velkomin á þingið!

Föstudagur kl. 13.

Föstudagur kl. 15.

Laugardagur kl. 10.

Laugardagur kl. 13.

Laugardagur kl. 15.