Skip to main content

Sálfræði, hagnýt sálfræði

Sálfræði, hagnýt sálfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Hagnýt sálfræði

MS – 120 einingar

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er nátengt atvinnulífinu og er boðið upp á starfsnám sem tengist viðfangsefni hvers kjörsviðs fyrir sig. Nemendur hafa val á milli þriggja kjörsviða, klínískrar sálfræði, megindlegrar sálfræði og félagslegrar sálfræði. 

MS próf í hagnýtri sálfræði veitir sterkan grunn undir doktorsnám.

Skipulag náms

X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Greining og mat (SÁL102F)

Í námskeiðinu er farið yfir greiningu og mat á klínískum geðrænum vanda ásamt lífsvandamálum. Nánar tiltekið er fjallað um upplýsingasöfnun, kortlagningar, greining og mat á tilfinningum og tilfinningastjórn, sjálfsvígsmat (greining og mat á sjálfsvígshugsunum og hegðun ásamt áhættu) og virknigreiningu og mat. Farið verður sérstaklega yfir greiningu og mat í þunglyndi. Í lok námskeiðs er farið yfir einliða rannsóknarsnið til noktkunar í að greina og meta geðrænan vanda og árangur af íhlutun á kerfisbundinn hátt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Unnar Geirdal Arason
Birkir Einar Gunnlaugsson
Unnar Geirdal Arason
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Megindleg sálfræði

Ég hef áhuga á rannsóknum og þá sérstaklega í sálfræði. Nám í megindlegri sálfræði þjálfar nemendur í aðferðafræði rannsókna. Á sama tíma þjálfar námið upp gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og sterka þekkingu á sviði gagnaúrvinnslu. Ég er fullviss um að nám í megindlegri sálfræði hefur gert mig að betri rannsakanda sem mun nýtast mér hvar sem ég enda á vinnumarkaði.

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.