Skip to main content

Rafmagns- og tölvuverkfræði

Rafmagns- og tölvuverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Rafmagns- og tölvuverkfræði

MS – 120 einingar

Tveggja ára framhaldsnám við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Að loknu meistaraprófi geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga.

Miðað er við að nemendur hafi lokið BS-námi í verkfræðigrein en nemendur af skyldum sviðum geta fengið inngöngu að fullnægðum tilteknum forkröfum.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni (ROT441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. 
  • Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn (prófi).
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt.
  • Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.

Hæfniviðmið:

Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:

  • Mótað verkfræðilegt hönnunarverkefni/rannsóknarspurningu
  • Greint og leyst verkfræðileg verkefni á sérhæfðu sviði.
  • Framkvæmt vandaða heimildaöflun og heimildarýni.
  • Sýnt frumkvæði og sjálfstæða skapandi hugsun.
  • Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
  • Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
  • Unnið úr niðurstöðum, greint óvissuþætti og takmarkanir og túlkað niðurstöður.
  • Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
  • Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á  fræðasviðinu
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Magnús Magnússon
Páll Ásgeir Björnsson
Magnús Magnússon
Rafmagns- og Tölvuverkfræði, MS

Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið í meistaranám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Námskeiðin voru metnaðarfull og gerðu kröfur til manns. Það sem stendur þó uppúr er náið samstarf kennara og nemenda við rannsóknir, fræðimennsku, og skrif á fræðigreinum.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.