Doktorsvörn í efnafræði - Mostafa Ghasemisarabbadieh
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni: Mostafa Ghasemisarabbadieh
Heiti ritgerðar: Hitastöðgun oxýtósins og fibroblast vaxtarþáttar 2 (Thermal stabilization of oxytocin and fibroblast growth factor 2)
Andmælendur:
Dr. Kazimierz Wisniewski, forstöðumaður við Peptide Logic LLC í San Diego, Bandaríkjunum
Dr. Felix Khuluza, dósent við Kamuzu University of Health Sciences í Blantyre, Malawi
Leiðbeinendur: Dr. Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, og dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
Dr. Pétur Orri Heiðarsson, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Doktorsvörn stýrir: Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands
Ágrip
Oxýtósin er legæða taugapeptíð sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að sé notað sem fyrsta stigs vörn til að fyrirbyggja og meðhöndla blæðingar eftir fæðingu. Blæðingar eftir fæðingu eru aðaldánarorsök mæðra (27,1%) í mörgum löndum þar sem tekjur eru lægri. Basíski fibroblast vaxtarþátturinn (FGF2) er hluti af fjölskyldu fibroblast vaxtaþátta. Það tekur þátt í að stýra ýmissi frumustarfsemi, þar á meðal frumufjölgun, flæði, aðgreiningu, sem og æðamyndun í ýmsum vefjum svo sem húð, æðum, vöðvum, fitu, sinum/liðböndum, brjóski, beinum, tönnum og taugum.
Bæði FGF2 og oxýtósin eru óstöðug og brotna hratt niður við stofuhita. Sýnt hefur verið fram á að FGF2 vatnslausnir eru einungis stöðugar í um viku við 4°C og gögn hafa sýnt að oxýtósin þolir ekki geymsu við 30°C í meira en mánuð eða 2 vikur við 40°C. Markmið þessa verkefnis var að auka hitastöðugleika oxýtósins og gera frumrannsóknir á FGF2 í vatnslausnum til að auka geymsluþol þessara efna.
D-(+)-glúkósamín-hýdróklóríð, tetraetýlenglýkól (4EG), N-acetýl-D-glúkósamín og blanda af þessum viðbótarefnum voru prófuð til að sjá áhrif þeirra á stöðugleika oxýtósins og FGF2. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að öll þessi efni gerðu FGF2 óstöðugra í fosfat-buffer salín (PBS) lausn. 4EG og D-(+) glúkósamín-hýdroklóríð gerðu oxýtósin óstöðugra í bæði fosfat og asetat stuðpúðalausnum. N-acetýl-D-glúkósamín sýndi hverfandi eða hugsanlega örlítið stöðgandi áhrif á oxýtósin.
Áhrif trehalósa á stöðugleika FGF2 og oxýtósins í vatns-stuðpúðalausnum var líka prófað. Þrátt fyrir að trehalósi sýndi lítil eða hverfandi áhrif á stöðugleika oxýtósins jafnvel við allt að 1,0 M styrk í asetat-stuðpúðalausn, þá hægði það á niðurbrotshraða FGF2 í viðurvist allar stuðpúðalausnanna sem voruð notaðir (HEPES, TRIS, sítrate/fosfat og PBS).
Áhrif mismunandi stuðpúðalausna voru líka metin. Oxýtósin reyndist vera stöðugra í acetat-stuðpúðalausn heldur en sítrat/fosfat eða fosfat stuðpúðalausn og við sáum að stöðugleikinn er líka stykháður, þar sem asetat stuðpúðalausnir með styrk 0,025 M eða lægra er betra. FGF2 var stöðugast í PBS í samanburði við aðra stuðpúða sem voru notaðir.
Áhrif kórónuetera á stöðugleika oxýtósins og FGF2 í vatnslausnum var líka kannað. 18-kóróna-6 og 12-kóróna-4 höfðu neikvæð áhrif á stöðugleika FGF2. Við sáum að á meðan 12-kóróna-4 og 15-kóróna-5 höfðu ekki stöðgandi áhrif á oxýtósin, þá hafði 18-kóróna-6 stöðgandi áhrif á óxýtósin í sítrate/fosfat stuðpúðalausn við pH 4,5. Hins vegar hafði viðurvist 18-kóróna-6 neikvæð áhrif á stöðugleikann í asetat-stuðpúðalausn við sama pH, og leiddi mögulega til annars niðurbrotsferlis.
Áhrif andoxunarefna, svo sem þvagsýru, bútýlað-hýdroxýtóluens (BHT) og L-ascorbic sýru var líka prófað fyrir stöðugleika oxýtósins í lausn. Þrátt fyrir að þekktar niðurbrotsleiðir fyrir oxýtósin innihaldi oxun á ákveðnum amínósýrum, höfðu andoxunarefnin þvagsýra og BHT hverfandi áhrif á stöðugleika oxýtósins á meðan L-ascorbic sýran leiddi til hraðara niðurbrots.
Áhrif mismunandi sýrustiga á stöðugleika FGF2 í sítrat/fosfat stuðpúðalausn við pH 6-8 og asetat stuðpúðalausn við pH 4,5 og 5,5 sýndi að líkt og önnur prótín í FGF fjölskyldunni, þá er FGF2 stöðugra við sýrustig sem er nálægt hlutlausu eða örlítið basískt í samanburði við súrt pH.
Um doktorsefnið
Mostafa er frá Íran, fæddur 1984 og uppalinn í borginni Kermanshah. Hann lauk B.Sc. í hagnýttri efnafræði frá Payam Noor háskólanum og M.Sc. í lífrænni efnafræði frá Imam Hossein háskólanum í Teheran í Íran. Hann hóf doktorsnámið við Háskóla Íslands árið 2018 og það er honum sannur heiður að verja nú doktorsritgerð sína hér.
Mostafa Ghasemisarabbadieh