Græn skref í ríkisrekstri Í Háskóla Íslands er verið að innleiða svokölluð Græn skref í ríkisrekstri en samkvæmt loftslagsstefnu Stjórnarráðs Íslands ber öllum ríkisstofnunum að innleiða Grænu skrefin í sína starfsemi. Verkefnið er kjörið til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og ekki síður til þess að efla umhverfisvitund starfsmanna. Verkefnið er unnið að frumkvæði sjálfbærni- og umhverfisnefndar HÍ með stuðningi rektors. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur með kerfisbundnum hætti. Það felur í sér mikinn ávinning og mun gera starf Háskólans markvissara í sjálfbærni- og umhverfismálum. Skrefin hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi skólans og draga úr rekstrarkostnaði. Grænu skrefin eru fimm og í hverju þeirra er unnið með sjö flokka með það að markmiði að draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum. Þessir flokkar eru innkaup miðlun og stjórnun fundir og viðburðir flokkun og minni sóun rafmagn og húshitun samgöngur eldhús og mötuneyti Sólrún Sigurðardóttir og Jón Sigurður Pétursson, verkefnastjórar á framkvæmda- og tæknisviði halda utan um verkefnið. Þar sem Háskólinn er stór stofnun leita þau eftir samstarfsaðilum, „grænum sendiherrum“, innan allra fræðasviða og deilda, bæði meðal starfsfólks og nemenda. Hlutverk þeirra verður að aðstoða við eftirfylgni, hvatningu og fleira til að tryggja að Háskólinn nái að stíga grænu skrefin. Sólrún og Jón Sigurður hvetja alla sem starfa innan skólans að kynna sér Grænu skrefin sem fyrst og skoða hvað hver og einn getur lagt af mörkum til að styðja við þau. Til einföldunar hefur verið útbúinn listi með áhersluatriðum sem auðvelt er að tileinka sér. Listinn verður uppfærður reglulega og gera má ráð fyrir að hann verði rækilegri eftir því sem lengra er haldið í innleiðingarferlinu. Nánari upplýsingar um sjálfbærni- og umhverfismál í Háskóla Íslands má finna á Facebook og vefgátt sjálfbærni- og umhverfismála á vef Háskólans. Handbók og gátlisti Grænna skrefa Handbók um innleiðingu á Grænu skrefunum hefur verið útbúin fyrir starfsfólk HÍ. Áhugasöm um verkefnið eru einnig hvött til að kynna sér handbókina. Háskóli Íslands hefur útbúið gátlista til að auðvelda starfsmönnum við innleiðingu Grænu skrefanna. Við hvetjum starfsmenn og aðra til að tileinka sér þessi atriði og hafa ávallt í huga. Þeir starfsmenn sem þekkja ekki til verkefnisins geta kynnt sér nánar Græn skref í Háskóla Íslands Grænt bókhald Grænt bókhald er hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri. Háskóli Íslands hefur skilað inn Grænu bókhaldi frá árinu 2012 og kynnt helstu niðurstöður úr því bókhaldi í Umhverfisskýrslu 2022. Markmið Græna bókhaldsins er að taka sama tölulegar upplýsingar sem nýtist ríkisstofnunun við að kortleggja innkaup, neyslu, úrgangsmyndun og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Upplýsingar um magn i rekstri veita mikilvægar upplýsingar um þá þætti sem valda hvað mestum umhverfisáhrifum og sýna niðurstöður bókhaldsins bæði hvaða árangur hefur náðst í starfseminni og hjálpar til við að setja raunhæf markmið um hvernig má ná betri árangri. Grænt bókhald getur þannig nýst á magvíslegan hátt, meðal annars með því að: Safna upplýsingum um þætti sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum í rekstri. Veita upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar. Tölur úr Grænu bókhaldi draga fram það sem betur má fara í rekstri. Skýrsla um Grænt bókhald veitir upplýsingar til starfsmanna og almennings um stofnunina. Upplýsingar um Grænt bókhald getur stuðlað að betri ímynd í samfélaginu. Græna bókhaldið tekur til eftirfarandi þátta sem taldir eru hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri, en þeir eru Samgöngur Úrgangur Orkunotkun Pappírsnotkun Efnanotkun Eldri umhverfisskýrslur Umhverfisskýrsla Grænt bókhald 2021 Umhverfisskýrsla Grænt bókhald 2020 Ítarefni Græn skref facebooklinkedintwitter