Skip to main content

Grænfáninn

Háskóli Íslands er þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein og hefur flaggað Grænfánanum frá árinu 2020. 

Verkefnið er unnið að frumkvæði stúdenta og er samvinnuverkefni Umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ og verkefnisstjóra sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ. Sérstök Grænfánanefnd var sett á laggirnar 2021 skipuð stúdentum til að sinna verkefnum tengd Grænfánanum og er tengiliður úr Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ einnig meðlimur í þeirri nefnd. 

Helstu verkefni Grænfánanefndar snúa að því að þrýsta á skólayfirvöld að gera betur í umhverfismálum en einnig að fræða og efla umhverfisvitund, bæði nemenda og starfsfólks HÍ. 

Árlega tekur við ný Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ eftir kosningar í Stúdentaráð og því er sótt um árlega endurnýjun á Grænfánanum, en ekki annað hvert ár. Unnið er að 3-4 markmiðum á hverju skólaári, þó að þau séu mun fleiri. Árið 2022-2023 var unnið með fjögur þemu; fræðsla, mótvægisaðgerðir, neysla og úrgangur og samgöngur. 

Hér má lesa um nánar um markmiðin sem við sett árið 2022-2023.

Að auki má lesa til um eldri markmið hér:

Að auki er von okkar sú að sem flestir nemendur og starfsmenn leggi verkefninu lið hvort sem það er með hugmyndum eða beinu vinnuframlagi til umhverfismála. Endilega sendið okkur línu ef þið eruð með tillögur um hvað megi betur fara eða aðrar skemmtilegar uppástungur á umsamhi@hi.is eða umhverfismal@hi.is

Nánari upplýsingar um Grænfánaverkefnið má lesa um á vef Landverndar

Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs. Myndin sýnir pappakassa, mjólkurfernu og dagblað á bláum bakgrunni. Á mndinni stendur: Bréf, fernur og bylgjupappa, bláa tunnan geymir. Þú verður þó að passa að þeir séu alveg hreinir!
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs ofan á mynd af jógútrdós og plastmál á grænum bakgrunni. á myndinni stendur : Núðlur og skyr í Hámu fást, en reyndu þó að mun að hreinsa plastið og enda því í grænu tunnuna.
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs. Mynd af dósum og flöskum á rauðum bakgrunni. Á myndinni stendur: .Redbulldós og kókflaska hvíli í rauðum tunnum. Eftir nema snjall og vaska eða kannski þunnum.
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs. Hvítir stafir á svörtum grunni. Á myndinni stendur:Almennt sopr sem flokkast ei í svarta tunnu setur, reynum þó að flokka flest eftir bestu getu.
Tengt efni