Fire and ice – Force of nature, education and experience - Information in English Á námskeiðinu er lögð áhersla á beina reynslu af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði. Farið er í fjögurra daga ferð. Námskeiðið hentar þeim sem skipuleggja náms- og vettvangsferðir í íslenska náttúru, s.s. þá sem starfa eða stefna á störf í skóla, á vettvangi frístunda eða ferðaþjónustu. Aðstæður verða bæði nýttar til að til að rýna í menntunarfræði hugtökin útimenntun, náttúrutúlkun, ævimenntun og starfendafræðslu og ferðamálafræði hugtökin fjallaferðamennska, loftlagsferðamennska, vísindaferðaþjónusta og félagslega ferðaþjónustu. Samhæfð félagsleg viðbrögð við náttúruhamförum og öryggismál verða einnig tekin til umfjöllunar. Vettvangur námsins eru gosstöðvarnar á Reykjanesi og Breiðamerkursandur í Vatnajökulsþjóðgarði sem gefur kost á að setja í samhengi sjálfbæra sambúð manns og náttúru með sérstakri áherslu á eldgos, jökla, loftlagsbreytingar, veðuröfga, náttúruhamfarir og náttúruvá. Nánari upplýsingar í kennsluskrá Háskóla Íslands: TÓS003M Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun Ferðalag í fjóra daga Kjarni námskeiðsins er ferðalag í fjóra daga í þriðju viku júní. Farið verður í rútu, gist á farfuglaheimilum og ferðast gangandi um náttúru Íslands. Þátttakendur sjá að hluta til um að elda sjálfir sameiginlegan mat og þurfa að vera búnir til útivistar. Unnið er á ígrundandi hátt með skynjun og upplifanir, auk þess að njóta þess að ferðast um með hæglátum hætti um náttúruna. Undirbúningsfundur er síðdegir í lok maí. Skráning Nemendur við Háskóla Íslands skrá sig á námskeiðið í Uglu eða með því að senda tölvupóst á Nemendaskrá nemskra[hjá]hi.is. Ef það er fullt á námskeiðið er hægt senda tölvupóst á mvs[hjá]hi.is og skrá sig á biðlista og geta þess hvaða námskeið þeir ætla að skrá sig á. Fagfólk á vettvangi getur kynnt sér Opin námskeið fyrir fagfólk á vettvangi á síðu Starfsþróunar hjá Menntavísindastofnun HÍ og þar er umsóknarsíða. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu veitir Jakob F. Þorsteinsson jakobf[hjá]hi.is Kennsla og nám Þverfræðilegur hópur sérfræðinga og kennara koma að námskeiðinu og áhersla lögð á að fá til liðs við okkur fagfólk af svæðunum þar sem markviss innlegg, samtali, skynjun og ígrundun þátttakenda er í fókus. Lært er frá morgni til kvölds og unnið með óljós skil á milli þess sem er að kenna og læra, milli þess að læra af umhverfinu, öðru fólki og ferðalaginu sjálfu. Megin þættir námskeiðsins tengjast náttúru, menntun og ferðamennsku og þessa þætti er nálgast með ábyrgum og öruggan hætti. Viðfangsefni námskeiðsins verða skoðuð út frá hugtökunum kvika (dýnamík), fjölbreytni (e. diversity), gagnvirkni (e. interactivity) og, síðast en ekki síst, ferlar (e. processes) – og hvernig reynsla og ígrundun fléttar þessa þætti saman. Námskeiðið er þróunarverkefni þeirra aðila sem að því koma sem eru meðal annars Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Námsmat Í námsmati er rík áhersla lögð á að nemendur ígrundi upplifanir sínar og setji þær í samhengi við fræðileg viðfangsefni námskeiðsins og fyrri reynslu. Einnig muni nemendur vinna verkefni þar sem tengja á viðgangsefni námskeiðsins, eigin reynslu og þekkingu við starf á vettvangi. Sá vettvangur getur t.d. verið innan, skóla- og frístundastarfs, félagsmála, ferðaþjónustu eða rannsókna. Kennarar Þverfræðilegur hópur sérfræðinga og kennara koma að námskeiðinu og áhersla lögð á að fá til liðs við okkur fagfólk af svæðunum þar sem markviss innlegg, samtali, skynjun og ígrundun þátttakenda er í fókus. Jakob Frímann Þorsteinsson, Háskóli Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, Háskóli Íslands og ýmsir sérfræðingar meðal annars leiðsögumenn úr Fjallamennskunámi FAS Ís - Eldur - Upplifun AfterIce Innsýn í göngu að gosstöðvunum - heilræði VATNAJÖKULL - HÖRFANDI JÖKLAR BREIÐAMERKURSANDUR: Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs Eldur - Ís - Upplifun facebooklinkedintwitter