Skip to main content

Réttindi og skyldur doktorsnema

Staða og fjármögnun doktorsnema - á vefsíðu Háskóla Íslands

Réttindi og skyldur doktorsnema og doktorsnema sem fá laun frá HÍ

Doktorsnemar Háskóla Íslands eru ýmist eingöngu í námi eða tímabundið ráðnir á styrk samhliða námi. Þegar þeir eru ráðnir á styrk eru þeir skilgreindir bæði sem nemendur og starfsfólk og bera starfsheitið doktorsnemi í samræmi við stofnanasamninga. Ráðningarsamningur er byggður á doktorsnáminu og styrkupphæð þeirrar rannsóknar sem doktorsneminn er ráðinn inn til að sinna. Doktorsnemar á styrk eru fyrst og fremst skilgreindir sem nemendur enda byggir starfssambandið á námi þeirra.

Doktorsnemar á styrk eru í tímabundnu ráðningarsambandi við háskólann og njóta allra þeirra kjara og réttinda sem getið er á um í kjarasamningi, reglum háskólans og lögum. Kostnaður sem fellur til í starfi er greiddur af þeim hluta styrksins sem kallaður er samrekstur (e. overhead) .

Í þessu skjali eru talin upp ýmis atriði sem snúa að réttindum og skyldum doktorsnema eftir því hvort viðkomandi er einungis doktorsnemi eða doktorsnemi með ráðningarsamning. Þegar réttindi doktorsnema með ráðningarsamning eru skilgreind hér fyrir neðan er horft fyrst og fremst til þess að háskólinn uppfylli þau kjarasamningsbundnu réttindi sem þeir eiga að njóta.

Styrkir fyrir doktorsnema og rannsóknaverkefni

Háskóli Íslands hefur á síðustu árum lagt áherslu á að fjölga styrkjum til nemenda í doktorsnámi, enda er öflugt styrkjakerfi mikilvæg forsenda þess að doktorsnemar geti helgað sig náminu og náð tilskildum árangri.

Rannsóknarsjóðir Háskóla Íslands fyrir doktorsnema

Rannsóknasjóður vísinda og tækniráðs