Réttindi og skyldur doktorsnema og doktorsnema sem fá laun frá HÍ Doktorsnemar Háskóla Íslands eru ýmist eingöngu í námi eða tímabundið ráðnir á styrk samhliða námi. Þegar þeir eru ráðnir á styrk eru þeir skilgreindir bæði sem nemendur og starfsfólk og bera starfsheitið doktorsnemi í samræmi við stofnanasamninga. Ráðningarsamningur er byggður á doktorsnáminu og styrkupphæð þeirrar rannsóknar sem doktorsneminn er ráðinn inn til að sinna. Doktorsnemar á styrk eru fyrst og fremst skilgreindir sem nemendur enda byggir starfssambandið á námi þeirra. Doktorsnemar á styrk eru í tímabundnu ráðningarsambandi við háskólann og njóta allra þeirra kjara og réttinda sem getið er á um í kjarasamningi, reglum háskólans og lögum. Kostnaður sem fellur til í starfi er greiddur af þeim hluta styrksins sem kallaður er samrekstur (e. overhead) . Í þessu skjali eru talin upp ýmis atriði sem snúa að réttindum og skyldum doktorsnema eftir því hvort viðkomandi er einungis doktorsnemi eða doktorsnemi með ráðningarsamning. Þegar réttindi doktorsnema með ráðningarsamning eru skilgreind hér fyrir neðan er horft fyrst og fremst til þess að háskólinn uppfylli þau kjarasamningsbundnu réttindi sem þeir eiga að njóta. Styrkir fyrir doktorsnema og rannsóknaverkefni Háskóli Íslands hefur á síðustu árum lagt áherslu á að fjölga styrkjum til nemenda í doktorsnámi, enda er öflugt styrkjakerfi mikilvæg forsenda þess að doktorsnemar geti helgað sig náminu og náð tilskildum árangri. Rannsóknarsjóðir Háskóla Íslands fyrir doktorsnema Rannsóknasjóður vísinda og tækniráðs Show Alþjóðlegir styrkirShow Erasmus+ styrkur - skiptinám Nemendur á framhaldsstigi geta sótt um að fá Erasmus+ styrk vegna skiptináms við samstarfsskóla HÍ í Evrópu. Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með Erasmus+ styrkjum til nemenda HÍ. Einnig er hægt að sækja um viðbótarstyrk frá Erasmus+ vegna fötlunar eða heilsufars. Nánari upplýsingar um skiptinám Show Erasmus+ styrkur – starfsþjálfun Nemendur á framhaldsstigi eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til rannsóknarvinnu eða starfsþjálfunar hjá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum innan Evrópu. Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með Erasmus+ styrkjum til nemenda HÍ. Einnig er hægt að sækja um viðbótarstyrk frá Erasmus+ vegna fötlunar eða heilsufars. Nánari upplýsingar um starfsþjálfun erlendis Show Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og er stofnun sjóðsins liður í því að styrkja mikilvæg fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum tækifæri til að nema og starfa í japönsku samfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn, sem eiga þess kost að koma hingað. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til námsdvalar í Japan og á Íslandi, bæði nemendum í grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess að stuðla að kennaraskiptum. Nánari upplýsingar um Watanabe styrktarstjóðinn Show Styrkir við Nordic Center India Á hverju ári eru veittir styrkir til samstarfsverkefnis upp á allt að EUR 3500 fyrir 2 norræna aðildarháskóla stofnunarinnar í samstarfi við indverska háskóla. Nánari upplýsingar um styrki til samstarfsverkefnis Ferðastyrkir fyrir doktorsnema og fræðimenn við aðildarháskóla að andvirði EUR 500 eru veittir til rannsóknarferða til Indlands. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári. Nánari upplýsingar um ferðastyrki Gangha Mahal gestavinnustofan er í Indlandsmiðstöð Karlstadt-háskóla í heilögu borginni Varanasi við Gangesfljót. NCI styrkir rannsóknardvöl doktorsnema og fræðimanna til eins mánaðar dvalar við miðstöðina. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári. Nánari upplýsingar um Gangha Mahal gestavinnustofuna Nánari upplýsingar veitir Hafliði Sævarsson á Skrifstofu alþjóðasamskipta. Show Styrkir við Nordic Centre China Norræna menningarmiðstöðin við Fudan-háskola veitir ferðastyrki til fræðimanna við norræna aðildarháskóla sem vilja stunda rannsóknir í Kína í 2-4 vikur í senn, og frá fræðimönnum við kínverska háskóla á leið til Norðurlandanna. Nánari upplýsingar um ferðastyrki frá Fudan-háskóla Nánari upplýsingar veitir Hafliði Sævarsson á Skrifstofu alþjóðasamskipta Show Fulbright styrkur til rannsóknardvalar í Bandaríkjunum Doktorsnemar við íslenska háskóla geta sótt um styrk til 4–12 mánaða rannsóknardvalar í Bandaríkjunum. Styrkupphæðin er 10.000 USD óháð lengd dvalar. Styrkurinn er einungis til íslenskra ríkisborgara sem ekki eru handhafar græna kortsins eða með bandarískt ríkisfang. Fulbright-stofnunin á Íslandi hefur umsjón með styrknum. Nánari upplýsingar um Fullbright styrki Show Styrkir frá fræðasviðumShow Félagsvísindasvið Félagsvísindasvið og deildir þess veita styrki til nemenda sem varðar aðstöðu, útgáfu ritgerða, ráðstefnur og fleira. Nánar um styrki á Félagsvísindasviði Show Heilbrigðisvísindasvið Ferðastyrkir doktorsnema HVS Sérhæfðir styrktarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda Show Hugvísindasvið Nánar um styrki á Hugvísindasviði Show Menntavísindasvið Doktorsnemar á Menntavísindasviði geta sótt um ferðastyrk til sviðsins þrisvar á námstímanum. Nánar um styrki á Menntavísindasviði Show Verkfræði- og náttúruvísindasvið Doktorsnemar á Verkfræði og náttúruvísindasviði geta haft samband við verkefnisstjóra doktorsnáms, Þuríði Ósk Sigurjónsdóttur, fyrir frekari upplýsingar um styrki. facebooklinkedintwitter