Skip to main content

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun - Grunndiplóma

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun (ekki tekið inn í námið 2025-2026)

Grunndiplóma –

Þessi námsleið er sérsniðin að nemendum með þroskahömlun og geta nemendur reiknað með að fá góðan undirbúning fyrir störf í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum eða öðrum vettvangi þar sem fatlað fólk sækir þjónustu. Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.

Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála og stefnu HÍ.

Skipulag náms

X

Vinnulag í háskólanámi (HÍT101G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur öðlast þjálfun í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.

Námsmat byggist á vikulegum verkefnaskilum og stuttri fræðilegri greinargerð sem skilað er í lok námskeiðs.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Margeir Þór Hauksson
Arnbjörg K. Magnúsdóttir
Margeir Þór Hauksson
Starfstengt diplómanám

Ég sótti um námið af því að mig langaði að mennta mig meira. Mér hefur fundist mjög gaman að vera í Háskólanum. Það sem stendur upp úr er að hafa verið í tímum með stúdentum á öðrum brautum. Ég fékk starf á starfsnámstaðnum mínum sem er félagsmiðstöð, mig langar að halda áfram að vinna þar eftir að ég útskrifast. Það er rosalega skemmtilegt að vera í háskóla svo ég hvet alla áhugasama til að sækja um.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæði í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni 

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.