Skip to main content

Klassísk mál

Klassísk mál

Hugvísindasvið

Klassísk mál

BA – 180 einingar

Klassísk mál eru kennd sem aðalgrein og aukagrein við Mála- og menningardeild. Til klassískra mála teljast forngríska og latína. Tungumálin eru auk klassískrar textafræði undirstaða klassískra fræða eða fornfræði, það er að segja fræðilegrar umfjöllunar á öllum hliðum klassískrar menningar fornaldar og klassískum menningararfi, sem er grundvöllur vestrænnar menningar.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Hörður Brynjar Halldórsson
Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Klassísk mál - BA nám

Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á Forngrikkjum og Rómverjum. Í námi mínu í klassísku málunum, latínu og grísku, hef ég öðlast dýpri skilning á tungumáli og menningarheimi þessara þjóða. Námið er mjög fjölbreytt þar sem fjallað er um tungumálin og hinn mikla menningararf Forngrikkja og Rómverja. Kennararnir kunna vel sitt fag og eru alltaf reiðubúnir að aðstoða nemendur. Ég tel að allir, sem hafa áhuga á fornöldinni og áhrifum hennar á nútímann, ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi af þeim mörgu áföngum sem standa til boða.  

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.