Skip to main content

Klassísk fræði - Aukagrein

Klassísk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Klassísk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Klassísk fræði fást við menningarheim Forngrikkja og Rómverja. Megináhersla er lögð á sögu þeirra, bókmenntir, heimspeki og tungumál. Klassísk fræði eru þess vegna í senn sagn- og bókmenntafræði, heimspeki og málvísindi.

Skipulag náms

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Trausti Örn Einarsson
Hörður Brynjar Halldórsson
Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Klassísk mál - BA nám

Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á Forngrikkjum og Rómverjum. Í námi mínu í klassísku málunum, latínu og grísku, hef ég öðlast dýpri skilning á tungumáli og menningarheimi þessara þjóða. Námið er mjög fjölbreytt þar sem fjallað er um tungumálin og hinn mikla menningararf Forngrikkja og Rómverja. Kennararnir kunna vel sitt fag og eru alltaf reiðubúnir að aðstoða nemendur. Ég tel að allir, sem hafa áhuga á fornöldinni og áhrifum hennar á nútímann, ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi af þeim mörgu áföngum sem standa til boða.  

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.