Skip to main content

Klassísk fræði - Aukagrein

Klassísk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Klassísk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Klassísk fræði fást við menningarheim Forngrikkja og Rómverja. Megináhersla er lögð á sögu þeirra, bókmenntir, heimspeki og tungumál. Klassísk fræði eru þess vegna í senn sagn- og bókmenntafræði, heimspeki og málvísindi.

Skipulag náms

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Hörður Brynjar Halldórsson
Trausti Örn Einarsson
Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Klassísk mál - BA nám

Eitt af því sem heillaði mig mest við nám í klassísku málunum tveimur latínu og grísku er hvað námið er fjölbreytt. Ég hef í náminu hér heima og í skiptinámi við fornfræðideild háskólans í Glasgow tekið kúrsa sem tengjast öllum hliðum fornaldar: latínu, grísku og málvísindum, bókmenntum, sagnfræði, heimspeki og list. Gráðan veitir því góðan grunn á mjög breiðu sviði og að mörgu leyti tel ég að klassísk mál séu með þverfaglegustu námsgreinunum sem Háskóli Íslands býður upp á. Kennararnir eru mjög áhugasamir um fagið og alltaf tilbúnir að aðstoða nemendur og ræða við þá.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.