Skip to main content

Ítalska - Grunndiplóma

Ítalska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Ítalska

Grunndiplóma – 60 einingar

Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna. Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

Skipulag náms

X

Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)

Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í ítölsku, A2 eða meira (samsvarar 2 ára námi í framhaldsskóla eða meira). Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Ítalska BA-nám

Áður en ég hóf BA námið hafði ég tekið stutt byrjandanámskeið í ítölsku auk þess að hafa margoft ferðast um Ítalíu og heillast af menningunni og tungumálinu. Ítölskunámið er vel skipulagt og kennararnir áhugasamir og allir af vilja gerðir að aðstoða nemendur. Skiptinám á Ítalíu er spennandi valkostur sem veitir möguleika á að kynnast menningu landsins og tungumálinu enn betur. Ítölskunámið er krefjandi en jafnframt ákaflega gefandi og skemmtilegt, enda vandfundið fegurra tungumál en ítalskan.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.