Skip to main content

Franska - Grunndiplóma

Franska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Franska

Grunndiplóma – 60 einingar

Grunndiplóma í frönsku veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Skipulag náms

X

Frönsk málfræði I (FRA101G)

Námskeiðið Frönsk málfræði I er skyldunámskeið.

Í þessu námskeiði er farið dýpra í málfræði atriði sem nemendur unnu með í framhaldskóla. Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.

Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.

Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dorota Julia Kotniewicz
Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
Dorota Julia Kotniewicz
Frönsk fræði - BA nám

Frönskunámið er svo sérstakt í mínum huga því að annars vegar bjóðast leiðir sem falla vel að áhuga hvers og eins, hvort sem það eru þýðingar, málfræði eða saga, og hins vegar færðu líka hvatningu til að kynna þér viðfangsefni sem þú hafðir ekki pælt í áður. Þó að það sé vissulega áskorun að allt námið fer fram á frönsku tekur ekki langan tíma að venjast því og þú ert farin að hugsa á frönsku í bílnum á leiðinni heim án þess að fatta það. Ég valdi frönsku til BA-prófs vegna þess að ég hef ástriðu fyrir tungumálum og bókmenntum og nú þegar ég er að ljúka öðru árinu sé ég að allir þættir námsins eru samtvinnaðar og styðja við það sem ég hef mestan áhuga á og veita mér dýpri skilning á viðfangsefninu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.