Skip to main content

Þroskaþjálfafræði

Þroskaþjálfafræði

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði

BA – 180 einingar

Vilt þú taka þátt í að skapa samfélag fyrir alla?
Þroskaþjálfar eru lykilaðilar í að í að þróa samfélag fyrir alla, þar sem hver manneskja er álitin einstök og metin að verðleikum. Samfélag, sem vinnur saman að því að stuðla að fullri þátttöku allra með því að útrýma hindranir, koma í veg fyrir mismunun og skapa tækifæri. 

Skipulag náms

X

Vinnulag í háskólanámi (MMB101G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum og undirbúa þá sem best fyrir námið. Fjallað er um fagleg vinnubrögð í háskólanámi og um fræðileg skrif. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur vinna m.a. verkefni þar sem þeir æfa sig í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Tinna Kristjánsdóttir
Hlöðver Sigurðsson
Helena Gunnarsdóttir
Tinna Kristjánsdóttir
BA í þroskaþjálfafræði

Besta ákvörðun lífs míns var að fara í þroskaþjálfafræði. Námið er virkilega skemmtilegt og krefjandi og veitir góða innsýn í stöðu fatlaðs fólks. Ég hef öðlast mikla þekkingu á málefnum fatlaðs fólks og réttindabaráttu þess og mun ávallt hafa það að leiðarljósi að styðja og gæta hagsmuna þess í einu og öllu. Mér finnst ég hafa breyst til hins betra eftir þetta nám.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.