Skip to main content

Doktorsvörn í líffræði - William Butler

Doktorsvörn í líffræði - William Butler - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. desember 2020 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vörninni verður streymt:  https://livestream.com/hi/doktorsvornwilliambutler

Doktorsefni: William Butler

Heiti ritgerðar: Notkun líkana til að herma eftir dreifingu og atferli fiskungviðis (Modelling the dispersal and behaviour of fish early life-stages)

Andmælendur:
Dr. Alejandro Gallego, forstöðumaður haffræðirannsókna hjá Hafrannsóknastofnun Skotlands
Dr. Pierre Pepin, vísindamaður við DFO-stofnunina, Kanada

Leiðbeinandi: Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Steven Campana, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Øyvind Fiksen, prófessor við Stærðfræði- og náttúruvísindadeild Háskólans í Bergen, Noregi

Doktorsvörn stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Stofnsveiflur sjávarfiska er knúnar áfram af mörgum þáttum sem hafa áhrif á afkomu fiska á öllum lífsstigum. Flestir beinfiskar gefa af sér mikinn fjölda afkvæma sem verða fyrir hárri dánartíðni snemma á lífsleiðinni. Breytingar á dánartíðni á þessu lífsskeiði geta því haft mikil áhrif á styrk tiltekinna árganga. Dánartíðni snemma á æviskeiðinu er almennt óháð þéttleika og því hafa umhverfisþættir meiri áhrif á yfirlifun en stærð árganganna. Við breytilegar umhverfisaðstæður eru meiri líkur á að einhver afkvæmi komist af ef upphafsfjöldi þeirra er hár. Þetta orsakasamband frá foreldri til afkvæma er meginviðfangsefni þessarar ritgerðar.

Rannsóknin hófst með sýnatökum og mælingum á stærð og eðlisþyngd eggja og lirfa þorskfiska og þær notaðar til að byggja líkön sem voru keyrð til að skoða lóðrétta og lárétta dreifingu og atferli afkvæmanna.

Niðurstöður mælingana leiddu í ljós mun á eiginleikum hrogna hjá tveimur tegundum þorskfiska. Við gerð slíkra líkana er mikilvægt að: 1) taka tillit til breytileika í eðlisþyngd eggja á milli tegunda; 2) líkja eftir lóðréttu fari fisklirfa og 3) keyra líkönin í hárri upplausn hvað varðar tíma. Einnig kom í ljós að staðsetning hrygningarsvæða getur haft mikil áhrif á far afkvæma og sagt til um inn á hvaða uppeldissvæði þau rata. Í þessu verkefni eru lagðar fram nýjar niðurstöður um þætti sem hafa áhrif á árgangastyrk þorskfiska. Þessar niðurstöður munu nýtast við fiskveiðistjórnun og rannsóknir á fiskstofnum ekki bara við Ísland heldur um heim allan.

Um doktorsefnið

William Butler lauk BSc-gráðu í sjávarlíffræði og haffræði við Háskólann í Southampton árið 2006, og MRes í sjávar- og ferskvatnsvistfræði við Háskólann í Glasgow ári seinna. Áður en hann hóf doktorsnám við Háskóla Íslands vann hann við líkanagerð og greiningar á vatnsgögnum fyrir Umhverfisverndarstofnun Skotlands í Edinborg. Will starfar í dag hjá Hafrannsóknastofnun í Reykjavík.

William Butler

Doktorsvörn í líffræði - William Butler