Skip to main content

Verkfræðileg eðlisfræði

Verkfræðileg eðlisfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Verkfræðileg eðlisfræði

BS – 180 einingar

Námið veitir traustan undirbúning í raunvísindum, sér í lagi eðlis- og stærðfræði í hagnýtum tilgangi. Námið er sterkur undirbúningur fyrir margvísleg störf tengd rannsóknum og þróun í iðnaði tengdum starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, rannsókna- og kennsludeildum háskóla og rannsóknastofnana svo og tæknideildum sjúkrahúsa.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 R (EÐL107G)

Nemendum eru kynntar aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, bylgjufræði og varmafræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. 

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð. Hitastig. Kjörgas. Varmi og fyrsta lögmál varmafræðinnar. Kvikfræði gasa. Óreiða og annað lögmál varmafræðinnar.

Athugið að kennslubókin fyrir námskeiðið er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jón Helgi Jónsson
Jón Helgi Jónsson
Verkfræðileg eðlisfræði

Ég hef haft mikinn áhuga á raunvísindum og öllu sem tengist tækniframþróun. Ég átti því erfitt með að átta mig á hvaða verkfræði mig langaði í. En ég rak augun á verkfræðilega eðlisfræði. Það má segja að námið „faðmi“ margar aðrar greinar verkfræðarinnar. Verkfræðileg eðlisfræði er ekki einskorðuð við einhverja eina sérfræðigrein heldur teygir hún sig í margar aðrar greinar raunvísinda sem nýtist manni gífurlega í áframhaldandi námi og atvinnu hjá stærstu tækniþróunarfyrirtækjum heims. Fyrir þá sem eru áhugasamir um flestar, ef ekki allar greinar verkfræðarinnar þá mæli ég eindregið með að skoða þessa námsleið.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.