Skip to main content

Spænska

Spænska

Hugvísindasvið

Spænska

BA gráða – 180 einingar

Í náminu fá  nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er meðal annars með samskiptum við erlenda nemendur við HÍ.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Talþjálfun I (SPÆ102G)

Unnið er með færni í samskiptum og munnlegri tjáningu. Einnig er unnið með tileinkun orðaforða, málfræðiatriða og samskiptamáta. Einnig eru tekin fyrir atriði sem tengjast félagslegum og menningarlegum þáttum tungumálsins. Námsefnið sem er notað eru fréttir líðandi stundar, stuttmyndir, bókmenntatextar og aðrir menningalegir textar markmálsins.

X

Spænsk málfræði I (SPÆ105G)

Í þessu námskeiði verður farið í ýmis grundvallaratriði spænskrar málfræði á (getu)stigi A2+ (CEFR/ MCER. Sjá https://europa.eu/europass/is/common-european-framework-reference), m.a., sagnir í nútíð og þátíð, fornöfn og samtengingar. Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.

X

Menning, þjóðlíf og saga Spánar (SPÆ107G)

Fjallað verður um samfélag, menningu og þjóðlíf Spánar. Einnig verður stiklað á stóru um sögu lands og þjóðar.

Æskilegt er að nemandi taki námskeiðið MOM101G samhliða þessu námskeiði.

X

Ritþjálfun I (SPÆ110G)

Nemendur fá þjálfun í uppbyggingu og ritun skemmri og lengri texta á spænsku. Þeir fá þjálfun í notkun orðabóka og leiðsögn í réttritun á spænsku. Einnig verður fjallað um reglur þær sem gilda um tilvitnanir og heimildanotkun. Unnið er með ólíka gerðir texta, hlustun og endursögn og myndrænt efni. 

X

Sjálfsnám í spænsku I (fjarnám) (SPÆ003G)

Sjálfsnám í spænsku I er nemendastýrt fjarnám fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í spænsku, A2 eða meira (samsvarar 2 ára námi í framhaldsskóla eða meira). Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Námið fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

Ritþjálfun II (SPÆ201G)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu stafsetningarreglur spænskrar tungu, greinarmerkjasetningu, áherslureglur og réttritun, m.m.

Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.

X

Spænsk málfræði II (SPÆ204G)

Í námskeiðinu verður haldið áfram þar sem frá var horfið í Spænskri málfræði I. Meðal annars verður fjallað um sagnir, viðtengingarháttinn og aukasetningar.

X

Menning, þjóðlíf og saga Rómönsku Ameríku (SPÆ205G)

Inngangsnámskeið í menningarsögu spænskumælandi þjóða í Rómönsku-Ameríku. Farið er stuttlega yfir sögu álfunnar allt frá tímum frumbyggja til nútímans með hliðsjón af þjóðlífi, menningu og samfélagslegri uppbyggingu. Einnig eru tekin til umfjöllunar eftirfarandi efni: trúarbrögð, tónlist, hátíðir, staða kvenna og fjölskylduuppbygging, málefni indíána og blökkumanna, m.m.

X

Talþjálfun II: Fjölmiðlar og hversdagsmenning (SPÆ267G)

Unnið er með færni í samskiptum og munnlegri tjáningu. Einnig er unnið með tileinkun orðaforða, málfræðiatriði s.s. samtengingar og orðasambönd til að binda saman texta eða tal. Einnig eru tekin fyrir atriði sem tengjast félagslegum og menningarlegum þáttum tungumálsins.

Námsefnið sem er notað eru fréttir líðandi stundar, stuttmyndir, bókmenntatextar og aðrir menningalegir textar markmálsins. Námskeiðið byggist einnig á samstarfsverkefni á netinu með Háskólanum í Barcelona. Íslensku nemendurnir æfa talað mál í ýmiss konar verkefnum sem þeir deila með nemendum á Spáni.

X

Sjálfsnám í spænsku II (SPÆ004G)

Sjálfsnám í spænsku II er nemendastýrt fjarnám þar sem nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í spænsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á misseri. Auk þess taka nemendur taka þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Inngangur að spænskum málvísindum (SPÆ102M)

Námskeiðið er inngangur að spænskum málvísindum þar sem m.a. verður fjallað um hljóð-, beygingar- og orðmyndunarfræði spænskrar tungu.

X

Spænskar bókmenntir 19. og 20. aldar (SPÆ305G)

Í námskeiðinu eru lesin og greind verk spænskra rithöfunda, ljóðskálda og leikritahöfunda frá 19. og 20. öld.

X

Spænsk málfræði III (SPÆ306G)

Farið verður nánar í flóknari málfræðiatriði, þar á meðal samræmingu tíða, viðtengingarhátt og óbeina ræðu. Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma. Nemendur skulu hafa lokið Spænsk málfræði I og II.

X

Inngangur að bókmenntum (SPÆ307G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu og bókmenntafræði hins spænskumælandi heims. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði, auk þess sem stiklað er á stóru yfir bókmenntasögu Spánar og Rómönsku Ameríku. Bókmenntatextum sem lesnir eru samhliða er ætlað að veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur, og þjálfa nemendur í bókmenntagreiningu.

X

Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.

X

Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M, SPÆ412M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

BA-ritgerð í spænsku (SPÆ261L)

BA-ritgerð í spænsku.

X

Kvikmyndir Spánar (SPÆ101M, SPÆ303M)

Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).

X

Sérverkefni (SPÆ501G, SPÆ502G)

Sérverkefni í spænsku. Nemendur hafa samband við leiðbeinanda áður en þeir skrá sig.

X

Sérverkefni í spænsku: Orðabókafræði (SPÆ501G, SPÆ502G)

Sérverkefni í spænsku. Nemendur hafa samband við leiðbeinanda áður en þeir skrá sig.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

BA-ritgerð í spænsku (SPÆ261L)

BA-ritgerð í spænsku.

X

Spænska í ferðaþjónustu og viðskiptum (SPÆ104G)

Í námskeiðinu skipuleggja nemendur ferðir á spænsku til ýmissa landa, t.d. Íslands, Spánar, Perú og Mexíkó, og móttöku ferðamanna í þessum löndum ásamt skipulagningu styttri og lengri ferða (skoðunarferðir, menningatengdar ferðir, afþreyingaferðir, m.m.). Einnig verður farið í ýmislegt sem lýtur að viðskiptum og  menningarlæsi í viðskiptum.

Sérstök áhersla verður lögð á orðaforða sem viðkemur ferðaþjónustu og viðskiptum.

X

Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)

Sérverkefni í samráði við greinarformann.

X

Nýlendubókmenntir (SPÆ402M, SPÆ501M)

Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.

X

Fjöldahreyfingar og jaðarmenning í Rómönsku-Ameríku (SPÆ411M)

Á námskeiðinu er leitast við veita innsýn í hina mörgu og ólíku menningarafkima Rómönsku- Ameríku. Ætlunin er að varpa ljósi á hliðarmenningar samtímans með aðstoð ýmissa forma menningarframleiðslu, svo sem kvikmynda, myndbanda, nýrra miðla og tónlistar. Sjónum verður m.a. beint að æskulýðsmenningu, tónlistar- og listamenningu, fjöldahreyfingum kvenna og umhverfissinna og öðru andófi ýmiskonar. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist enn frekari skilning á fjölmenningarlegum veruleika heimshlutans. Beitt verður margvíslegum greiningatækjum úr ranni hugvísinda, menningar- og félagsfræði. 

X

Al-Andalus: Múslimar á Spáni 711-1492 (MAF207G)

Í þessu námskeiði verður farið yfir tæplega átta hundruð ára sögu múslima á Spáni. Meðal umfjöllunarefna verður aðdragandi og framvinda innrásar múslima á Íberíuskaga árið 711, ríki múslima og blómaskeið þess næstu aldir, uppgang lista, bókmennta, byggingarlistar og fræða, mikilvægi arabíska tungumálsins og þýðingar á verkum arabískra fræðimanna á latínu. Einnig munum við skoða hvernig hugmyndir Evrópumanna um íslam og múslima mótuðust að hluta til vegna kynna þeirra af múslimum á Spáni, og hvernig kristin samfélög náðu yfirhöndinni á Íberíuskaga á síð-miðöldum. Námskeiðið er kennt á íslensku.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Álfgrímur Aðalsteinsson
Álfgrímur Aðalsteinsson
Spænskunám BA

Ég fór í lýðháskóla í Danmörku þegar ég var 17 ára og þegar ég útskrifaðist úr MH flutti ég til Granada í Andalúsíu á Spáni. Ég var þar í eina önn í spænskuskóla en núna er ég fluttur aftur heim til Íslands og er í Spænsku BA. Mér finnst það mjög skemmtilegt enda elska ég það tungumál og finnst námið mjög áhugavert og skiptinámið spennandi!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.