Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Heiðar Bernharðsson
Sólveig Johnsen
Hrannar Már Ólínuson
Katla Magnúsdóttir
BA

Að mínu mati er kvikmyndafræðin algjört möst fyrir upprennandi leikstjóra, handritshöfunda og framleiðendur. Planið mitt var að taka einungis eitt ár í kvikmyndafræði svo ég gæti farið í skiptinám í kvikmyndagerð. Það tók mig samt ekki langan tíma að átta mig á mikilvægi kvikmyndafræðanna og hvernig þau gera mig að betri kvikmyndagerðarmanni. Í skiptináminu gat ég fært margvísleg rök fyrir öllum mínum ákvörðunum á meðan hinir kvikmyndagerðarnemendurnir gátu það ekki. Kvikmyndafræðin dýpkaði skilning minn á kvikmyndum, Hollywood og sögunni sem skilar sér í því að verkefnin sem ég hef unnið i framhaldinu hafa fyrir vikið verið stórum betri. Þess vegna taldi ég mikilvægt að fara rakleiðis aftur í kvikmyndafræðina eftir skiptinámið til að klára. Kennararnir eru frábærir og skemmtilegar umræður skapast í tímum. Kvikmyndafræðin fær mann til að kafa dýpra. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.