Almenn málvísindi


Almenn málvísindi
BA – 180 einingar
Almenn málvísindi er vísindagrein sem fjallar um tungumálið í víðu samhengi, eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum kemur sér vel í margs konar störfum, svo sem fjölmiðlun, kynningarstarfi, rannsóknum og ritstörfum auk annarra starfa þar sem fengist er við tungumálið. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum.
Skipulag náms
- Haust
- Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi
- Aðferðir og vinnubrögð
- Inngangur að málfræði
- Vor
- Þróun málvísinda
- Málkerfið – hljóð og orð
- MálgerðarfræðiV
Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)
Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).
Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)
Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.
Inngangur að málfræði (ÍSL110G)
Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.
Þróun málvísinda (AMV205G)
Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.
Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)
Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.
Málgerðarfræði (AMV702G)
Fjallað verður um samanburð tungumála og helstu aðferðir og viðfangsefni málgerðafræðinnar, einkum að því er snertir setningafræði og beygingarfræði.
- Haust
- Söguleg málvísindi
- Setningar og samhengi
- Hljóðfræði og hljóðkerfisfræðiE
- Arabíska IV
- Tal- og málmeinV
- EinstaklingsverkefniV
- Táknmál og raddmálVE
- Breytingar og tilbrigðiV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Íslensk málsagaV
- Færeyska og íslenskaV
- Ritfærni: Fræðileg skrifV
- Almenn sálfræðiV
- Tölfræði IV
- Vor
- Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðirE
- Setningafræði
- Beygingar- og orðmyndunarfræðiE
- MálgerðarfræðiV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- TvítyngiV
- FornmáliðV
- Máltaka barnaV
- Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengiV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- MenningarheimarV
- Málfræði táknmáls IV
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Setningar og samhengi (ÍSL321G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.
Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)
Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Táknmál og raddmál (AMV603M)
Allt fram yfir miðja 20. öld töldu málfræðingar að táknmál væru ófullkomin tungumál í samanburði við raddmál en höfðu þó engar rannsóknir til að styðjast við. Það var ekki fyrr en árið 1960 að William C. Stokoe færði rök fyrir því að ameríska táknmálið (ASL) hefði sams konar málfræðilega uppbyggingu og raddmál þótt táknmál væru tjáð með höndum og ýmiss konar látbrigðum en ekki mannsröddinni. Þannig hafa táknmál merkingarlausar einingar sem hægt er að flétta saman til að mynda merkingarbær tákn, rétt eins og hljóðum er raðað saman til að mynda merkingarbær orð. Þetta er sannarlega ein mikilvægasta uppgötvun í málvísindum á 20. öld þótt hún hafi ekki vakið mikla athygli á sínum tíma. Síðan þá hefur enn styrkari stoðum verið rennt undir þá kenningu að táknmál hafi í meginatriðum sams konar málkerfi og raddmál og táknmálsrannsóknum hefur líka fleygt fram og þær ná nú til mun fleiri táknmála en ASL, þar á meðal íslenska táknmálsins (ÍTM).
Í þessu námskeiði verður fjallað um tvo meginflokka mannlegra mála, táknmál og raddmál, með áherslu á táknmál. Með ýmiss konar dæmum verður dregið fram það sem táknmál og raddmál eiga sameiginlegt í hljóðkerfisfræði (kerfi merkingarlausra eininga), orðhlutafræði, setningafræði, sögulegum málvísindum, félagslegum málvísindi og fleiru. Einnig verður hugað að því sem helst skilur á milli táknmála og raddmála og að hve miklu leyti slíkan mun megi rekja til ólíks miðlunarháttar.
Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)
Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Í námskeiðinu er farið í grunnþætti forritunar með forritunarmálinu Python og áhersla er lögð á greiningu textagagna. Námskeiðið hentar því vel fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er samkennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi og allir nemendur sitja sömu fyrirlestrana en BA-nemar fá styttri verkefni en MA-nemar. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Nemendur kynnast þar fyrir utan nokkrum málvinnslutólum sem hægt er að beita við textavinnslu. Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)
Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.
Almenn sálfræði (SÁL103G)
Inngangur að viðfangsefnum sálfræði. Helstu viðfangsefni eru skynhrif, skynjun, minni, hugsun, áhugi, nám, þroski, persónuleiki, greind, félagsskilningur og sálmein.
Tölfræði I (SÁL102G)
Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.
Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV313G)
Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.
Námskeiðið er kennt á ensku og samkennt með námskeiði á framhaldsstigi en námskröfur eru ólíkar.
Setningafræði (ÍSL440G)
Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.
Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.
Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)
Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Málgerðarfræði (AMV702G)
Fjallað verður um samanburð tungumála og helstu aðferðir og viðfangsefni málgerðafræðinnar, einkum að því er snertir setningafræði og beygingarfræði.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Fornmálið (ÍSL211G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.
Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku (málstöðvar í heilanum, markaldur í máli, o.fl.) og áhrif þess málumhverfis sem börn alast upp í á málþroska þeirra. Í því sambandi verður rætt um nýlegar rannsóknir á áhrifum stafræns málsambýlis við ensku á máltöku íslenskra barna. Auk þess verður fjallað um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin. Síðan verður gerð grein fyrir því hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði og þróun orðaforða. Einnig verður rætt um tengsl máltöku við málbreytingar, þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni, t.d. um mikilvægi orðaforða og hljóðkerfisvitundar fyrir lestrarnám. Að lokum verða frávik í málþroska rædd (lesblinda, stam, málþroskaröskun og aðrar málraskanir), fjallað um máltöku annars og erlends máls, tvítyngi og fjöltyngi. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra móðurmál sitt og þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið auk greina um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir.
Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengi (ÍSL616M)
Virka gervigreindartól á íslensku? Virkar þau jafnvel og í tungumálum eins og ensku? Í námskeiðinu er þessum tveimur spurningum velt upp í samhengi risamállíkana á borð við þau sem eru undirliggjandi í virkni ChatGPT og Claude spjallmennanna. Við skoðum hvernig hægt er að leggja mat á málfærni risamállíkana í tungumálum eins og íslensku og fjöllum um það hvort ýmsar hættur sem fylgja aukinni notkun spjallmenna (t.d. upplýsingaóreiða og bjagar/fordómar) séu ýktar þegar risamállíkönin eru nýtt í smærri málsamfélögum. Efnið er sett í fræðilegt samhengi þar sem skoðað að hvað virkni gervigreindar á íslensku segir okkur um eðli risamállíkana og mannlegs máls, m.a. þegar kemur að spurningum um hvernig börn og vélar læra mál.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Málfræði táknmáls I (TÁK207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.
Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.
- Haust
- Söguleg málvísindi
- Hljóðfræði og hljóðkerfisfræðiE
- BA-ritgerð í almennum málvísindum
- Arabíska IV
- Tal- og málmeinV
- EinstaklingsverkefniV
- Breytingar og tilbrigðiV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Íslensk málsagaV
- Færeyska og íslenskaV
- Ritfærni: Fræðileg skrifV
- Almenn sálfræðiV
- Tölfræði IV
- Vor
- Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðirE
- Beygingar- og orðmyndunarfræðiE
- BA-ritgerð í almennum málvísindum
- MálgerðarfræðiV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- TvítyngiV
- FornmáliðV
- Máltaka barnaV
- Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengiV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- MenningarheimarV
- Málfræði táknmáls IV
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)
Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.
BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)
BA-ritgerð í almennum málvísindum
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)
Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Í námskeiðinu er farið í grunnþætti forritunar með forritunarmálinu Python og áhersla er lögð á greiningu textagagna. Námskeiðið hentar því vel fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er samkennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi og allir nemendur sitja sömu fyrirlestrana en BA-nemar fá styttri verkefni en MA-nemar. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Nemendur kynnast þar fyrir utan nokkrum málvinnslutólum sem hægt er að beita við textavinnslu. Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)
Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.
Almenn sálfræði (SÁL103G)
Inngangur að viðfangsefnum sálfræði. Helstu viðfangsefni eru skynhrif, skynjun, minni, hugsun, áhugi, nám, þroski, persónuleiki, greind, félagsskilningur og sálmein.
Tölfræði I (SÁL102G)
Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.
Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV313G)
Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.
Námskeiðið er kennt á ensku og samkennt með námskeiði á framhaldsstigi en námskröfur eru ólíkar.
Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)
Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.
BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)
BA-ritgerð í almennum málvísindum
Málgerðarfræði (AMV702G)
Fjallað verður um samanburð tungumála og helstu aðferðir og viðfangsefni málgerðafræðinnar, einkum að því er snertir setningafræði og beygingarfræði.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Fornmálið (ÍSL211G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.
Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku (málstöðvar í heilanum, markaldur í máli, o.fl.) og áhrif þess málumhverfis sem börn alast upp í á málþroska þeirra. Í því sambandi verður rætt um nýlegar rannsóknir á áhrifum stafræns málsambýlis við ensku á máltöku íslenskra barna. Auk þess verður fjallað um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin. Síðan verður gerð grein fyrir því hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði og þróun orðaforða. Einnig verður rætt um tengsl máltöku við málbreytingar, þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni, t.d. um mikilvægi orðaforða og hljóðkerfisvitundar fyrir lestrarnám. Að lokum verða frávik í málþroska rædd (lesblinda, stam, málþroskaröskun og aðrar málraskanir), fjallað um máltöku annars og erlends máls, tvítyngi og fjöltyngi. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra móðurmál sitt og þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið auk greina um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir.
Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengi (ÍSL616M)
Virka gervigreindartól á íslensku? Virkar þau jafnvel og í tungumálum eins og ensku? Í námskeiðinu er þessum tveimur spurningum velt upp í samhengi risamállíkana á borð við þau sem eru undirliggjandi í virkni ChatGPT og Claude spjallmennanna. Við skoðum hvernig hægt er að leggja mat á málfærni risamállíkana í tungumálum eins og íslensku og fjöllum um það hvort ýmsar hættur sem fylgja aukinni notkun spjallmenna (t.d. upplýsingaóreiða og bjagar/fordómar) séu ýktar þegar risamállíkönin eru nýtt í smærri málsamfélögum. Efnið er sett í fræðilegt samhengi þar sem skoðað að hvað virkni gervigreindar á íslensku segir okkur um eðli risamállíkana og mannlegs máls, m.a. þegar kemur að spurningum um hvernig börn og vélar læra mál.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Málfræði táknmáls I (TÁK207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.
Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.