Skip to main content

Stjórnmálafræði

Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið

Stjórnmálafræði

BA – 180 einingar

Stjórnmálafræði er víðfeðmt fræðasvið sem undirbýr þig fyrir störf þar sem krafist er yfirgripsmikillar þekkingar á íslensku samfélagi og stjórnmálum; gangverki hins opinbera, hvort sem er á Íslandi eða erlendis; og samskiptum ríkja á alþjóðavettvangi.

Námið er einnig í boði sem 120e aðalgrein eða 60e aukagrein.

Skipulag náms

X

Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)

Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Matthías Ólafsson
Erla María Markúsdóttir
Matthías Ólafsson
BA í stjórnmálafræði

Ólíkt því sem margir telja er staðreyndin sú að Stjórnmálafræðideild HÍ er ekki formleg þjálfunaraðstaða fyrir Alþingi Íslendinga. Óneitanlega er námið frábært fyrir þá sem leitast við að starfa þar en tækifærin og möguleikarnir sem í því felast einskorðast ekki við hina fræknu löggjafarsamkundu.  Það felur í sér fjölbreytni sem mér þótti heillandi þegar ég stóð í því að velja háskólanám. Mig hafði löngum dreymt um að fara í háskóla í framandi löndum að loknu grunnnámi og ekki er ósennilegt að sá draumur rætist, þar sem BA-gráðan opnar möguleika á meistaranámi á félagsvísindasviðum háskóla víðsvegar um heiminn. Vinnubrögðin og þekkingin sem fólk tileinkar sér í stjórnmálafræði skilar þverfaglegum grunni til þess að starfa við hvað svo sem viðkemur samfélagi manna. Fjölbreytnin drýpur af hverju stjórnmálafræðistrái og það er ástæðan fyrir mínu vali.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.