Skip to main content

Mannfræði

Mannfræði

Félagsvísindasvið

Mannfræði

BA – 180 einingar

Mannfræðin skoðar menningu og samfélag með gagnrýnum hætti út frá margvíslegum sjónarhornum. Mannfræðingar leggja áherslu á að skilja hugmyndir og athafnir fólks og hvaða merkingu þær hafa. Til þess þarf að skoða ólík svið samfélagsins í samhengi og samanburði við önnur samfélög vítt og breitt um heiminn. Mannfræðin rannsakar fjölbreytt viðfangsefni svo sem þjóðerni í samtímanum, kyn, barnæsku, efnismenningu, ættartengsl, fólksflutninga, tengsl við umhverfið, þéttbýlismyndun, áhrifamátt miðla sem og þróunarsögu mannsins og hvað einkennir Homo sapiens sem tegund. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Vinnulag í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði (FMÞ101G)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir frekara háskólanám. Námskeiðið veitir nemendum alhliða þjálfun í faglegum vinnubrögðum í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði og hjálpar þeim að skipuleggja nám sitt. Fjallað er um grunnatriði gagnaöflunar, heimildameðferðar, fræðilegra skrifa og miðlunar í ræðu og riti.

Auk þess er fjallað um skipulagningu náms og aðferðir sem geta hjálpað nemendum að vinna markvisst að því að ná árangri, s.s. tímastjórnun, verkefnaáætlanir og árangursríkar námsvenjur. Einnig er kynnt hvaða úrræði og stoðþjónusta stendur nemendum til boða.

Sérstök áhersla er lögð á öflun og notkun rafrænna gagna, þ.m.t. gervigreindarverkfæri (í samræmi við akademískar reglur) sem geta stutt við rannsóknir og fræðileg skrif. Einnig hvaða takmarkanir og ábyrgð fylgja slíkri notkun.

Farið er í grunnþætti heimildameðferðar og úrvinnslu gagna, og nemendur þjálfaðir í heimildavinnslu og frágangi tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár skv. APA 7.0 staðlinum. Jafnframt er fjallað um grundvallaratriði í framsetningu fræðilegs efnis og þekkingar í ræðu og riti og nemendur þjálfaðir í að skipuleggja og miðla viðfangsefnum á fræðilegan hátt.

Að loknu námskeiði ættu nemendur að hafa skýra hugmynd um þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra vinnubragða nemenda í háskólanámi í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði og þær aðferðir sem beita þarf til að uppfylla þær kröfur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sara Diljá Sigurðardóttir
Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Sara Diljá Sigurðardóttir
Mannfræði - BA nám

Mannfræði er mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám þar sem menning, maðurinn og samfélagið er í miðpunkti. Kennslan er persónuleg þar sem kennarar og nemendur vinna oft saman og létt er að nálgast aðstoð hjá kennurum eða eldri nemendum. Námið er fullkomið fyrir þá sem vilja opna sýn sína á heiminn og öðlast fjölbreytta þekkingu á hinum ýmsu málefnum. Ég mæli með mannfræði við Háskóla Íslands fyrir alla sem vilja persónulegt og skemmtilegt nám sem að snertir á því sem er að gerast daglega í heiminum og fyrir þá sem vilja læra í skemmtilegu og persónulegu umhverfi. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Mannfræði á samfélagsmiðlum

 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.