Skip to main content

Kynjafræði - Aukagrein

Kynjafræði - Aukagrein

Félagsvísindasvið

Kynjafræði

Aukagrein – 60 einingar

Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins rétt eins og kynvitund, kynhneigð, litarháttur, þjóðernisuppruni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir.  Fjarnám.

Skipulag náms

X

Kynjamyndir og kynusli: Inngangur að kynjafræði (KYN106G)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnuð öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Einarsson
Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir
Kynjafræði nám

Ég valdi kynjafræði því ég vildi skilja betur það samfélag sem við búum í og hvernig valdamynstur birtast í því. Það sem heillaði mig mest við kynjafræðina var fjölbreytni námsins og hvernig kynjafræðin tengist öllum öngum samfélagsins. Ég vildi læra að stuðla að jafnrétti og betra samfélagi í heild. Í náminu hef ég lært margt sem hefur aukið skilning minn á hinu daglega lífi ásamt því að öðlast ómetanleg tækifæri til framtíðar.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.