Skip to main content

Tannlæknisfræði

Tannlæknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Tannlæknisfræði

cand. odont. gráða – 360 einingar

Í tannlæknisfræði læra nemendur tann- og munnvísindi og hvernig tannheilsa hefur áhrif á heilbrigði fólks. Nemendur fá þjálfun á tannlæknastofu Tannlæknadeildar. Einungis 8 nemendur halda áfram námi að loknu fyrsta misseri. 

Breyting á inntöku nemenda í tannlæknisfræði frá og með skólaárinu 2023-2024.

Skipulag náms

X

Efnafræði I (EFN106G)

Námskeið fyrir nemendur í tannlæknisfræði. Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Málmlífrænir komplexar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði og málmlífrænir komplexar. Eiginleikar fastefna.

X

Almenn líffræði A (LÆK112G)

Námskeiðið er grunnámskeið í líffærafræði og undirstöðufögum fyrir tannlækna.

Frumulíffræði (28F), farið í byggingu og starfsemi frumuhimnunnar, frymisnetsins, Golgi kerfisins, meltibóla/leysikorna, oxunarkorna og hvatbera. Fjallað verður um stoðgrindina þar á meðal milliþræði, örpíplur og aktínþræði. Kjarninn, þar á meðal uppbyggingu litnis, frumuhringinn, skiptispóluna, kjarnahjúpinn og kjarnagöng. Farið verður í eftirmyndun, umritun og þýðingu erfðaefnis. Gerð verður grein fyrir helstu boðferlum frumunnar. Einnig, frumu-frumu tengsl og tengsl frumna við umhverfi sitt. Áhersla verður lögð á viðloðunarprótein og tengsl þeirra við boðskiptakerfi frumnanna. Gerð verður grein fyrir hinum ýmsu gerðum frumna og hlutverki þeirra innan vefjagerða. Farið verður í frumulíffræði stofnfrumna.

Fósturfræði (12F), grundvallaratriði fósturfræði við myndun mannslíkamans, upphaf myndunar líffærakerfa með áherslu á myndun höfuðs og háls.

Vefjafræði (12F), helstu atriði almennrar vefjafræði kynnt, gerð þekjuvefja, bandvefja, fituvefja, brjósk- og beinvefja, vöðvavefja, taugavefja, æða og húðar. Lögð er áhersla á þekkingu á uppbyggingu og grundvallarstarfsemi frumna og vefja. Sértækri vefjafræði verða einnig gerð skil í tengslum við kennslu á innri líffærum. 

Almenn líffærafræði (30F), farið í grundvallaratriði í gerð mannslíkamans. Helstu þættir er snúa að líffærafræði útlima og bols. Líffærafræði iðrarlíffæra verður gerð skil þar sem kennt verður um líffærakerfi og einstök líffæri. Líffærafræði taugakerfis, megin flokkun í mið- og úttaugakerfi rakin og helstu grunneiningar kerfanna rædd.

X

Formfræði tanna verkleg (TAN101G)

Námskeiðinu er ætlað að kynna meginþætti í bersæju formi tanna mannsins. Sérstök áhersla verður lögð á að tengja formið við hlutverk tanna og tannhluta sem og hagnýtt gildi þessa við tannlækningar. Nemendur fá tækifæri til þess að öðlast reynslu í að greina tennur og tannhluta og færni í að móta tennur í vax eftir fyrirmyndum. Námskeiðinu er ætlað að byggja upp þekkingu og hagnýta undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í tannlæknisfræði.

X

Formfræði tanna fræðileg (TAN107G)

Námskeiðinu er ætlað að kynna meginþætti í bersæju formi tanna mannsins. Sérstök áhersla verður lögð á að tengja formið við hlutverk tanna og tannhluta sem og hagnýtt gildi þessa við tannlækningar. Nemendur fá tækifæri til þess að öðlast reynslu í að greina tennur og tannhluta og færni í að móta tennur í vax eftir fyrirmyndum. Námskeiðinu er ætlað að byggja upp þekkingu og hagnýta undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í tannlæknisfræði.

X

Forvarnir og heilsuefling (TAN013G)

Kynnt verður grunnþekking á orsökum og afleiðingum munnsjúkdóma með áherslu á hvernig beita má forvörnum.  Farið yfir grunnatriðin um hvernig miðla má tannheilsuforvörnum til almennings. 

X

Sálfræði og mannleg samskipti (TAN202G)

Fjallað er um flokkun- og tegundir  geðsjúkdóma og þá sérstaklega um birtingarmynd kvíða og þunglyndis og tíðni þeirra á Íslandi. Hvernig best sé að taka á móti og vinna með sjúklinga sem eru kvíðnir og eða daprir. Einnig er reynt að setja þátttakendur í spor sjúklinganna svo að þeir eigi auðveldara með að koma til móts við þá. Og þá einnig í spor aldraðra og fatlaðra. Fjallað er um verki, hvernig hægt sé að meta þá og hvaða afleiðingar þeir geti haft á þolandann.

X

Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn (HVS202G)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fyrsta námsári í greinum heilbrigðisvísinda.  Sameiginlegur heilbrigðisvísindadagur nýnema allra deilda á Heilbrigðisvísindasviði í janúar ár hvert. Fjallað er um þverfaglegt samstarf og mikilvægi þess. Farið verður í grundvallarþætti samstarfsins svo sem sameiginlega sýn á réttindi til heilsu, samskipti og siðfræði. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð heilbrigðisvísinda.

X

Heimspekileg forspjallsvísindi fyrir tannlæknanema (TAN282G)

Í fyrirlestrum verður fjallað um tilgátur, vísindalögmál, skýringar, skilgreiningu, sannanir og vísindalega aðferð. Ennfremur um siðfræði kenninga, vísindarannsókna og heilbrigðisstarfs. Kennsla fer fram á vormisseri 1. árs.

X

Efnafræði III (EFN204G)

Verklegar æfingar í almennri og lífrænni efnafræði: Algeng vinnubrögð á tilraunastofu. Magngreining og nýtni. Greining á jónum í þvagi. Ákvörðun á hvarfvarma og hvarfhraða. Sýru-basa eiginleikar og sýrustigsmælingar. Ákvörðun á jafnvægisfasta efnahvarfs og magngreining á járni í járntöflu með ljósmælingum. Efnasmíði nokkurra lífrænna efna með skiptihvarfi, alkylun og aldólþéttingu. Greining lífrænna kennihópa með afleiðum og þunnlagsskilju. Stoðfyrirlestrar tengja saman hagnýt atriði verklegu æfinganna og fræðilega undirstöðu þeirra í samræmi við fjölritað vinnuhefti og kennslubækur.

Námskeið EFN205G Efnafræði II þarf að taka samtímis þessu námskeiði.

X

Efnafræði II (EFN205G)

Námskeið fyrir nemendur í tannlæknisfræði. Almenn undirstöðuatriði lífrænnar efnafræði. Efnatengi, bygging og þrívíddarmynd lífrænna sameinda; eiginleikar, efnasmíði og efnahvörf helstu efnaflokka; hvarfgangar lífrænna efnahvarfa. Lögð er áhersla á umfjöllun um þau lífrænu efnasambönd, efnahvörf og hvarfganga, sem mikilvægir eru með tilliti til lífefnafræði, ensímahvataðra efnahvarfa og læknisfræði almennt.

X

Almenn líffærafræði B (höfuð og háls) (TAN010G)

Námskeiðið fjallar um líffærafræði höfuðs og háls. Í fyrirlestrum er farið yfir fósturfræði, líffærakerfi og svæði höfuðs og háls. Sérstök áhersla er lögð á líffærafræði andlits, munnhols og líffærakerfi í starfi munns. Sýnikennsla eftir því sem aðstæður leyfa.

X

Bitfræði fræðileg (TAN103G)

Fjallað er um tannbogana í heild, lögun þeirra og innbyrðis afstöður í biti og við bithreyfingar. Námið felur í sér verklegar æfingar og seminarverkefni.

X

Bitfræði verkleg (TAN104G)

Fjallað er um tannbogana í heild, lögun þeirra og innbyrðis afstöður í biti og við bithreyfingar. Námið felur í sér verklegar æfingar og seminarverkefni.

X

Líffræði munns I (TAN204G)

Námskeiðið fjallar um myndun andlits og munnhols með séráherslu á myndun, vefjafræðilega uppbyggingu og starfsemi tanna og nærliggjandi stoðvefja.

X

Geislaeðlisfræði (TAN319G)

Byggt verður á hluta I og II í kennslubók.

100% skriflegt próf í lok haustannar.

Geislaeðlisfræði og grunnur í röntgenfræðum fyrir tannlæknanema.

Í upphafi annar verður verkleg kynning á röntgentækjum sem notuð eru við Tannlæknadeildina. Nemendur fá að spreyta sig á að taka röntgenmyndir og farið verður í helstu grunnatriði í smitvörnum sem varða röntgenupptöku. Einnig í framkomu við sjúklinga, þegar kemur að röntgenupptökum. Þessi hluti er í sambandi við Greiningu I. 

Geislaeðlisfræði: Undirstaða í geislaeðlisfræði með áherslu á notkun jónandi geislunar í tannlæknisfræði. Rafsegulbylgjur, röntgentækið, mæling á jónandi geislun, dofnunarstuðlar og helmingunarþykktir.  Líffræðileg áhrif jónandi geislunar. Geislavarnir og öryggi. Helstu tegundir myndgreiningar sem notaðar eru í tann(læknisfræði).

Röntgenupptökur í tannlækningum. Vörpun og rúmfræði. Framkvæmd upptöku. Mismunandi stafræn röntgentæki fyrir tannsmámyndir (intra oral), filmur (hliðræn röntgentækni). Utan munns röntgenmyndir (extra oral): kjálkabreiðmyndir  (OPG, panoramic), hliðarmyndir (Ceph), fram-aftur myndir (AP) og Keilugeislasneiðmyndir (CBCT-Cone beam CT). 

Eðlileg líffærafræði (anatómía).  Hvað sést á smámyndum (i.o), og kjálkabreiðmyndum. Það sem nemendur áður hafa lært í hefðbundinni líffærafræði er yfirfært á það sem sést á tannröntgenmyndum, með áherslu á smámyndir og kjálkabreiðmyndir.

Tölustafir innan sviga vísa í þann kafla í kennslubók sem er uppistaða í hverjum fyrirlestri.

Flestir fyrirlestrar verða á ZOOM (Z). Sumir teknir upp og sumir í beinni.  Stundarskrá miðvikudagar á haustönn frá 10-11:30.

X

Lífeðlisfræði I TN (LÆK212G)

LÆK212G er fyrri hluti námskeiðs um lífeðlisfræði mannslíkamans, seinni hlutinn er tekinn fyrir í LÆK213G.  Tannlæknanemum, matvæla- næringarfræðinemum er kennt saman.  Forkrafa fyrir LÆK212G er námskeið í frumulíffræði, samanber LÆK112G Almenn líffræði A eða MON204G Frumulíffræði. 

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum, verklegum æfingum, umræðufundum, áfangaprófum og lokaprófi.  Eftirfarandi efni er tekið fyrir í LÆK212G:  Samvægisstýrikerfi, frumuhimnur, himnuspennur, taugalífeðlisfræði, frálægar taugar, beinagrindarvöðvar og sléttir vöðvar, miðtaugakerfið, stjórn hreyfinga, skynjun (húðskyn, bragð, lykt, sársauki, sjón, heyrn, jafnvægi), hjarta, blóðrás og blóðið. Framkvæmdar eru þrjár verklegar æfingar: Skynjun, Vöðvar og Blóðrás. Skyldumæting er í allar verklegu æfingarnar

X

Inngangur að tannlæknisfræði (TAN108G)

Námsefni:Kynning á klínískum greinum tannlækninga fyrir nema í Tannlæknadeild, námsbraut í tannsmíði og tanntæknanema. 

X

Sameindalífvísindi A (LÆK310G)

Námskeið í sameindalífvísindum fyrir nemendur á 2. ári í lyfjafræði, næringarfræði og tannlæknisfræði. Farið verður yfir hugtök og aðferðir í erfðafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði. Í inngangsfyrirlestrum verður gefið yfirlit yfir þessar fræðigreinar og samþættingu þeirra. Fyrirlestrar fjalla um erfðamengi, erfðaefni, litninga, mítósu og meiósu, gen, mendelskar-, mítókondríu- og fjölþátta erfðir, helstu efnaskipti DNA og erfðatækni. RNA sameindir, tjáningu gena og umritun. Amínósýrur, peptíðtengi, nýmyndun og niðurbrot próteina. Myndbygging próteina, próteinlyf, ensím og ensímhvötuð efnahvörf. Einnig verður fjallað um transgenísk tilraunadýr, lífupplýsingafræði, sameindaerfðafræði veira og genalækningar. Lögð verður áhersla á notkun þessara fræðigreina í heilbrigðisþjónustu.

Umræðutímar: Nemendasértækir umræðutímar fyrir hvern nemendahóp.

Verklegar æfingar: Einangrun og greining á DNA úr blóði.

X

Greining I (TAN203G)

Kennsla í skoðun og greiningu sjúkdóma í munnholi einstaklinga sem koma í skoðun á THÍ og kennsla í töku röntgenmynda.

Áfanginn hefst með námskeiði í röntgenmyndatöku einn eftirmiðdag í upphafi misseris. Það inniheldur 2 fyrirlestra ásamt verklegri kennslu í röntgenmyndatökum, framköllun (aflestri) röntgenmyndanna og vinnslu þeirra í röntgenforriti.

Einnig verður haldinn inngangsfyrirlestur í upphafi fyrst kliniktíma þar sem námskeiðið verður kynnt.

Kennsla fer fram á klinik á miðvikudögum frá kl. 12.30-16.15.

X

Almenn meinafræði (TAN208G)

Fjallað er um frumu- og vefjabreytingar við ýmis konar áreiti, afleiðingar frumuskemmda, bólguviðbrögð, græðslu og viðgerð, ónæmisviðbrögð, truflanir á vökva- og blóðflæði, ofvöxt og eðli æxlisvaxtar, meðfædda sjúkdóma og sjúkdómsbreytingar í einstökum líffærum.

X

Örverufræði (TAN285G)

Fjallað er um (i) örverur í munni; (ii) smitsjúkdóma í munni; (iii) tannátu og tannvegsbólgu. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

X

Ónæmisfræði (TAN284G)

Fræðilegt grunnnám í ónæmisfræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Því lýkur með skriflegu prófi.  

X

Lífeðlisfræði II TN (LÆK213G)

LÆK213G er seinni hluti námskeiðs um lífeðlisfræði mannslíkamans. Forkrafa er LÆK317G, sem inniheldur fyrri hlutann. Tannlæknanemum og næringarfræðinemum er kennt saman. 

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum, verklegum æfingum, umræðufundum, málstofum, spurningaverkefnum og áfangaprófum.  Eftirfarandi efni er tekið fyrir í LÆK213G: Öndun, nýrnastarfsemi, vökva- og sýrubasavægi, stjórn fæðuinntöku, meltingarkerfið, undirstúka og heiladingull, dægursveiflur, orkuvægi og hitastjórnun, stjórn efnaskipta og vaxtar (starfsemi bris, skjaldkirtils og nýrnahetta), æxlunarlífeðlisfræði. Framkvæmdar eru tvær verklegar æfingar: Nýrnastarfsemi og Áreynslulífeðlisfræði. Ein skrifleg skýrsla, umræðufundur og verkpróf er úr hvorri æfingu fyrir sig. Skyldumæting er í allar verklegu æfingarnar sem og tilheyrandi umræðufundi og verkpróf, og einnig er skilaskylda á verklegum skýrslum, og fellur próftökuréttur niður ef ekki er mætt eða skilað. Hver nemendi ekur þátt í einu spurningaverkefni og flytur eitt málstofuerindi að eigin vali á misserinu og er skilaskylda á glærunum (powerpoint glærum). Það eru fjögur stutt áfangapróf og gilda 3 þeirra betri inn í misserismatið.  Skyldumæting er í 75% af málstofuerindum og spurningaverkefnum, og í öll áfangapróf.

X

Sameindalífvísindi B (LÆK408G)

Námskeiðið er fyrir nemendur á 2. ári í lyfjafræði, næringarfræði og tannlæknisfræði. Í námskeiðinu er lögð áhersla á efnaskipti og þá þætti efnaskipta sem hafa sérstaka þýðingu fyrir þessa nemahópa. Fjallað verður um háorkusambönd, efnaskipti kolvetna, fitu og amínósýra. Samhæfing efnaskipta, núkleótíð, járn, hem, lifur, hormón og næringu. Í síðasta hluta námskeiðsins sem er einungis fyrir lyfjafræðinema og tannlæknanema verður fjallað um meltingu, upptöku og virkni næringarefna með áherslu á áhrif þeirra á heilsu.

Umræðutímar: Efnaskipti

Verklegar æfingar: Einangrun próteins á súlu, mæling á próteinstyrk, rafdráttur próteina, ónæmismæling (ELISA).

X

Greining II (TAN205G)

Kennsla í skoðun og greiningu sjúkdóma í munnholi einstaklinga sem koma í skoðun á THÍ. Námskeiðið er framhald Greiningar I.

Kennsla fer fram á klinik á miðvikudögum frá kl. 12.30-16.15.

X

Meinafræði munns og kjálka (TAN302G)

Fjallað er um sjúklegar breytingar og sjúkdóma í vefjum munns og kjálka.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Lyfjafræði II Ta (LÆK307G)

Kennd er sérhæfð lyfjafræði (um sérhæfða verkun lyfja á líffæri og fleiri líffærakerfi), samhæfð lyfjafræði (um atriði, sem sameiginleg eru lyfjum og lúta að frásogi, dreifingu, útskilnaði, umbrotum o.fl. í líkamanum). Með þessum þætti kennslunnar fylgir lítils háttar sýnikennsla. Sérstök áhersla er lögð á lyfjafræði tannlækna, þ.e.a.s. þau lyf, er tannlæknar nota. Fyrirkomulag kennslunnar verður þannig, að kennt verður á tveimur námskeiðum, sem bæði eru kennd á haustmisseri.

X

Lyfjafræði I Ta (LÆK308G)

Lyfjahvarfafræði: Yfirlit yfir lyfjaform. Frásog, dreifing, útskilnaður og umbrot lyfja. Gildi lyfjamælinga í blóði. Lyfjaviðtakar. Samband skammta og verkunar. Hjáverkanir lyfja. Öldrunarlyfjafræði. Milliverkun lyfja.

Lyfhrifafræði: Lyfjafræði innkirtla. Vítamín. Járn. Bólgueyðandi lyf. Lyfjafræði úttaugakerfis. Lyfjafræði miðtaugakerfis. Sýklalyf. Magasjúkdómalyf. Blóðþrýstingslækkandi lyf. Hjartalyf. Segavarnarlyf. Krabbameinslyf (lyf við illkynja sjúkdómum). Ónæmisbælandi lyf (immunosuppressiva). Fitulækkandi lyf. Lyf við beinþynningu og offitu.

X

Tannfylling aðfari I (TAN304G)

Kennd eru undirstöðuatriði við tannskurð, tannfyllingu og efnisfræði tannfyllingarefna.

X

Heilgóma- og partagerð aðfari I (TAN305G)

Kennd eru undirstöðuatriði í heilgóma- og partagerð þannig að nemendur séu undir það búnir að vinna slík verkefni í sjúklingum.  
Kennslan skiptist í fræðilega fyrirlestra, verklega sýnikennslu og verklegar æfingar.  Einnig er fræðileg kennsla í efnisfræði þeirra efna sem notuð eru í heilgóma- og partagerð. Námskeiðið stendur yfir á haust-og vormisseri 3. árs og lýkur með skriflegu prófi og með skilum á verklegum verkefnum sem metin eru til verklegrar einkunnar.

X

Krónu- og brúargerð aðfari I, (TAN306G)

Kennd eru undirstöðuatriði meðferðar niðurbrotinna tanna og minniháttar tanntaps með krónu- og brúargerð ásamt tilsvarandi efnisfræði.

X

Faraldsfræði (LÆK616G)

Námskeiðið er inngangur að faraldsfræðilegum rannsóknaraðferðum og nálgun orsaka. Námskeiðið gefur yfirlit yfir mælingar á tíðni sjúkdóma, áhættu og afstæðri áhættu, gerðir faraldsfræðilegra rannsókna (íhlutandi rannsóknir, hóprannsóknir, tilfella-viðmiðsrannsóknir). Farið er yfir kerfisbundna skekkjuvalda og aðferðir við að komast hjá þeim á undirbúningsstigi rannsókna og í úrvinnslu gagna. Nemendur fá þjálfun í því að ritrýna faraldsfræðilegar rannsóknir.

X

Tannfylling, aðfari II, skriflegt (TAN301G)

Kennd eru undirstöðuatriði við tannskurð, tannfyllingu og efnisfræði tannfyllingarefna. Fyrirlestrar samtals 14 kennslustundir hvort misseri, yfirleitt haldnir í tveimur lotum hvort misseri. Hlutapróf (gildir 20% af lokaeinkunn) er haldið í október í inngangi á preklinik og silfurblendisfyllingum.

X

Tannfylling, aðfari II, verklegt (TAN307G)

Kennd eru undirstöðuatriði við tannskurð, tannfyllingu og efnisfræði tannfyllingarefna.

X

Heilgóma-og partagerð, aðfari II, skriflegt (TAN308G)

Kennd eru undirstöðuatriði í gerð heilgóma og parta, þ.e. tæknivinna og tilheyrandi efnisfræði.

X

Heilgóma-og partagerð, aðfari II, verklegt (TAN309G)

Kennd eru undirstöðuatriði í gerð heilgóma og parta, þ.e. tæknivinna og tilheyrandi efnisfræði.

X

Krónu-og brúargerð, aðfari II, skriflegt (TAN310G)

Kennd eru undirstöðuatriði meðferðar niðurbrotinna tanna og minniháttar tanntaps með krónu- og brúargerð ásamt tilsvarandi efnisfræði.

X

Krónu-og brúargerð, aðfari II, verklegt (TAN311G)

Kennd eru undirstöðuatriði meðferðar niðurbrotinna tanna og minniháttar tanntaps með krónu- og brúargerð ásamt tilsvarandi efnisfræði.

X

Röntgengreining (TAN314G)

 

Stuðst verður við þriðja hluta kennslubókar sem notuð er í Röntgenfræði I á haustönn 2. árs.  (Kafli 18-32). Einnig verður farið í kafla 15 og 17. 

Röntgengreining á meinsemdum og frávikum í tönnum og kjálkum. Mismunagreining. Hvernig skrifa skal greiningu á röntgenmynd í sjúrnal og mikilvægi þess. Byggt er á grunni frá Röntgenfræði I.  

 

X

Heilgómagerð I fræðileg (TAN422G)

Kennd eru fræðileg atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum  auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Fjallað er um efnisfræði þeirra efna er notuð eru í heilgómagerð. 

X

Bitlækningar II, verklegt (TAN420G)

Fjallað er um gerð og störf bitfæranna í heild. Kennslan felur m.a. í sér taugalífeðlisfræði munns og kjálka. kjálkaliði og samstarf bit- og hálsvöðva, tannboganna í heild og bitið, verki í munni og andliti ásamt greiningu andlits- og höfuðverkja og meðferð álagstengdra sjúkdóma og kvilla í kjálkum. Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð á algengustu álagstengdum kvillum og starfsmeinum í munni og kjálka sem ekki má rekja til tanna eða tannhalds. Í fyrirlestrum er fjallað um orsakir, meingerð og meðferðarúrræði við kjálkakvilla, sjúkraþjálfun, lyfjameðferð, líffræði verkja og verkjamat, sjúkdóma í kjálkaliðum, sálfræðilegar hliðar þrálátra verkja, höfuð- og andlitsverki, taugaverki. Kennsla fer fram á vormisseri 3.árs með fyrirlestrum og verklegum æfingum en á 4. ári hefst klínískt nám samhliða fyrirlestrum og sýnikennslu.

X

Krónu- og brúargerð I (TAN421G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Fyrirlestrar eru alls 12 og verða þeir haldnir í tveimur lotum í inngangsviku og viku 2. Verklegir tímar eru alls 132 klst og eru samkenndir með TAN407G Heilgómagerð I og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verkleg kennsla í krónu- og brúargerð hefst á haustmisseri 4. árs og líkur á vormisseri 6. árs.

X

Bitlækningar II, skriflegt (TAN401G)

Fjallað er um gerð og störf bitfæranna í heild. Kennslan felur m.a. í sér taugalífeðlisfræði munns og kjálka. kjálkaliði og samstarf bit- og hálsvöðva, tannboganna í heild og bitið, verki í munni og andliti ásamt greiningu andlits- og höfuðverkja og meðferð álagstengdra sjúkdóma og kvilla í kjálkum. Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð á algengustu álagstengdum kvillum og starfsmeinum í munni og kjálka sem ekki má rekja til tanna eða tannhalds. Í fyrirlestrum er fjallað um orsakir, meingerð og meðferðarúrræði við kjálkakvilla, sjúkraþjálfun, lyfjameðferð, líffræði verkja og verkjamat, sjúkdóma í kjálkaliðum, sálfræðilegar hliðar þrálátra verkja, höfuð- og andlitsverki, taugaverki. Kennsla fer fram á vormisseri 3.árs með fyrirlestrum og verklegum æfingum en á 4. ári hefst klínískt nám samhliða fyrirlestrum og sýnikennslu.

X

Undirstaða klínískrar vinnu (TAN402G)

Námskeiðið er skilyrði þess að hefja nám í klíniskum greinum og fer fram fyrstu vikuna í september og fyrstu vikuna í janúar.

X

Tannsjúkdómafræði (TAN403G)

 Á námskeiðinu er kennt um sjúkdóma í hörðum vef tanna einkum tannátu og glerungseyðingu. Fjallað er um orsakir framgangs og tíðni tannátu og glerungseyðingu.

X

Tannhaldsfræði I (TAN404G)

Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Áhersla er lögð á fræðilegan og klínískan grundvöll munnhirðu, kynningu og meðferð áhalda og lyfja, sem notuð eru við tannhreinsun og tannhirðu. Kennsla er á formi fyrirlestra, seminara og sem meðhöndlun sjúklinga á klínik. Miðað er við, að nemendur ljúki skoðun, greiningu og hreinsimeðferð a.m.k. 6 sjúklinga með minnst 20 tennur hver til að ljúka námskeiðinu. 

X

Tannholsfræði I (TAN405G)

Fjallað er um aðgerðir í tannholi, sem nauðsynlegar kunna að vera vegna tannsjúkdóma eða slysa. Tækninámskeið verður á haustmisseri 4. árs. Fyrirlestrar á haust- og vormisseri 4. árs. Klínisk kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 3 misseri.

X

Tannfylling I (TAN406G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða.

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar eru um 81 klst og skiptast á 5 og 6 vikna lotur. Fyrsta vika fjórða árs hefur sér stundartöflu og kennir undirstöðuatriði fyrir klíníska vinnu.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Heilgómagerð I, verkleg (TAN407G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum  auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Deyfingar I (TAN417G)

Kennd eru undirstöðuatriði deyfinga í munni og kjálkum í formi fyrirlestra og verklegra æfinga.

X

Tannholsfræði II verkleg (TAN424G)

Fjallað er um aðgerðir í tannholi, sem nauðsynlegar kunna að vera vegna tannsjúkdóma eða slysa. Tækninámskeið verður á haustmisseri 4. árs. Fyrirlestrar á haust- og vormisseri 4. árs. Klínisk kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 3 misseri.

X

Tannhaldsfræði II verkleg (TAN423G)

Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð sjúkdóma í tannhaldi og við tannplanta. Áhersla er lögð á fræðilegan og klínískan grundvöll munnhirðu, kynningu og meðferð áhalda og lyfja, sem notuð eru við tannhreinsun og tannhirðu. Kennsla er á klínik og á formi fyrirlestra sem verða haldnir í lotu (vormisseri).  Skriflegt próf er að vori og gildir einkunn 1/3 af lokaeinkunn í tannhaldsfræði .

X

Almenn lyflæknisfræði (TAN409G)

Fjallað er um greiningu og meðferð sjúkdóma á sviði lyflæknisfræði.

Námsbók: Blueprints Medicine.  Vincent B. Young, William A. Kormos, Davoren A. Chick.

X

Tannhaldsfræði II, fræðileg (TAN410G)

Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð sjúkdóma í tannhaldi og við tannplanta. Áhersla er lögð á fræðilegan og klínískan grundvöll munnhirðu, kynningu og meðferð áhalda og lyfja, sem notuð eru við tannhreinsun og tannhirðu. Kennsla er á klínik og á formi fyrirlestra sem verða haldnir í lotu (vormisseri).  Skriflegt próf er að vori og gildir einkunn 1/3 af lokaeinkunn í tannhaldsfræði.

X

Bitlækningar III (TAN411G)

Fjallað er um gerð og störf bitfæranna í heild. Kennslan felur m.a. í sér taugalífeðlisfræði munns og kjálka. kjálkaliði og samstarf bit- og hálsvöðva, tannboganna í heild og bitið, verki í munni og andliti ásamt greiningu andlits- og höfuðverkja og meðferð álagstengdra sjúkdóma og kvilla í kjálkum. Kennd eru undirstöðuatriði við skoðun, greiningu og meðferð á algengustu álagstengdum kvillum og starfsmeinum í munni og kjálka sem ekki má rekja til tanna eða tannhalds. Í fyrirlestrum er fjallað um orsakir, meingerð og meðferðarúrræði við kjálkakvilla, sjúkraþjálfun, lyfjameðferð, líffræði verkja og verkjamat, sjúkdóma í kjálkaliðum, sálfræðilegar hliðar þrálátra verkja, höfuð- og andlitsverki, taugaverki. Kennsla fer fram á vormisseri 3.árs með fyrirlestrum og verklegum æfingum en á 4. ári hefst klínískt nám samhliða fyrirlestrum og sýnikennslu.

X

Tannholsfræði II fræðileg (TAN412G)

Fjallað er um aðgerðir í tannholi, sem nauðsynlegar kunna að vera vegna tannsjúkdóma eða slysa. Tækninámskeið verður á haustmisseri 4. árs. Fyrirlestrar á haust- og vormisseri 4. árs. Klínisk kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 3 misseri.

X

Tannfylling II (TAN413G)

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar eru alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Heilgómagerð II (TAN414G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum  auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Krónu- og brúargerð II (TAN415G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Fyrirlestrar eru alls 16 og verða þeir haldnir í lotu í viku 1. Verklegir tímar eru alls 88 klst og eru samkenndir með TAN414G Heilgómagerð II og TAN418G Partagerð I og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verklegri kennslu í krónu- og brúargerð líkur á vormisseri 6. árs.

X

Samkennsla I (TAN416G)

Námskeið sem er sameiginlegt öllum klínísku árunum, 4., 5. og 6. ári. Kynntar eru ýmsar fræðigreinar og ýmis efni sem koma tannlækningum við eða hafa við þær snertifleti. Námskeiðið er á formi fyrirlestra og verkefnavinnu í tímum, þar sem fræðimenn viðkomandi sviðs stýra.

Fyrirlestraröð hvers misseris, er jafnframt opin til endurmenntunar starfandi tannlæknum. Dagskrá er auglýst ár hvert við upphaf vormisseris.

Umsjón: Eva Guðrún Sveinsdóttir lektor

X

Partagerð I (TAN418G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 5 misseri.

Nemandi þarf að hafa lokið skriflegu og verklegu prófi í aðfaranámskeiðum heilgóma-og partagerðar til þess að geta byrjað á þessu námskeiði.

X

Partagerð III verkleg (TAN531G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4.árs og er alls 4 misseri.

X

Tannfylling III (TAN507G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða. 

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar er alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Tannhaldsfræði III (TAN508G)

Kenndar eru orsakir, greining og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Sérstök áhersla er lögð á varnaraðgerðir. Kennsla er einu sinn í viku á klínik. Fyrirlestrar eru í lotu (haustmisseri). Á vormisseri 5. árs og á 6. ári fá nemendur þjálfun í skurðaðgerðum á tannhaldi og við tannplanta. Á vormisseri 5. árs er fræðilegt lokapróf sem gildir 2/3 af lokaeinkunn á móti fræðilegu prófi frá vormisseri 4. árs.

X

Tannholsfræði III (TAN509G)

Fjallað er um aðgerðir í tannholi, sem nauðsynlegar kunna að vera vegna tannsjúkdóma eða slysa. Tækninámskeið verður á haustmisseri 4. árs. Fyrirlestrar á haust- og vormisseri 4. árs. Klínisk kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 3 misseri.

X

Krónu- og brúargerð III (TAN510G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Engir fyrirlestrar eru í námskeiðinu en verklegir tímar eru alls 132 klst og eru samkenndir með TAN511G Heilgómagerð III og TAN524G Partagerð III og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verklegri kennslu í krónu- og brúargerð líkur á vormisseri 6. árs.

X

Heilgómagerð III (TAN511G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Barnatannlækningar I (TAN513G)

Meðhöndlun barna og unglinga, forvarnir, greining og meðferð munnsjúkdóma þeirra.

X

Munn/kjálkaskurðlækningar I (TAN514G)

Fjallað er um sjúkdóma í munni og kjálkum, greiningu og meðferð þeirra. Kynning á lyflæknisfræði munnhols eftir því sem tilefni gefst til. Kennsla fer fram með eftirfarandi hætti:

Fyrirlestrar á 5. ári:

24 fyrirlestrar (þrír heilir dagar) í fyrstu viku haustmisseris. Að auki 4 fyrirlestrar (hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris í samvinnu við krónu- og brúargerð og tannhaldsfræði, þar sem fjallað verður um tannplanta.

Fyrirlestrar á 6. ári:

20 (tveir og hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris.  Í þeirri sömu viku fyrirlestrar í samvinnu við barnatannlækningar og rótfyllingar þar sem fjallað verður um áverka á tennur og andlitsbein.

Klínísk kennsla fer fram einn eftirmiðdag í viku á 5. og 6. ári.

X

Partagerð II (TAN524G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4.árs og er alls 4 misseri.

X

Tannfylling IV, verklegt (TAN526G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða. 

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar er alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Krónu- og brúargerð IV verklegt (TAN529G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Í fyrstu viku verða haldnir 16 fyrirlestrar um notkun tannplanta í tannlækningum í samstarfi við TAN515G Tannhaldsfræði IV og TAN521G Munn- og kjálkaskurðlækningar II. Í viku 7 verða svo 16 fyrirlestrar í lotu. Verklegir tímar eru alls 88 klst og eru samkenndir með TAN527G Heilgómagerð IV og TAN525G Partagerð IV og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verklegri kennslu í krónu- og brúargerð líkur á vormisseri 6. árs.

X

Tannhaldsfræði IV verklegt (TAN530G)

Kenndar eru orsakir, greining og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Sérstök áhersla er lögð á varnaraðgerðir. Kennsla er einu sinn í viku á klínik. Á vormisseri 5. árs og á 6. ári fá nemendur þjálfun í skurðaðgerðum á tannhaldi og við tannplanta. Á vormisseri 5. árs er fræðilegt lokapróf sem gildir 2/3 af lokaeinkunn á móti fræðilegu prófi frá vormisseri 4. árs..Fyrirlestrar eru í lotu (vormisseri).

X

Heilgómagerð IV, verkleg (TAN527G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Tannhaldsfræði IV (TAN515G)

Kenndar eru orsakir, greining og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Sérstök áhersla er lögð á varnaraðgerðir. Fyrirlestrar eru í lotu í viku 1. Á vormisseri 5. árs og á 6. ári fá nemendur þjálfun í skurðaðgerðum við tannvegssjúkdómum. Fyrirlestrar eru í lotu (vormisseri). Á vormisseri 5. árs er fræðilegt lokapróf sem gildir 2/3 af lokaeinkunn á móti skriflegu prófi á 4. námsári.

X

Tannholsfræði IV (TAN516G)

Fjallað er um aðgerðir í tannholi, sem nauðsynlegar kunna að vera vegna tannsjúkdóma eða slysa.Tækninámskeið verður á haustmisseri 4. árs. Fyrirlestrar á haust- og vormisseri 4. árs. Klínisk kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 3 misseri.

X

Krónu- og brúargerð IV (TAN517G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Í fyrstu viku verða haldnir 16 fyrirlestrar um notkun tannplanta í tannlækningum í samstarfi við TAN515G Tannhaldsfræði IV og TAN521G Munn- og kjálkaskurðlækningar II. Í viku 7 verða svo 16 fyrirlestrar í lotu. Verklegir tímar eru alls 88 klst og eru samkenndir með TAN527G Heilgómagerð IV og TAN525G Partagerð IV og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verklegri kennslu í krónu- og brúargerð líkur á vormisseri 6. árs.

X

Tannfylling IV, skriflegt (TAN518G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða. 

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar er alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Tannréttingar II (TAN519G)

Námskeiðið er fræðilegt og fjallar um vöxt og þroska höfuðkúpu, andlits og kjálka frá því á fósturstigi og þar til vexti lýkur og þróun bitsins eftir fæðingu. Fjallað verður um greiningu og þróun frávika í afstöðu kjálka, tannboga og tanna, tíðni þeirra, orsakir, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð í fyrirlestrum í síðari lotu vormisseris. Að því loknu er gert ráð fyrir að nemendur mæti á klíník (6 sinnum) og aðstoði eldri nema við klínísk störf.

X

Barnatannlækningar II (TAN520G)

Meðhöndlun barna og unglinga, forvarnir, greining og meðferð munnsjúkdóma þeirra.

X

Munn/kjálkaskurðlækningar II (TAN521G)

Fjallað er um sjúkdóma í munni og kjálkum, greiningu og meðferð þeirra. Kynning á lyflæknisfræði munnhols eftir því sem tilefni gefst til. Kennsla fer fram með eftirfarandi hætti:

Fyrirlestrar á 5. ári:

24 fyrirlestrar (þrír heilir dagar) í fyrstu viku haustmisseris. Að auki fyrirlestrar (hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris í samvinnu við krónu- og brúargerð og tannhaldsfræði, þar sem fjallað verður um tannplanta.

Fyrirlestrar á 6. ári:

20 (tveir og hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris.  Í þeirri sömu viku fyrirlestrar í samvinnu við barnatannlækningar og rótfyllingar þar sem fjallað verður um áverka á tennur og andlitsbein.

Klínísk kennsla fer fram einn eftirmiðdag í viku á 5. og 6. ári.

X

Samkennsla II (TAN523G)

Námskeið sem er sameiginlegt öllum klínísku árum Tannlæknadeildar, 4., 5. og 6. ári. Kynntar eru ýmsar fræðigreinar og ýmis efni sem koma tannlækningum við eða hafa við þær snertifleti. Námskeiðið er á formi fyrirlestra og verkefnavinnu í tímum, þar sem fræðimenn viðkomandi sviðs stýra.

Fyrirlestraröð hvers misseris, er jafnframt opin til endurmenntunar starfandi tannlæknum. Dagskrá er auglýst ár hvert við upphaf vormisseris.

Umsjón: Eva Guðrún Sveinsdóttir lektor

X

Partagerð IV (TAN525G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4.árs og er alls 4 misseri.

X

Heilgómagerð IV verkleg (TAN633G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Munn/kjálkaskurðlækningar III verklegt (TAN631G)

Fjallað er um sjúkdóma í munni og kjálkum, greiningu og meðferð þeirra. Kynning á lyflæknisfræði munnhols eftir því sem tilefni gefst til. Kennsla fer fram með eftirfarandi hætti:

Fyrirlestrar á 5. ári:

24 fyrirlestrar (þrír heilir dagar) í fyrstu viku haustmisseris. Að auki 4 fyrirlestrar (hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris í samvinnu við krónu- og brúargerð og tannhaldsfræði, þar sem fjallað verður um tannplanta.

X

Barnatannlækningar III, fræðilegt (TAN632G)

Fræðileg kennsla sem lýtur að meðhöndlun barna og unglinga, forvörnum, greiningu og meðferð munnsjúkdóma hjá börnum.

X

Greining III (TAN602G)

Kennsla í skoðun og greiningu sjúkdóma í munnholi einstaklinga sem koma í skoðun á THÍ.

X

Tannfylling V (TAN603G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða. 

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar er alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Munn- og kjálkaskurðlækningar III fræðilegt (TAN604G)

Fjallað er um sjúkdóma í munni og kjálkum, greiningu og meðferð þeirra. Kynning á lyflæknisfræði munnhols eftir því sem tilefni gefst til. Kennsla fer fram með eftirfarandi hætti:

Fyrirlestrar á 5. ári:

24 fyrirlestrar (þrír heilir dagar) í fyrstu viku haustmisseris. Að auki fyrirlestrar (hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris í samvinnu við krónu- og brúargerð og tannhaldsfræði, þar sem fjallað verður um tannplanta.

Fyrirlestrar á 6. ári:

20 (tveir og hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris.  Í þeirri sömu viku fyrirlestrar í samvinnu við barnatannlækningar og rótfyllingar þar sem fjallað verður um áverka á tennur og andlitsbein.

Klínísk kennsla fer fram einn eftirmiðdag í viku á 5. og 6. ári.

X

Tannhaldsfræði V (TAN605G)

Kenndar eru orsakir, greining og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Sérstök áhersla er lögð á varnaraðgerðir.  Á 6. ári fá nemendur þjálfun í skurðaðgerðum við tannhaldssjúkdómum og sjúkdómum við tannplanta.

X

Tannréttingar III (TAN606G)

 Námskeiðið er fræðilegt og verklegt og fjallar um vöxt og þroska höfuðkúpu, andlits og kjálka frá því á fósturstigi og þar til vexti lýkur og þróun bitsins eftir fæðingu. Fjallað verður um greiningu og þróun frávika í afstöðu kjálka, tannboga og tanna, tíðni þeirra, orsakir, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð.

X

Barnatannlækningar III, verklegt (TAN607G)

Meðhöndlun barna og unglinga, forvarnir, greining og meðferð munnsjúkdóma þeirra.

X

Krónu- og brúargerð V (TAN608G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Engir fyrirlestrar eru í námskeiðinu en verklegir tímar eru alls 132 klst og eru samkenndir með TAN624G Partagerð I og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

Verklegri kennslu í krónu- og brúargerð líkur á vormisseri 6. árs.

X

Partagerð V (TAN623G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 4 misseri.

X

Lyflæknisfræði munns (TAN604M)

Nemandinn lærir þau undirstöðuatriði sem þarf til að meta, greina og meðhöndla þau lyflæknisfræðilegu vandamál sem hafa áhrif á munn og kjálka eða skipta máli við klíníska vinnu í tannlækningum. Nemandinn fylgir kennara eftir á stofu einn eftirmiðdag á vorönn og einn eftirmiðdag á haustönn. Fyrirlestrar verða kenndir í tveggja daga lotu sem inniheldur alls 16 fyrirlestra. Prófað verður úr áfanganum í lok námsárs.

X

Samkennsla III (TAN609G)

Námskeið sem er sameiginlegt öllum klínísku árum Tannlæknadeildar, 4., 5. og 6. ári. Kynntar eru ýmsar fræðigreinar og ýmis efni sem koma tannlækningum við eða hafa við þær snertifleti. Námskeiðið er á formi fyrirlestra og verkefnavinnu í tímum, þar sem fræðimenn viðkomandi sviðs stýra.

Fyrirlestraröð hvers misseris, er jafnframt opin til endurmenntunar starfandi tannlæknum. Dagskrá er auglýst ár hvert við upphaf vormisseris.

Umsjón: Eva Guðrún Sveinsdóttir, lektor

X

Tannfylling VI (TAN611G)

Markmið náms í tannfyllingu grundvallast á að  kunna góð skil á fjórum aðalþáttum fagsins: forvörnum, stöðvun á sjúkdómsferli, verndunar og viðhalds tannvefs, auk tannviðgerða.

Fjallað er um efni sem notuð eru til viðgerða og uppbygginga á tönnum. Kennd er meðferð við tannátu og öðrum sjúkdómum er herja á tennur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og almennar tannviðgerðir eru kenndar með fyrirlestrum, lestri bóka og vísindagreina sem og meðferð sjúklinga á klíník. Fyrirlestrar, greinalestur, seminör og sjúklingatilfelli, samtals 14 kennslustundir, verða haldin í tveimur lotum inngangsviku og lotuvikum. Verklegir tímar eru alls 88 klst og skiptast á tvær 6 vikna lotur. Munnlegt próf í formi kynningar á sjúklingatilfelli er haldið á vormisseri 6. árs, og hefur útkoma þess 20% vægi í lokaeinkunn í verklegri tannfyllingu.

Kennsla í verklegri tannfyllingu hefst á haustmisseri 4. árs og lýkur á vormisseri 6. árs.

X

Heilgómagerð V (TAN612G)

Kennd eru klínísk atriði við gerð hefðbundinna heilgóma, sáragóma, ásetugóma/föstum brúm studdum tannplöntum auk annarra þátta sem snúa að tannleysi. Byggt er á fræðilegum grunni og gagnreyndum upplýsingum.

X

Tannhaldsfræði VI - verkleg (TAN614G)

Kenndar eru orsakir, greining og meðferð sjúkdóma í tannhaldi. Sérstök áhersla er lögð á varnaraðgerðir.  Á 6. ári fá nemendur þjálfun í skurðaðgerðum við tannhaldssjúkdómum og sjúkdómum við tannplanta.

X

Krónu-og brúargerð VI (TAN615G)

Kennd eru grundvallaratriði, fræðileg og verkleg, í nútíma tanngervalækningum byggðum á vísindalegum grunni. Lögð er áhersla á gerð heildarmeðferðaráætlunar fyrir sjúklinga og kennt er skref fyrir skref hvernig föst tanngervi á tennur og tannplanta eru gerð.

Engir fyrirlestrar eru í námskeiðinu en verklegir tímar eru alls 88 klst og eru samkenndir með TAN612G Heilgómagerð V og TAN624G Partagerð VI og skiptast á tvær 6 vikna lotur.

X

Munn/kjálkaskurðlækningar IV - verkl. (TAN617G)

Fjallað er um sjúkdóma í munni og kjálkum, greiningu og meðferð þeirra. Kynning á lyflæknisfræði munnhols eftir því sem tilefni gefst til. Kennsla fer fram með eftirfarandi hætti:

Fyrirlestrar á 5. ári:

24 fyrirlestrar (þrír heilir dagar) í fyrstu viku haustmisseris, Að auki fyrirlestrar (hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris í samvinnu við krónu- og brúargerð og tannvegsfræði, þar sem fjallað verður um tannplanta.

Fyrirlestrar á 6. ári:

20 (tveir og hálfur dagur) í sjöundu viku haustmisseris  Í þeirri sömu viku fyrirlestrar í samvinnu við barnatannlækningar og rótfyllingar þar sem fjallað verður um áverka á tennur og andlitsbein.

Klínísk kennsla fer fram einn eftirmiðdag í viku á 5. og 6. ári.

X

Tannréttingar IV (TAN618G)

Námskeiðið er fræðilegt og verklegt og fjallar um vöxt og þroska höfuðkúpu, andlits og kjálka frá því á fósturstigi og þar til vexti lýkur og þróun bitsins eftir fæðingu. Fjallað verður um greiningu og þróun frávika í afstöðu kjálka, tannboga og tanna, tíðni þeirra, orsakir, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð.

X

Tannréttingar IV - verkl. (TAN619G)

Námskeiðið er verklegt. Fyrri hluti er preklínisk námskeið í gómplötugerð, stoðbogagerð, máta og gerð afsteypna sem og greiningu röntgenmynda og annarra tannréttingagagna verða haldin í lotuviku á byrjun haustmisseris á sjötta ári. Síðari hlutinn er klínísk kennsla með sjúklinga og nær frá lokum preklíníska námskeiðsins til kennsluloka á vormisseri.

X

Barnatannlækningar IV - verklegt (TAN621G)

Meðhöndlun barna og unglinga, forvarnir, greining og meðferð munnsjúkdóma þeirra.

X

Greining IV (TAN622G)

Kennsla í skoðun og greiningu sjúkdóma í munnholi einstaklinga sem koma í skoðun á THÍ.

Námskeiðið hefst með kynningarfyrirlestri á prófi í upphafi fyrsta kennslutíma.

Kennsla fer fram á klinik á miðvikudögum frá kl. 12.30-16.15.

X

Partagerð VI (TAN624G)

Fjallað er um verkleg og fræðileg atriði þess hluta gervitannagerðar, sem ekki verða leyst með heilgómum eða brúm. Kennd er hönnun bráðabirgðalausna, svo og varanlegra málmgrinda. Kennsla hefst á vormisseri 4. árs og er alls 5 misseri.

X

Líftölfræði (LÆK617G)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lýðheilsurannsóknum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og SAS.

X

Líftölfræði (LÆK617G)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lýðheilsurannsóknum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og SAS.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir
Kristófer Sigurðsson
Elín Gunnarsdóttir
Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir
Tannlæknisfræði - BS nám

Mér finnst námið skemmtilegt og krefjandi og til þess að ná árangri verður maður að leggja mikið á sig. Við erum í litlum bekkjum og þannig myndast góður hópur sem að hjálpast að við að ná markmiðum sínum. Klaususinn inn í námið er mjög erfiður en eitthvað sem fólk kemst í gegnum með því að leggja sig ótrúlega mikið fram. Klaususinn kenndi mér hvernig það hentar mér að læra og hefur gefið mér meiri trú á sjálfri mér. Það kom mér á óvart hversu mikill hluti námsins er verklegur. Það finnst mér þó mikill kostur þar sem maður fær meiri reynslu áður enn maður fer sjálfur að vinna. 

Kristófer Sigurðsson
Tannlæknisfræði - BS nám

Námið hér við tannlæknadeild er virkilega skemmtilegt, en á sama tíma mjög krefjandi. Mikil áhersla er lögð á klínísku kennsluna, sem og fræðina sem á bak við hana liggur. Sjálfur hef ég mjög gaman að sjá þegar þetta tvennt kemur saman. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í náminu er hvað tannlækningar eru fjölbreytt fag. Þær snúast ekki aðeins um tennur heldur snerta þær einnig á almennri læknisfræði, efnafræði, lyfjafræði, sálfræði og eðlisfræði. Fyrir nemendur sem hafa gaman af læknavísindum, mannlegum samskiptum og auðvitað tönnum mæli ég hiklaust með þessu námi. Mér finnst það vera mikill kostur við Tannlæknadeild hvað hún er lítil, bekkirnir fámennir og kennslan þar af leiðandi mjög persónuleg. Þess má geta að vegna þessarar smæðar er Tannlæknadeild Háskóla Íslands í mikilli sérstöðu þegar kemur að klínískri kennslu í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndunum.

Elín Gunnarsdóttir
Tannlæknisfræði - BS nám

Ég hef alltaf viljað vinna í höndunum og svo þegar ég fór að huga að háskólanámi þá kom í ljós að tannlæknisfræðin hafði margt sem vakti áhuga hjá mér. Mér finnst námið krefjandi en virkilega skemmtilegt á sama tíma, við erum 8 saman á ári og erum orðnir svo góðir vinir. Félagslífið innan deildarinnar hefur líka alltaf verið mjög virkt sem gerir þessi 6 ár enn líflegri. Ef að þú hefur áhuga á að vinna í höndunum og eiga mikil samskipti við fólk á hverjum degi, vilt vinna á eðlilegum dagvinnutímum sem henta fjölskyldulífi og við mikið starfsöryggi er tannlæknisfræðin mögulega fyrir þig! Klásusinn var auðvitað mjög erfiður en algjörlega þess virði! Gott skipulag og harður haus er lykilatriðið og kemur manni mjög langt ef ekki alla leið í gegn. – Áfram þú! 

Hafðu samband

Skrifstofa Tannlæknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík
Sími: 525 4871
givars@hi.is
Viðtalstími samkvæmt samkomulagi

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.