Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Næringarfræði

BS – 180 einingar

Næringarfræði er vísindagrein sem kannar áhrif næringar á líkamlegt og andlegt heilbrigði mannsins á öllum æviskeiðum og við ólíkar aðstæður. Nemendur kynnast hlutverki og hollustu næringarefna og áhrifum þeirra á líkamann.

Skipulag náms

X

Frumulíffræði (MON204G)

Fyrirlestrar (46F): Inngangur; þróun lífsins; frumuhimnan: lífefnafræði og frumulíffræði; kjarninn: gen og genastjórn, litni, bygging kjarnans, kjarnahjúpur; frymisnet og Golgi líffæri; bólur og blöðrur; lýsósóm, peroxisóm og hvatberar; stoðkerfi og hreyfiprótein; boðferlar; frumuskipting; frumutengi og millifrumuefni (frumulíffræði og lífefnafræði); boðskipti (inngangur); þroskun og sérhæfing; upptaka og vinnsla næringarefna í frumur. Verklegar æfingar þar sem kynnt verður einangrun frumna; frumuræktun og smásjárskoðun. Umræðutímar, þar sem nemendur kynna vísindagrein er tengist næringarfræði og skila stuttri ritgerð.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Vignir Snær Stefánsson
Telma Björg Kristinsdóttir
Thelma Rut Grímsdóttir
Adda Bjarnadóttir
Atli Arnarson
Vignir Snær Stefánsson
BS í næringarfræði

Næring er einn af þeim þáttum sem gerir það að verkum að líf getur þrifist. Hver einasta lífvera hér á jörð er háð næringu á einn eða annan hátt og hún skiptir sköpun þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl. Hún stuðlar að því að við vöxum og þroskumst og er stór partur af lífi hvers og eins. Það gerir það líka að verkum að margir hafa skoðun á málinu og oft mismunandi. Mér fannst því kjörið að taka slaginn á næringarfræði og komast að því hverju vísindin hafa í dag komist að um heilbrigt samband fæðu og manns og hvaða spennandi þekking er að verða til.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Tölvupóstur: mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.