Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjafræði

BS gráða – 180 einingar

Lyfjafræði er fræðigrein sem fjallar um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfjaforma, að framleiðslu, notkun og verkun lyfjanna. Lyfjafræðinámið er fjölbreytt nám, samsett af bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk greina úr félagsvísindum.

Skipulag náms

X

Lífræn efnafræði 1 (EFN309G)

Lífræn efnafræði kemur við víðs vegar í lífinu okkar, bæði í lífheiminum okkar og í framleiðslu á hinum ýmsu vörum sem við notum dagsdaglega. Lífræn efnafræði kemur einnig fyrir í mörgum öðrum fögum, svo sem lífefnafræði, lyfjafræði, matvælafræði, og læknisfræði. Skilningur á lífrænu efnafræðinni getur hjálpað við að dýpka skilning okkar á framleiðsluferlum í efna- og matvælaiðnaði, ýmsum lífefnafræðiferlum, og virknihátt lyfja og framleiðslu þeirra.

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði lífrænnar efnafræði. Farið verður yfir hina ýmsu virknihópa, helstu eiginleika þeirra og hvarfgirni með sérstakri áherslu á  alkana, alkena, alkyna, alkýl halíða, og arómata. Einnig verður farið yfir rúmefnafræðileg atriði og efnagreiningar lífrænna efna með NMR, IR og MS.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Markús Leví Stefánsson
Íris Lind Magnúsdóttir
Ísak Máni Stefánsson
Kristín Rún Gunnarsdóttir
Markús Leví Stefánsson
Lyfjafræði - BS nám

Ég valdi lyfjafræði því ég hafði áhuga á lífrænni efnafræði og datt í hug að lyfjafræðin gæti skapað mér einhverja starfsmöguleika út frá því áhugamáli. Ég sé fram á frábæra starfsmöguleika jafnt hérlendis og erlendis þar sem námið er afar hagnýtt. Það verður ávallt þörf fyrir lyfjafræðinga og þeirra störf. Á síðastliðnum 3 árum hef ég kynnst bestu samnemendunum, unnið með frábærum kennurum og starfað innan skilningsríkrar deildar. Mér hefði aldrei dottið í hug að lyfjafræðinám myndi enda á því að verða nokkur af bestu árum lífs míns. Í gegnum námið þá hef ég lært svo margt um hvernig heimurinn hefur áhrif á líkamann og hvernig ég hef áhrif á umheiminn. Ég hef þar með öðlast töluvert betri skilning á sjálfum mér og öllu sem ég er. Ég horfi á Haga sem annað heimili þar sem alltaf er hlýlegt viðmót. Lyfjafræði, takk fyrir mig!

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.