Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjafræði

BS – 180 einingar

Lyfjafræði er fræðigrein sem fjallar um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfjaforma, að framleiðslu, notkun og verkun lyfjanna. Lyfjafræðinámið er fjölbreytt nám, samsett af bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk greina úr félagsvísindum.

Skipulag náms

X

Frumulífeðlisfræði (LYF102G)

Farið í byggingu og starfsemi frumna og frumulíffæra, lífsameindir, stjórnun orkubúskapar og efnaskipta, boðskipti á milli frumna, lífeðlisfræðilega starfsemi taugakerfa, hormónakerfa og vöðva. Kynning á vefjaflokkum mannslíkamans.
Verklegar æfingar: lyfhrif og vöðvar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir
Íris Lind Magnúsdóttir
Markús Leví Stefánsson
Kristín Rún Gunnarsdóttir
Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir
Lyfjafræði - BS nám

Lyfjafræðinámið er fjölbreytt og verkleg kennsla brýtur upp hefðbundið fyrirkomulag fyrirlestra. Kennslan er mjög persónuleg og góð tengsl myndast við kennarana. BS-verkefnið var klárlega punkturinn yfir i-ið og fengum við það verkefni að þróa og framleiða lyf. Það var skemmtilegt að finna það að allt sem við höfðum lært síðustu þrjú árin tvinnaðist saman og gerði okkur kleift að vinna að virkilega krefjandi en flottum verkefnum. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast störfum tengdum náminu, ég hef bæði unnið á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og á þróunarsviði hjá líftæknifyrirtækinu Alvotech.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.