Skip to main content

Sjúkraþjálfunarfræði

Sjúkraþjálfunarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Sjúkraþjálfunarfræði

BS – 180 einingar

Fræðilegt og verklegt grunnnám með áhersla á fagmennsku, fræðimennsku og vísindaleg vinnubrögð. Fræðilegur grunnur námsleiðarinnar byggir einkum á kenningum um hreyfistjórn og hreyfinám sem og hugmyndafræði alþjóðlegs flokkunarkerfis um færni, fötlun og heilsu.

Fjöldi nemenda í grunnnám í sjúkraþjálfunarfræði er takmarkaður með inntökuprófi. Á hverju ári eru 40 nemendur teknir inn í námið.

Skipulag náms

X

Líffærafræði sj. IB (LÆK116G)

Stórsæ líffærafræði útlima og bols.

Í fyrirlestrum og verklegum tímum er farið kerfisbundið yfir sértæka líffærafræði (anatomia systematica), líffærafræði svæða (anatomia topographica), yfirborðsútlit og starfsemi (anatomia functionalis) útlima og bols. Fyrirlestraskrá varðandi námsefni hverrar kennslustundar verður aðgengilegt við upphaf námskeiðs.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðrún Marín Viðarsdóttir
Sigríður Elma Svanbjargardóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Bjarni Geir Gunnarsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Sjúkraþjálfunarfræði - BS nám

Ég hef alla tíð verið mikið í íþróttum og mætti segja að áhuginn hafi kviknað þar. Ég hef unnið með mörgum sjúkraþjálfurum í gegnum tíðina, meðal annars á mínum landliðsliðsferli og mér fannst þessi starfsgrein mjög spennandi. Einnig hefur alltaf heillað mig að vinna með fólki og getað hjálpað því að öðlast betri heilsu og lífsgæði. Svo finnst mér líka kostur að þetta starf krefst ekki mikillar kyrrsetu. Námið er mjög skemmtilegt og krefjandi á sama tíma. Kennslan er góð, fjölbreytt og kennararnir eru mjög góðir. Ef þú hefur áhuga á því að vinna náið með fólki í framtíðinni og ef að mannslíkaminn og hreyfing heillar þig þá er þetta nám fyrir þig. Það er frábært hvað er öflugt og gott félagslíf innan deildarinnar. Svo er maður í 35 manna bekk og maður kynnist fólki mjög vel. Ég hef eignast æðislega vini til framtíðar í þessu námi. 

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrautar í sjúkraþjálfun
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími 525 4004
Netfang: physiotherapy@hi.is

Opið virka daga kl 10:00-12:00 og 13:00-15:00

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.