Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Læknisfræði

BS – 180 einingar

BS nám í læknisfræði er fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. Inntökupróf er í námið. 

Kennd er undirstaða í eðlis- og efnafræði, starfsemi mannslíkamans, samskipti við sjúklinga og líkamsskoðun, siðfræði læknisstarfsins, meinafræði og lyfjafræði.

Skipulag náms

X

Klínisk aðferð: Samskiptafræði - Sálarfræði I (LÆK225G)

Á þessu námskeiði er fjallað um grunnþætti heilsusálfræði, kenningar um heilsuhegðun, áhrif viðhorfa, tilfinningar og hegðunar á getu einstaklinga til að sinna eigin heilsu og takast á við heilsutengdar breytingar. Fjallað verður í þessu samhengi um nokkur af helstu viðfangsefnum sálfræðinnar svo sem þroska, sjálfsmynd, persónuleika, bjargráða, streitu og áföll.

Kennsla er í formi fyrirlestra og verklegrar kennslu. Æfingar tengt námsefninu eru unnar samhliða fyrirlestrum ýmist í tímum eða milli tíma. Prófað verður úr námsefninu á verklegu stöðvaprófi þar sem áhersla er lögð á að prófa fræðilega þekkingu samhliða því að meta hve vel gengur að miðla upplýsingum á skiljanlegan hátt í samræmi við góða samskipta hætti.

Námskeiðið er samkennt LÆK226G Klínisk aðferð: Samskiptafræði - læknir/sjúklingur I

Læknanemar munu halda áfram að vinna með þessi viðfangsefni í samskiptafræði og sálfræði á 2 ári og umræðuhópum á 3-6 ári.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Thelma Kristinsdóttir
Þórdís Þorkelsdóttir
Teitur Ari Theodórsson
Thelma Kristinsdóttir
Læknisfræði

Nám í læknisfræði er á sama tíma mjög krefjandi og ótrúlega skemmtilegt. Áfangarnir eru settir upp í lotukerfi svo maður getur einbeitt sér vel að hverju fagi og klárað þau jafnóðum. Námið er oft á tíðum bæði erfitt og tímafrekt og þá eru stuðningur samnemenda og samstaðan innan árganga ómissandi. Árgangarnir eru litlir og allir eru í sömu áföngum svo það myndast mikil bekkjarstemning. Þrátt fyrir að mikill tími fari í námið er félagslífið mjög gott, alltaf nóg að gera og margar nefndir til að sitja í. Ég mæli óhikað með námi í læknisfræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga 9:00-15:00

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.