Skip to main content

Vélaverkfræði

Vélaverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Vélaverkfræði

BS – 180 einingar

Vélaverkfræðinám er afar fjölbreytt og hagnýtt og opnar margar leiðir út í atvinnulífið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má finna mjög víða. Til dæmis við þróun á nýtingu jarðhita og sjálfbærri orku, við hönnun kerfa og tækja sem létta okkur lífið og í nýsköpun tengdri líftækni, heilsu og stoðtækjum og svo mætti lengi telja.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 V (EÐL102G)

Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, stöðufræði og bylgjufræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. Námskeiðinu er m.a. ætlað að vera undirstaða í þessum greinum fyrir frekara nám í verkfræði.

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð.

Verklegt: Gerðar eru 3 verklegar æfingar þar sem viðfangsefnin eru einkum sótt í aflfræði og áhersla lögð á að kynna nemendum verklag við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna.  Nemendur skila vinnubókum fyrir verklegu æfingarnar og fá einkunn.

Athugið að kennslubókin er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Aron Óttarsson
Íris Benediktsdóttir
Friðrik Valur Elíasson
Aron Óttarsson
Vélaverkfræði

Námið í Háskóla Íslands hefur gefið mér allskonar tækifæri sem hefðu annars ekki verið í boði, til dæmis að fá að nýta fræðina sem ég læri í að hanna og smíða kappakstursbíl frá grunni. Svo er félagslífið mjög gott, það er mjög auðvelt að kynnast nýju fólki og nemendafélögin sjá til þess að hópurinn hristist saman með vísindaferðum og öðrum skemmtilegum uppákomum, en þau sjá einnig til þess að gæta hagsmuna félagsmanna.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.