Skip to main content

Jarðeðlisfræði

Jarðeðlisfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Jarðeðlisfræði

BS – 180 einingar

Ísland hefur þá sérstöðu að vera eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem virkur úthafshryggur er ofansjávar og liggur jafnframt ofan á möttulstrók sem á mikinn þátt í að lyfta landinu upp úr sjávardjúpinu, eina 3000 metra.

Landið veitir því einstakt tækifæri til þess að kanna þessi jarðfræðilegu fyrirbæri á aðgengilegan og hagkvæman hátt og því sækir hingað jarðvísindafólk alls staðar að úr heiminum.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 R (EÐL107G)

Nemendum eru kynntar aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, bylgjufræði og varmafræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. 

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð. Hitastig. Kjörgas. Varmi og fyrsta lögmál varmafræðinnar. Kvikfræði gasa. Óreiða og annað lögmál varmafræðinnar.

Athugið að kennslubókin fyrir námskeiðið er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Páll Einarsson
Páll Einarsson
Jarðeðlisfræði - BS nám

Ég valdi jarðeðlisfræði af því að mig langaði að skilja íslenska náttúru betur, enda er ekkert land áhugaverðara frá jarðeðlisfræðilegu sjónarmiði. Námið er áhugavert og gerir manni kleift að kynnast eðli atburða eins og jarðskjálfta og eldgosa sem eru nánast hluti af daglegu lífi á Íslandi. Það býður einnig upp á fjölbreytta atvinnumöguleika, bæði á Íslandi sem og erlendis.   

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.