Skip to main content

Fjölmiðlafræði - Aukagrein

Fjölmiðlafræði - Aukagrein

Félagsvísindasvið

Fjölmiðlafræði

Aukagrein – 60 einingar

Nemendur fá góðan grunn í sígildri fjölmiðlafræði auk þess sem rík áhersla er lögð á hvernig greinin hefur verið að þróast undanfarin ár. Fjölmiðlafræðin er einkar „lifandi“ grein þar sem rannsóknarefnið hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum, einkum með tilkomu samfélagsmiðlanna, sem farið er sérstaklega í.

Skipulag náms

X

Almenn félagsfræði (FÉL102G)

Fjallað er um hið félagsfræðilega sjónarhorn; helstu kenningar og beitingu þeirra á viðfangsefni í fortíð og samtíma. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist yfirsýn um þekkingu helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar. Áhersla er lögð á að tengja saman kenningar og niðurstöður rannsókna. Auk umfjöllunar um klassískar kenningar, nútímavæðingu og um miðlæg hugtök á borð við félagsgerð (social structure) og menningu (culture), kynnast nemendur rannsóknum á veigamiklum viðfangsefnum, t.d. lagskiptingu, fjöldahreyfingum, skipulagsheildum, hnattvæðingu, frávikum og sjúkdómum, kynjafræði, börnum og unglingum, innflytjendamálum og lífshlaupinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lena H. F. Fleckinger Örvarsdóttir
Lena H. F. Fleckinger Örvarsdóttir
Fjölmiðlafræði

Fjölmiðlafræðin er gríðarlega skemmtileg og fróðleg aukagrein, en hún hefur opnað augu mín varðandi gagnverkandi samspil milli fjölmiðla og samfélags. Að mínu mati er helsti kosturinn við að taka fjölmiðlafræðina sem aukagrein að víkka hæfni mína og auka möguleika á vinnumarkaðnum að námi loknu. Kennararnir gera greinina afskaplega skemmtilega, bæði með góðri leiðsögn, lifandi umræðum í tímum og skemmtilegum verkefnum.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.