Doktorsvörn í lífefnafræði - Kristinn Ragnar Óskarsson
Veröld - Hús Vigdísar
Stofa 023
Streymi: https://www.youtube.com/user/HIvarp/live
Doktorsefni: Kristinn Ragnar Óskarsson
Heiti ritgerðar: Hraðafræðilegur stöðugleiki og hitastigsaðlögun. Rannsóknir á kuldaaðlöguðum subtilísin-líkum serín próteasa. (Kinetic stability and temperature adaptation. Observations from a cold adapted subtilisin-like serine protease)
Andmælendur:
Dr. Jose Manuel Sanchez-Ruiz, prófessor við Háskólann í Granada, Spáni
Dr. Tony Collins, lektor við Háskólann í Minho, Portúgal
Leiðbeinandi: Dr. Magnús Már Kristjánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Bjarni Ásgeirsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Elena Papaleo, dósent við Kaupmannahafnarháskóla.
Doktorsvörn stýrir: Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands
Ágrip
Til rannsókna á stöðugleika og hitastigsaðlögun próteina hefur verið nýtt rannsóknarlíkan sem samanstendur af VPR, kuldaaðlöguðum subtilísin-líkum serín próteinasa og AQUI, hitastöðugum subtilísin-líkum serín próteinasa. Þessi tvö ensím hafa samsvarandi þriðja stigs byggingu og henta því einstaklega vel til samanburðarrannsókna á hitastigsaðlögun.
Ræddar verða niðurstöður rannsókna um áhrif kalsíumjóna á stöðugleika, áhrif prólíninnsetninga í lykkjusvæðum á stöðugleika, mikilvægi N-endastæðar trýptófan-amínósýru fyrir byggingu próteinsins og jafnframt mun mikilvægi N-endans sjálfs fyrir stöðugleika verða rædd.
Líkanið sem sett er fram fyrir VPR sýnir byggingu sem er mjög samheldin og afmyndast sem ein heild. En þessa samheldni byggingarinnar er hægt að trufla, til dæmis með því að skerða kalsíumbindingu, eða með stökkbreytingum sem hafa áhrif á hvernig N-endi próteinsins hefur áhrif á aðra hluta af byggingunni.
Sumir þessara innansameindakrafta geta verið styrktir með prólín-stökkbreytingum, sem virðast virka sem eins konar akkeri sem skorða lykkjusvæði og viðhalda réttum sameindahrifum við hærri hitastig.
Niðurstöður okkar veita dýpri sýn á eiginleika hraðafræðilegar stöðgunar, áhrifa samheldinna afmyndunarferla á stöðugleika, hvernig prólín-amínósýrur hafa áhrif á sameindahrif milli fjarlægra svæða innan prótein-byggingarinnar og hvernig kalsíumbinding á mismunandi bindisvæði hefur áhrif á mismunandi eiginleika próteinanna.
Um doktorsefnið
Kristinn Ragnar Óskarsson hóf nám í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands haustið 2010 og lauk BSc gráðu vorið 2013. Sama ár hóf hann nám til meistaragráðu í lífefnafræði sem hann lauk vorið 2015. Haustið 2015 hófst vinna við doktorsverkefni í lífefnafræði sem hann hefur unnið undir handleiðslu Magnúsar Más Kristjánssonar, prófessors við Raunvísindadeild.
Kristinn Ragnar Óskarsson