Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur - Kristjana Einarsdóttir hlýtur framgang

Prófessorsfyrirlestur - Kristjana  Einarsdóttir hlýtur framgang - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Læknagarður

Lg - 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kristjana Einarsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar þar sem fjallað verður um feril Kristjönu. 

Kristjana lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og BS-prófi í Líffræði frá Háskóla Íslands 2001. Hún lauk Honours gráðu árið 2003 í Líffræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í Faraldsfræði frá Karolinska Institutet í Svíþjóð árið 2007. Doktorsverkefni Kristjönu fjallaði um faraldsfræði brjósta- og legkrabbameins, sérstaklega faraldsfræði tengdri erfðaþáttum.

Eftir doktorsnám starfaði Kristjana sem nýdoktor við háskóla Vestur-Ástralíu. Kristjana var ráðin lektor við læknadeild og matvæla-og næringarfræðideild árið 2015 og hlaut þá strax í kjölfar nýráðningar framgang í dósent.

Rannsóknir Kristjönu hafa síðustu ár einkum beinst að fæðingum, mæðrum og börnum, og þá sérstaklega tíðni keisaraskurða og annarra inngripa hjá mismunandi þjóðum og eftir aldri. Hún hefur einnig verið í samstarfi í rannsóknum á öryggi lyfjanotkunar á meðgöngu.

Prófessorsfyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 15 í Læknagarði í stofu 201. Að erindinu loknu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í  Læknagarði. Allir velkomnir. 

Kristjana Einarsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar þar sem fjallað verður um feril Kristjönu.  Prófessorsfyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 15 í Læknagarði í stofu 201. Að erindinu loknu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í  Læknagarði. Allir velkomnir.